Trúleg vísindi.

 

Hjartað er líffæri milli lunga í miðmæti (mediastinum). Hjartað er sjálfvirkur rauður vöðvi sem herpist saman og slakar á í takt, og sér þannig um blóð flæði um blóðrásarkerfi líkamans.

Hjarta spendýra er fjórhólfa og efri hólfin hvoru megin kallast gáttir (eða ullinseyru) en neðri hólfin hvolf. Þannig skiptist hjartað í vinstri og hægri gáttir og vinstri og hægri hvolf.

Hjartað virkar sem tvöföld dæla þar sem hægri hluti þess tekur við súrefnissnauðu blóði frá stóru blóðhringrásinni, sem liggur um líkama og útlimi, og dælir því til lungna (litlu hringrás). Þannig kemur súrefnisríkt blóð frá lungum inn í vinstri hluta hjartans sem svo sér um að dæla blóðinu út til vefja líkamans. Sé hjartað skoðað sést greinilega hvor hlutinn dælir lengra og gegn hærri þrýstingi, því veggir vinstra hjartahvolfs eru mun þykkari en aðrir veggir í samræmi við álag.

Milli gátta og hvolfa eru hjartalokur sem opnast og lokast reglulega samfara blóðdælingunni. Slíkar lokur er einnig að finna á aðalæðum frá hjartanu. Hjartsláttarhljóðið eru smellir í hjartalokunum.

Hjartavöðvinn er sérhæfður vöðvi úr sérhæfðum vöðvafrumum sem geta starfað óháð heildinni, svo sem í næringarlausn. Þessar frumur dragast saman í takt fyrir tilstilli rafboða sem koma frá gúlpshnúti í vegg hægri gáttar.

Hjartað er umlukið sterkum, tvöföldum bandvefspoka með vökva á milli. Þessi poki nefnist gollurshús og ver hjartað hnjaski. Hjartað hefur eigið æðakerfi, kransæðar, sem veitir blóði um vöðvann sjálfan. Kransæðakerfi þetta gerir hjartað því sem minnst háð annarri starfsemi lífverunnar.

Þessa speki um hjartað má finna á wikibedia, alfræðibók almennings.  En vissir þú að hjartað er mun nákvæmara leiðsögutæki en heilinn þegar kemur að þvi að taka réttar ákvarðanir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband