"Taktu þennan samning og troddu honum"

"Því er teflt fram sem rökum að ríkissjóður ráði við að greiða Icesave. Í fyrsta lagi eru það heimsins lélegustu rök að maður eigi að greiða eitthvað bara af því maður ræður við það. Eigum við að ræða það eitthvað? Mundir þú borga  barreikninginn fyrir fyllibyttuna á næsta borði ef hann gæti sannfært þig um að þú hefðir efni á því? Í öðru lagi er eitthvað alvarlega bogið við að ríkið ráði vel við tugmilljarða greiðslur (26 milljarða strax í sumar) á sama tíma og verið er að skrapa saman nokkra tugi milljóna með því að baða gamla fólkið sjaldnar og draga úr kennslu grunnskólabarna og hætta að gefa þeim lýsi."

Ég vil benda á pistil Láru Bjargar á Pressunni.  Lára Björg Björnsdóttir er höfundur bókarinnar "Takk útrásarvíkingar".  Pistilinn má sjá í heild sinni hér.


mbl.is Gæti beitt sér í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Magnús góður punktur og bláköld staðreynd...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.2.2011 kl. 14:23

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Magnús.

Sigurður Haraldsson, 27.2.2011 kl. 15:18

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er hræðilegur pistill.. hún á greinilega að halda sig við eitthvað annað en pólítiska umræðu.

enn og aftur er þetta með stóra misskilninginn... þ.e ef við kjósum NEI í þjóðaratkvæðisgreiðlu þá bara hverfur Icesave utí buskann... sem er fjær lagi.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2011 kl. 18:54

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hátt í 5000 facebook notendur hafa sett "líkar við þetta" við pistil Láru Bjargar á þeim sólahring sem liðin er síðan hann var birtur.  Það er líklega einsdæmi.  

Kjósi þjóðin já við icesav þá fyrst er ekki von til þess að það hverfi næstu 35 árin a.m.k..  Frasarnir hans Steingríms eiga því aldrei eins vel við og ef icesave verður samþykkt.

Magnús Sigurðsson, 27.2.2011 kl. 21:43

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Magnús

Ef þú heldur þetta þá hefur þú ekki kynnt þér málið nógu vel.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4544849/2011/02/27/1/

Hvað gerist ef þjóðin kýs NEI??

Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2011 kl. 22:27

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

ÞSHH, þakka þér fyrir ábendinguna ég mun taka upplýsta ákvörðun.  Þetta sem þú bendir á er hræðsluáróður að hætti hússins.

Lárus Blöndal er á mála hjá Steingrími J, þar fékk hann greitt fyrir að gera þennan samning og þar fær greitt fyrir að tala fyrir honum. Hversu mikið hann fær greitt ætti Egill að spyrja um í stað þess að taka þátt í spunanum.

Magnús Sigurðsson, 27.2.2011 kl. 22:37

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hjartanlega sammála.

Sigmundur Davíð gengst upp fyrir lýðskrumi. Hann ætti að beita sér fyrir mikilvægari málum, sjá nánar: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1146571/

Bestu kveðjur

Mosi (líka atvinnuleitandi)

Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2011 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband