Bankakerfið endurreist á kostnað heimilanna?

Fyrri hluta ársins 2008 létu stjórnmálamenn hjá líða að aftengja verðtrygginguna þrátt fyrir að fjárglæframenn bankanna spiluðu á hækkun hennar til að fegra efnahagsreikninginn með því að fella gengið á glæpsamlegan hátt.

Í 6.október settu þessir sömu stjórnmálamenn neyðarlög sem hafa komið Íslendingum í mestu ógöngur seinni tíma, án þess að aftengja verðtrygginguna, sem hefði getað hlíft heimilum og fyrirtækum við versta högginu.

Í febrúar 2009 tók við ný ríkisstjórn sem hafði það eina markmið að slá "skjaldborg" um heimili og fyrirtæki svo þau soguðust ekki inní hringiðu eignaleysis.  Þessi ríkisstjórn sá enga ástæðu til að hrófla við þeim bölvaldi sem verðtryggingin hefur verið.

Núna beitir velferðastjórnin sem sveikst um að slá "skjaldborg" um heimilin sömu aðferðum og bankarnir gerðu 2008, þ.e. spilar á verðtrygginguna til að bæta efnahagsreikning bankanna.  Velferðastjórnin nýtir sér það að hækka verðbólguna til að hækka höfuðstól lána.

Fyrsta endurskoðun lánasamnings Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) er langt komin, en aðaláhersla hefur verið lögð á að klára endurfjármögnun bankakerfisins og að jafna stöðu ríkissjóðs. Kom þetta fram á fréttamannafundi með fulltrúum IMF í morgun.

Stjórnmálamenn leysa engan vanda,  það voru þeir sem bjuggu hann til.  Þeir glíma því stöðugt við afleiðingar misstaka sinna en vilja ekki viðurkenna orsakir þeirra.


mbl.is Mjög óvinsælar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Algerlega sammála. Þú hittir naglan á höfuðið. Þetta er kjarni málsins.

Jónas Rafnar Ingason, 29.5.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.5.2009 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband