Heimurinn ķ kringum žig er ekki fallegri en žér finnst hann vera.

 

 

"Heimurinn ķ kringum žig er ekki fallegri en žér finnst hann vera".

Žetta var spakmęli eins dagsins į dagatalinu ķ vikunni.  Undanfariš hef ég fariš gangandi ķ vinnuna.  Į morgnana rétt fyrir kl 9, hef ég mętt 6 įra snįša į leišinni ķ skólann.  Fyrst žegar ég mętti honum ķ froststyllu meš tungliš į himni, heyrši ég hann syngja glašlega "stóš ég śt ķ tunglsljósi...".  Į föstudaginn var rigning og flughįlka žegar ég mętti söngvaranum sķkįta, ólarnar į skólatöskunni héngu ķ olnbogabótunum žannig aš taskan dinglaši nišur undir hęlum , kappinn kominn meš sólgleraugu og hökuna nišur bringu žannig aš hann nęši aš gjóa augunum yfir sólgleraugun ķ skammdegismyrkrinu.

 

Meš huga barnsins er allt hęgt, meir aš segja aš njóta sólar ķ janśar.  Hvernig svo skólinn undirbżr žennan snįša fyrir lķfiš veršur önnur saga, sennilega žarf  hann ekki į nįmi aš halda til aš įtta sig į aš betra er aš nota sólgleraugu į öšrum tķmum en į dimmum janśarmorgnum.  En mikiš vęri gefandi fyrir žaš aš skólinn varšveitti sönginn, kjarkinn og sköpunargįfuna hjį ungum snillingum.  Gott vęri ef orš Krists vęru höfš aš leišarljósi; "Hver sem ekki tekur viš Gušs rķki eins og barn mun aldrei inn ķ žaš koma."

 

Nįmi er ętlaš aš  undirbśa einstaklingana fyrir lķfiš, gera žeim aušveldara fyrir aš verša sér śt um sérhęfša vinni til framfęrslu.  Žaš er jafnframt višurkennt aš skólakerfiš leitast fyrst og fremst viš aš žjįlfa žaš sem tileyrir vinstra heilahvelinu žar sem rökhugsunin bżr, hęfileikinn til aš draga įlyktanir, vita hvaš debet og kredit samkvęmt višurkenndum normum samfélagsins.  Minna fer fyrir žvķ aš hęgra heilahveliš sé örvaš ķ nįmi.  Heilahveliš žar sem sköpunargįfan bżr og hęfileikinn til aš sjį heiminn ķ vķšara samhengi, tilfinningin fyrir feguršinni, skynjunin fyrir fęšunni, hvernig kartöflurnar vaxa og hvaša efni eru ķ umhverfinu til aš byggja žak yfir höfušiš.

 

Žetta rökhyggjumišaša menntakerfi hefur gert okkur aš sérfręšingum ķ aš vita mikiš um lķtiš.  Viš getum lagt tvo og tvo saman af mikilli nįkvęmni fyrir vinnuveitenda okkar įn žess aš śtkoman gefi okkur neina įnęgju, ašeins ķgildi śtborgašra launa.  Žetta žjóšfélagskerfi hefur gert einstaklingana aš neytendum sem lifa ekki af eigin sköpunargįfu heldur vinnuframlagi.  Žaš eru sumarfrķin og ašrar stundir sem viš eigum sjįlf sem viš notum til aš gera žaš sem okkur raunverulega langar til aš gera.

 

Forn Grikkir trśšu aš menntun vęri til žess aš kenna fólki aš hugsa.  Menntun nśtķmans gengur śt į aš žjįlfa fólk ķ aš gera žaš sem žvķ er sagt frį blautu barnsbeini. Menntakerfi nśtķmans, sem aš mestu er byggt upp į  Prśssnesku kerfi19. aldar, var ętlaš aš bś til gott starfsfólk og hlżšna hermenn.  Fólk sem ķ blindni fylgir fyrirmęlum og bķšur eftir aš vera sagt hvaš žaš eigi aš gera.  Framśrskarandi nemendur žessa kerfis eru nęr žvķ undantekningarlaust veršlaunašir, meš vinnu viš aš višhalda kerfinu.

 

En žurfum viš aš lįta žetta vinstra heilahvels kerfi rįša svona miklu ķ okkar lķfi?  Getum viš kannski gert žaš sem okkur žykir skemmtilegast og lifaš af eigin sköpunarmętti įn ótta viš žaš sem framtķšin ber ķ skauti sér?  Žvķ undir nišri erum viš alltaf aš bśa ķ haginn fyrir framtķšina.  Viš gerum aldrei rįš fyrir aš dagurinn ķ dag sé okkar sķšasti og meir aš segja er lķklegt aš daginn sem viš deyjum séum viš enn aš plana framtķšina.  Daušinn er žvķ kannski ekki žaš sem viš óttumst mest, sennilega óttumst viš mest įhęttuna sem viš tökum meš žvķ aš verša žaš sem okkur raunveralega dreymir um.   Samfélaginu er meira og minna stjórnaš af óttanum viš framtķšina.  Višurkennd menntun gengur śt į aš undirbśa einstaklingin til aš komast af ķ höršum heimi, fjölmišlarnir fęra okkur stöšugt fréttir af žvķ hvaš veröldin er grimm og aš rétt sé aš undirbśa sig vel fyrir framtķšina.

 

En į endanum getur hver mašur ašeins oršiš sekur um žaš eitt, aš hafa ekki gert allt žaš góša sem hann gat til žess aš draumurinn um fallegri heim yrši aš veruleika.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

flot hja ter Magnus . Hitler hefur senilega engan drepid , ekki heldur Bush teir fengu bara fiblin til ad gera tad firir sig

Helgi Armannsson (IP-tala skrįš) 18.1.2010 kl. 10:27

2 Smįmynd: Magnśs Siguršsson

Žakka žér fyrir žaš Helgi.  Nei žaš žarf aš ala fólk upp til aš hlķša skipunum žvert ofanķ sitt hyggjuvit.

Ég sé aš Maxwell Igan er aš benda į sķšuna Save the people of Icelandį sķšunni sinni, žaš viršist vera aš icesave mįliš sé aš verša mįlefni heimsins. 

Ég skora į alla sem bśa erlendis og vilja standa meš löndum sķnum til aš skrifa undir į žessari sķšu.

The people of Iceland have made a stand against the corrupt central banking system that has enslaved the world to contrived debt and they desperately need the support of the people of the world.

Think Iceland is insignificant? Well think again folks because what happens there will soon be mirrored in other countries around the globe, including yours.

YOU can make a difference in this issue, and it truly is an issue that really does affect each and every one of us on the most basic level.

The weight of an international campaign could be the very thing that turns the tide in their favor.

Please support these brave people in their endeavor to gain freedom from financial slavery by visiting the link below and signing the petition.

 

Sign the Petition

Magnśs Siguršsson, 18.1.2010 kl. 15:45

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband