Verður Eva Joly okkar hundadagadrottning?

Hún er sérstök tilfinningin sem því fylgir að lesa þessa frétt.  Að það skuli vera erlend eldri kona sem talar eins út úr mínu hjarta.  Engan samhljóm hef ég fundið með síðustu þremur ríkisstjórnum Íslands.  Ég hef tortryggt þær og jafnvel hefur orðið landráð komið ítrekað upp í hugann.

Samt segir mér svo hugur að íslenskir stjórnmálamenn eigi eftir að taka lítið mark á Evu Joly, líkt og þeir gerðu lítið með hugmyndir Jörundar Hundadagakonungs á sínum tíma.  þeir muni samþykkja icesave á Alþingi Íslendinga innan skamms, með álíka leikrænum tilburðum og aðildarumsókn að ESB var samþykkt.  Því þetta fólk veit að það mun þurfa að lifa í sama veruleika og þorri þjóðarinnar nú þegar gerir ef það hafnar icesave.

Hjá stjórnkerfinu, (sem ennþá reynir að halda uppi "bankaleind" yfir sama fólkinu og "vissi" og "fékk"), snýst þetta um að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum svolítið lengur.  Jafnvel þó svo að til þess þurfi að taka lán hjá kúgurum okkar sem munu kosta okkur ættlandið.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spá mín um algert hrun fasteignaverds á Íslandi mun raetast:  Midad vid núverandi verd íbúdarhúsnaedis er alveg ljóst ad um minnst 50% laekkun verdur ad raeda.

60-70% laekkun er ekki ólíkleg....jafnvel 80% laekkun.  Hús sem verid er ad reyna ad selja í dag fyrir 40 milljónir mun í besta falli seljast fyrir 20 milljónir.

Ris og kjallaraíbúdir verda óseljanlegar med öllu.

Thjód sem lét og laetur enn í dag vada yfir sig med kvótakerfinu baud spillingaröflunum upp á ad afhenda bröskurum ríkisbankana.  Thetta gerdi thjódin med thví ad kjósa Spillingarflokkinn og Framsóknarspillinguna.

Thjódin var raend med eigin vilja.

*Spáin raetist* (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 09:47

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Spáin rætist;  algjört hrun mun verða almenningi ti bjargar.  Ef krónan hrinur og fasteignaverðið hrinur um 60-70% í viðbót mun engum heilvita manni detta í hug að borga af fasteignaláni og hvað þá að einhverjum þyki raunhæft að innheymta það með þeim aferðum sem "velferðastjórnin" presenterar.

Magnús Sigurðsson, 1.8.2009 kl. 09:56

3 identicon

Einhver sagði: Ef þú vilt að verkið sé unnið hratt og vel, fáðu þá til þess heldri konu! 

merkúr (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Merkúr; miðað við viðbrögðin hér á blogginu ætti þessi eldri kona að getað orðið foringi okkar, hún virðist allavega vera að vinna verk sem fólk kann að meta.

En miðað við umfjöllunina sem hún hefur fengið í ljósvakamiðlunum (ekki múkk í kvöldfréttum sjónvarps) þá grunar mig að elítan komi því þannig fyrir að hún verði í mestalagi Hundadagadrottning almúgans.

Magnús Sigurðsson, 2.8.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband