Það er flugstjórinn sem talar - fokk off étið þið skít.

Hvernig myndi það horfa við okkur sem flugfarþegum ef við lentum í því að flugvélin sem við værum í hefði brotlent fjarri mannabyggðum.  Orsakirnar brotlendingarinnar væru þær að Saga class farþegunum hefði verið leift að ofhlaða vélina svo gjörsamlega með sínum farangri að hún hefði aldrei át möguleika á að ná á leiðarenda.  Flugstjóranum sem hóf þetta flug var það fulljóst fljótlega eftir flugtak að vélin var yfirhlaðin. 

 

Eftir brotlendinguna heyrist í hljóðkerfi flugvélarinnar "þetta er flugstjórinn sem talar, ég bið farþega um að sitja rólegir með beltin spennt þar til flugfreyjan hefur gengið um farþegarýmið með posann og rennt kretidkortunum ykkar í gegn því að það er orðið ljóst að þessi flugferð er orðin kostnaðarsamari en upphaflega stóð til."  Þegar flugfreyjan hefur lokið þessari bráðnauðsynlegu björgunaraðgerð ætla ég að biðja ykkur um að taka með ykkur farangur Saga class farþega og fylgja mér í þeirri löngu göngu sem framundan er því við flugfreyjan eru þau einu sem þekkum leiðina."

 

Myndi maður ekki segja "fokk off maður, éttu skít."

 

Í dag fór ég með flugi EGS - REY - EGS  Þegar ég hafði lokið erindum mínum í Reykjavík fór ég niður á Austurvöll og það eina sem mér datt í hug þegar ég stóð fyrir framan Alþingishúsið í hópi mótmælenda var "fokk off étið þið skít."


mbl.is „Þið eruð öll rekin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg tær snild hjá þér. Væri ekki gaman ef fólk myndi átta sig á að svona er einmitt einn anginn af þessu klúðri öllu.

Páll Svensson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Spaklega mælt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:19

3 identicon

Þú ert sleipur.
Glæsilega gert hjá þér.

Eyríkur Leitar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 07:34

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hm... athyglisverð upplifun !

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 20:21

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir athugsemdirnar.

Magnús Sigurðsson, 23.1.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband