Gott hjá mótmælendum að stoppa kryddsíldina.

Burtséð frá því hverjir brutu rúður í Nornabúðinni og af hverskonar völdum, þá verður það að teljast þakkarvert að mótmælendur skyldu leggja það á sig að rjúfa útsendingu Stöðvar 2 á gamlársdag.  Alla vega er maður orðinn afskaplega þreyttur á að hlusta á þá stjórnmálamenn sem nú sitja, opinbera ráðaleysi sitt í fjölmiðlum, hvað þá við veisluboð í glasaglaum.  Það er svolítið sérstakt að stjórnendum Stöðvar 2 hafi dottið í hug að bjóða áhorfendum upp á óbreytt kryddsíldar"show". 

Kannski opinberaði þessi Kryddsíld vel veruleikafyrringu fjölmiðlafólks fyrir stöðu mála.  Allavega opinberaðist það fullkomlega þegar Stöð 2 sýndir myndir af miklu eignatjóni (sviðnir kaplar) og einum mótmælenda vopnuðum vasahníf við að reyna að spenna upp glugga ásamt stafsmanni stöðvarinnar með rispu á kinn í kvöldfréttum í gær, nýársdag.  Þar sem forstjóri 365 gagnrýndi lögreglu fyrir allt of vægar aðgerðir gegn vopnuðum glæpamönnum.  Spurning  hvort Stöð 2 ætlar áfram að vera fjölmiðill fasískra viðhorfa.


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er samt fáránlegt, af mótmælendum, að halda því fram að þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. Hótel Borg er ekki opinberbygging svo það er strax orðið ófriðsamlegt að fara ekki út úr húsinu þegar þau er beðin um það. ´Hvað þá að brjóta sér leið inn í húsið! Svo furðar fólk sig á því að lögreglan komi og skifti sér að!  

Það eru þessir vitleysingjar sem fær mig til að fá andúð á mótmælendum. Skemdarverk eru ekki friðsamleg. Veitast að lögreglu eða öðrum er ekki friðsamlegt.

Af hverju ekki að láta skoðun sýna í ljós með því að mótmæla, ekki að brjótast inn í húsið skemma hluti og berja lögreglu. Það hefur nánast ekkert verið fjalað um afhverju það var verið að mótmæla þessum þætti heldur bara hverjir slösuðust og hvað var skemmt!

Maggi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:56

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Getur verið að það hafi verið ribbaldarnir úr hópi sjálfstæðismanna sem hentu grjóti inn í hópinn og hæfðu lögreglumann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það var allavega sérstakt af Stöð 2 að bjóða upp á kryddsíld með þessum hætti þetta árið, engu líkara en þeir væru til í að ögra fólki.  Allavega var ekki hægt að sjá að það á myndum að mótmælendur sýndu ofbeldisfulla hegðun.  En yfirlýsingar forsvarsmanna 365 er ekki hægt að skilja á annan hátt en að þeir óski eftir vinubrögðum lögreglu sem tíðkast við mun ofbeldisfyllri mótmælum en þarna áttu sér stað.

Magnús Sigurðsson, 2.1.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband