Nú er rétti tíminn til að fjárfesta í tekjum.

Fjármálalæsi 

Það virðist vera að bankahrunið ætli að kalla endalasar sviptingar yfir íbúa þessa lands, en við allar breytingar verða til nýir möguleikar.  Þó svo að frekari gengislækkun krónunnar komi flestum illa við fyrstu sýn, þá munu felast möguleikar í gengislækkun krónunnar.  Möguleikarnir felast fyrst og frest í því að skapa tekjur.  Þetta er auðséð þegar litið er til sjávarútvegs og ferðaþjónustu.  Þarna eru nýlega orðnir gríðarlegir möguleikar með tilkomu lágs gengis krónunnar. 

 

Hafa ber ætið í huga að fjárfesta í tekjum. Það lítur alltaf út fyrir að auðveldara sé að fjárfesta í langtímasparnaði sem ber góða ávöxtun, líkt og fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir bjóða. Þannig er okkur talin trú um að við getum einbeitt okkur að því að afla tekna  með vinnu, á þann hátt sem við erum best fær til samkvæmt menntun. En þetta er ekki í raun það sama og fjárfesta í tekjum, þetta er að láta tekjurnar renna til fjárfestinga sem við höfum litla stjórn á hvernig ávaxtast. Markaðir fara upp og niður því er nauðsynlegt að finna fjárfestingakosti sem gefa tekjur en byggja ekki bara á háum vöxtum og eignabólum, þær hækkanir endist sjaldan til lengdar. Að fjárfestu í tekjum er ekki eins auðvelt, en með því komum  við til með að búa við fjárhagslegt frelsi. Allir geta fjárfest i væntingum hækkandi markaðar.

 

Rétt fyrir kreppuna stóru 1929 tók fólk lán til að kaupa hlutabréf og ætlaði að fjárfesta í hækkunum hlutabréfa markaðarins. Sama var upp á teningnum 2007, fólk tók lán og keypti húsnæði og hlutabréf treystandi á að markaðurinn færi upp. Að rannsaka þá atburði sem í kjölfarið fylgdu ættu að gera það ljóst hvers vegna svo mikilvægt er að fjárfesta í tekjum.

 

Algengar fjárfestingar sem gefa tekjur;

1. Fjárfesting í rekstri er oft það sem einkennir þá sem njóta fjárhagslegs frelsis. Þeir eiga oft mörg fyrirtæki sem gefa örugga innkomu á meðan launþeginn þarf jafnvel að sinna mörgum störfum til að hafa viðunandi tekjur til framfærslu.

2. Fjárfesting í fasteignum getur gefið öruggar mánaðarlegar tekjur. Þitt eigið húsnæði sem þú býrð í telst ekki til þesskonar fjárfestingar, jafnvel þó að það sé viðtekin venja að telja eigið íbúðarhúsnæði til góðrar fjárfestingar, þá tekur það frá þér tekjur.

3. Fjárfesting í hlutabréfum, skuldabréfum, spariskírteinum, lífeyri, og peningamarkaðssjóðum er það sem venjulegt fólk velur sem fjárfestingu auk íbúðarhúsnæðis síns. Slíkar fjárfestingar eru yfirleitt auðvelt að kaupa, taka lítið af tíma fólks og er oftast auðseljanlegar. En gefa þess í stað litlar og stundum engar tekjur.

4. Fjárfesting í hrávörum s.s. gulli, silfri, platínum osfv. er eitthvað sem venjulegt fólk hefur litla þekkingu á. Flestir vita ekki einu sinni hvar á að kaupa gull eða silfur sem hráefni.

 

Fjárfestingar sem gefa tekjur eru ekki auðfundnar og krefjast hugmyndaflugs. Allir geta fjárfest með von um hækkun. Að finna fjárfestingu sem gefur reiðufé krefst þekkingar bæði á hugsanlegum tekjum og kostnað, auk þekkingar á verkefninu sem fjárfest er í árangurinn byggist á þeirri þekkingu. Fólk er oftast værukært að eðlisfari og vill lifa fyrir líðandi stundu, lætur því aðra um að fjárfesta fyrir sinn sparnað, það færir því ekki endilega tekjur.

 

Gengisfall krónunnar getur því gefið hugmyndaríku fólki færi á nýjum tekjumöguleikum. 

 

http://www.youtube.com/watch?v=arh3X9t_98g&feature=player_embedded


mbl.is Samkomulag um lækkun gengisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband