Salthúsið, Stöðvarfirði.

scan0247

 

Undanfarin tvö sumur hefur rekinn markaður, í aflögðu fiskvinnsluhúsi (Salthúsinu) á Stöðvarfirði, með handverki og heimafengnu hráefni undir heitinu Salthúsmarkaðurinn. Til að auka aðdráttarafl markaðarins var sumarið 2009 boðið upp á myndasýningu, video verki gjörningaklúbbsins ILC var varpað á veggi kælis auk videos sem sýndu íslenskan sjávarútveg. Aðsóknin 2009 fór fram úr björtustu vonum og því var ákveðið að halda áfram. Sumarið 2010 komu 24 ungir listamenn frá Reykjavík auk Belgíu og Skotlandi dvöldu í Salthúsinu í 10 daga og settu upp sýninguna Æringur 2010. Salthúsmarkaðurinn verður þriðja sumarið í röð 2011, meiningin er að reina að koma á vísi af fiskmarkaði, enda við hæfi hússins. Opið er fyrir hugmyndir af listviðburðum og allar hugmyndir vel þegnar.

Það hefur verið gefandi að  taka þátt í þessum verkefnum ásamt hug- og handverksfólki. Upphaflega kviknaði sú hugmynd sumrin 2007 og 2008, þegar sást til ferðamanna hvað eftir annað á vappi í kringum þessi aflögðu fiskvinnsluhús, jafnvel reynandi að sjá inn um gluggana, að gaman væri að opna þau yfir sumartímann og sýna hvað fór fram í þeim áður.

Við félagi minn settum okkur svo í samband við ferðamálanefnd Fjarðabyggðar og skapandi fólk á Stöðvarfirði og buðum þeim afnot af húsin þar sem það stæði hvort því sem er tómt yfir sumartímann, en á veturna er það notað sem geymsla fyrir húsbíla og hjólhýsi. Verkefnið hefur tekist vel í alla staði, laðað að ferðamenn og mætt mikilli velvild hjá handverksfólki, listamönnum og hinum ýmsu styrktaraðilum. Í upphafi hefði maður ekki þorað að vona að svona vel myndi ganga, en nú hyllir í að Salthúsið verði að veruleika þriðja sumarið í röð.

Stöðvarfjörður er einn af þeim stöðum sem margir eiga eftir að uppgötva. Það vita það ekki allir að á Stöðvarfirði er eitt stærsta steinasafn í heiminum í einkaeigu. Safnið er heimsótt af 20 - 30 þúsund ferðamönnum árlega og eru erlendir ferðamenn þar í meirihluta. Petra Sveinsdóttir sem hefur varði ævinni í að safna steinum á heiðurinn að þessu safni. Í safninu, sem er á heimili Petru er merkilegri ævi hennar gerð skil auk þess sem risastór garðurinn sem nær langt upp fyrir húsið er með fegurri lystigörðum. Það fer ekki mikið fyrir Stöðvarfirði sem ferðamannabæ. Þangað koma samt tugþúsundir ferðamanna á hverju sumri, aðallega til að heimsækja steinsafnið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband