Fabúlerað um fyrirfram gefna niðurstöðu.

Lagaprófessorinn var í kvöldfréttum RUV í gærkveldi og það duldist fáum að þar var ekki um hlutlaust álit að ræða.  Á RUV var fastar kveðið að orði en hér á mbl þegar sagt er „Þá þarf að semja um greiðslutíma, vexti og annað. Þá er staða okkar auðvitað talsvert veikari því þá er búið að úrskurða um greiðsluskylduna."  Á RUV var nánast fullyrt að ekki yrði um aðra niðurstöðu að ræða.

"Dr. Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins, sagði þegar hann kom í heimsókn til Íslands fyrir nokkrum misserum að ef kæmi til þess að mál yrði höfðað vegna Icesave-samningsins með aðkomu EFTA-dómstólsins væri ljóst að málið yrði það umfangsmesta sem komið hefði til kasta hans. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að Icesave-samkomulagið væri einstakt enda væri þar á ferð áhugaverð blanda af lögfræði og stjórnmálum."

Áhugaverð blanda af lögfræði og stjórnmálum við að koma skuldum gjaldþrota einkabanka yfir á skattgreiðendur, er verri en nokkur glæpastarfsemi ekki einu sinni Mafían og Hells Angels hafa haft viðlíka hugmyndaflug við að kúga peninga út úr saklausu fólki.


mbl.is EFTA-dómstólinn líklegastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús, þess vegna svaraði ég Björg með hennar rökum, og vitnaði í gamlan fyrirlestur sem hún hélt haustið 2008.

Þar benti hún á hið augljósa, bretar hefðu ekki lögin með sér.

Röksemdir hennar standa óhaggaðar, það sem hún segir núna, er "ef", og hvernig á að túlka þetta"ef".  Ef forsendur eru ekki gefnar upp, þá er "ef"-ið marklaust.

Fyrirfram er hægt að segja svona við hvern sem er, þú mátt stela því ef dómsstólar dæma þig saklausan, þá verður þú ríkari.  Vissulega er bannað að stela, en þú verður ríkari ef þú ert dæmdur saklaus, þvert á skýr fyrirmæli laga sem banna þjófnað.

Það sem upp á vantar, er af hverju dómsstólar ættu að dæma þig saklausan, hver eru rökin??

Þetta lið sem vitnar núna í Björg, Ragnar Hall, Lárus Blöndal eða aðra talsmenn Sjálfstæðisflokksins um uppgjöf, myndu sjálft ekki fremja lögbrot vegna þess að fyrirfram er ekki hægt að segja hvernig dómsstólar dæma, nema að það er hægt að fullyrða að þeir dæma eftir lögum.

Þetta er áróður af ómerkilegustu gerð, þetta fólk myndi ekki láta handrukkara hirða hús sitt og bíl, vegna þess að það er hrætt við að dómsstólar gætu dæmt þeim í óhag, og því sæti það uppi með lögfræðikostnað sinn að auki.

Þetta er lið sem hefur selt sálu sína fyrir flokkinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 15:12

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, þetta snýst allt um það hver borgar þessu fólki laun, þannig bara er það með lögfræðinga.  Það er aldrei þessu vant nokkuð gagnsætt hvað Björg og Lárus varðar, Ragnar Hall hefur aftur á móti alltaf minnt á á sögupersónu í ævitýri Dickens.

Magnús Sigurðsson, 22.2.2011 kl. 15:34

3 identicon

Við eigum að kæra Breta fyrir svívirðinguna og vanvirðinguna við allt sem menning okkar stendur fer þegar þeir settu okkur á hryðjuverkalista. Við eigum að kæra þá af fullum krafti og tafarlaust. Við vinnum þá. Þetta er þroskastríðið lota III. Fyrst Ghandi gat þetta, þá getum við það líka!

Jónas (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband