Erkifíflin sem settu Ísland á hausinn.

Þessar stjórnlagaþingskosningar sem hæstiréttur hefur nú dæmt ógildar hafa kostað ríkissjóð vel á annað hundruð milljónir.  Mikil er ábyrgð þeirra sem til þeirra boðuðu og sáu um framkvæmd þeirra.  Mér varð það á að segja þegar úrslit kosninganna voru ljós 28. nóvember s.l.  "fólk er fífl". 

Ég ætla að þrengja þessa skilgreininguna og segja það hámenntaða fólk sem fór með framkvæmd þessara kosninga séu erkifífl.  Ekki skrítið þó svona sé komið með allt þetta hámentaða úrval á fínu kaupi við að setja Ísland á hausinn í annað sinn á stuttum tíma.


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Hjartanlega sammála Magnús. Það var sorglegt að hlusta á stjórnarþingmenn og ráðherra áðan á þingi. Þeir töluðu meira að segja um búsáhalda"byltinguna" og hvers var krafist í henni. Þeir hafa samt gleymt því að ein aðalkrafan þar var að þingmenn sýndu aukna ábyrgð. Enginn var hins vegar tilbúinn að axla ábyrgð í dag. Þetta fólk er ekki neinum tengslum við fólkið í landinu og þessi stjórn á að segja af sér ekki seinna en í fyrramálið.

Pétur Harðarson, 25.1.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta lið er gersamlega veruleikafirrt. Ríkisstjórnin þyrfti að fara frá strax í kvöld, ef ekki þá þjóðin að henda henni út í fyrramálið.

Magnús Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 18:52

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það kom fram á Alþingi í dag að það er þegar búið að greiða milli 5 til 600 milljónir í þetta Stjórnlagaþing...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.1.2011 kl. 22:49

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir upplýsingarnar Ingibjörg, ég hef greinilega farið varlega með tölur í þessari færslu.  Ekki batnar það.

Magnús Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 22:58

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við virðumst ekki geta gert neitt vel eða rétt - fer maður ekki að hugsa yfir hafið og á þetta ESB bákn - getur þetta orðið verra en hér er .........

Jón Snæbjörnsson, 26.1.2011 kl. 09:14

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góðan daginn Jón, það er spurning hvort það væri álíka og að stökkva um borð í Titanic eftir að það hefur siglt á ísjakann.  Það heldur hann þessi sem er evrópuþingmaður. 

http://www.youtube.com/watch?v=WgnxdMvOqfc&feature=player_embedded

Magnús Sigurðsson, 26.1.2011 kl. 09:54

7 Smámynd: Pétur Harðarson

Takk fyrir þetta Magnús. Það var athyglisvert að heyra Nigel tala um að það væri stjórnmálastéttin sem hefði mestan áhuga á ESB en ekki fólkið. Það er einmitt það sem er í gangi hér. Atvinnustjórnmálamennirnir sjá persónulegan hag í því að ganga í ESB. Það hefur ekkert með þjóðarhag að gera.

Pétur Harðarson, 26.1.2011 kl. 13:33

8 identicon

Það þarf nú varla að taka fram að núverandi ríkisstjórn getur alls ekki talist hámenntuð.

Siggi (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 14:17

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Siggi;  státar ríkisstjóenin ekki af BSc-jarðfræðingi,  BS-líffræðing, BA-íslensku, Búfræðing, mannfræðing, lögfræðingi í Evrópurétti, BA-í almennum málvísindum, MA-sagnfræðing, master í kennslufræðum auk atvinnupóítíkusar með verslunarpróf frá 1960.

Þetta er hámenntuð ríkisstjórn og það voru flestir sem unnu að þessum stjórnlagaþingskosningum, ekki síður en þeir þeir sem voru í vinnu við að koma  Íslandi á hausinn síðast.  Það hefði bara engum ómenntuðum manni dottið svon vitleysa í hug, til þess þarf  minnst 5 háskólagráður.

Magnús Sigurðsson, 26.1.2011 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband