Leikritinu lokið á Alþingi.

 Sad day

Þá getur icesave - velferðarstjórnin skálað fyrir þessum áfanga og þingmenn  haskað sér heim og skálað fyrir áramótunum.  Málið dautt, hangir ekki lengur yfir þjóðinni, hreint borð, eða hvað?  Kannski dýrkeyptasta áramótagjöf út á krít sem um getur í sögu þjóðar.

Ég ætla að flagga í hálfa stöng hérna á síðunni og felli tár yfir ömurlegasta Alþingi sem ég hef upplifað.  Það er tæplega von á góðu í framhaldinu. 

Flaggað í hálfa

Leikrit þingmanna hefur fyrst og fremst snúist um það hvernig hægt er að viðalda því stjórnkerfi sem hér hefur verið við lýði með lántökum á kostnað þjóðarinnar.  það var orðið fyrir löngu ljóst að "flokkurinn" var búinn að samþykkja icesave 16. júlí í sumar.  Þá samþykkti Alþingi þau grundvallarviðhorf, að almenningur á Íslandi bæri ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis. 

En einu sinni var þjóðinni boðið upp á í beinni útsendingu, leikrit þar sem fyrst og síðast var komið í veg fyrir nýtt Ísland.  Hjá þessu liði snýst þetta fyrst og fremst um að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum.

Rúmu ári eftir hrun rekur allt á reiðanum, fyrirtæki fara á hausinn, heimilin verða eignalaus og þúsundir manna þurfa aðstoð við nauðþurftir hjá hjálparsamtökum.  Þetta skal vera í síðasta skipti sem ég læt stjórnmálamen ræna tíma mínum í beinni.  Þetta var ömurleg leiksýning og miðaverðið með því hæsta á byggðu bóli.

 


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir að mæta á bessastaði á morgun að mótmæla þessari nauðgun á Íslandi!

Geir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:04

2 identicon

Landráð er það og skal réttilega heita.  Það sem gott er í stöðunni er að inn á InDefence  undirskriftarlistann hafa þúsundir bæst við í kvöld, og að 33 þingmenn frömdu pólitískt hópsjálfsmorð.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Satt er það Guðmundur en í leiðinni myrtu þeir framtíðarvonir tugþúsunda ungra Íslendinga.

Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:31

4 Smámynd: Andrés.si

Ég fékk á tilfinningu að öll símtöl til stjórnarandstöðu og tölvu pósta samskipti kom í gegnum þriðja aðila frá ríkistjórninni GB  og Holland.  Þeir hafa misreiknað eitthvað og eru nú í súpunni. Og við með þeim sjálfsagt.

Andrés.si, 31.12.2009 kl. 00:50

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Framtíð Íslendinga hefur verið hneppt í fjötra.  Á þessu landi munu fæðast skuldaþrælar næstu áratugina.  Þingmenn allra flokka eiga það sameiginlegt að hafa misst sjónar á því í þessari icesave glímu, hvað eru skuldir einkafyrirtækis og hvað heyrir þjóðinni.  Skýringin getur ekki verið önnur en sú að þeir eru hræddir við að rotið stjórnkerfið falli og þeir missi þar með lífsviðurværi sitt. 

Andrés hittir naglann á höfuðið, öll rök í þessu máli komu frá GB og Hollandi.  Alþingi leifði aldrei hjarta Íslendingsins að ráða, því eru þetta svik við þjóðina.

Magnús Sigurðsson, 31.12.2009 kl. 09:31

6 Smámynd: Andrés.si

Málið er að Íslendingar líta á síg sem mikilvæg þjóð. Það er rang en rétt er að margt byrja hérna með aðstöð erlenda ríkja eða  stór fyrirtæki.  Nefna má til dæmis tilrauna markaðin fyrir alskonar varning.  

Svo þetta kemur Íslendingum kannski gott því undanfarin ár var hér sérstaklega bara í höfuðborgini ekkert nema snobb aðalega af óhæfu fólki, sem var að vefja með einhver háskóla próf.  Rugl í ruglinu er að þanig próf er algilð en og als ekki hæfilekar mannsins.  Þetta óhæf fólk með eða án menntunar fór illa með alla.  En þeir voru heppnir, því bakvíð stendur stróri karl, kannski herinn eða annað sem tengir aljþoðlegt umhverf.  Þetta er eini skyrinig um hryðjuverka lagasetningu á íslendinga.  Þeir einfaldlega gerðu eitthvað af sér, færðu penninga fyrir einhver oflugan.  

Andrés.si, 31.12.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Andrés;  það er hætt við því að "óhæfa fólkið" sem hreiðrað hefur um sig í stjórnkerfinu muni eiga eftir að skuldsetja og skattleggja fjöldann sem aldrei fyrr til eigin framfærslu.

Á íslandi fæðist því ekki lengur saklaus börn heldur skuldaþrælar.  Þetta mun verða til þess að fólk yfirgefur landið sitt.

Magnús Sigurðsson, 31.12.2009 kl. 17:27

8 Smámynd: Andrés.si

Alveg satt hjá þér Magnús. Ég má bæta hér við að í morgun um 10 leyti sagði ég Össuri á Bessastöðum um að hann er búin að vera, og með því sem gerðist ígær kom en meira drulla á sálina hans.  Svarið var.  "Gúð blessi ykkur."

Er það svar?

Andrés.si, 31.12.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband