Síðan hvenær?

Síðan hvenær hefur ríkisstjórnin farið á HM í fótbolta? Ef ég man rétt þá hefur það einu sinni komið upp á að ráðherra hefur farið á kostnað skattgreiðenda til að vera á meiriháttar íþrótta viðburði.

Það var þegar "kúlulánadrottningin" fór ásamt eiginmanni á úrslataleikinn í handbolta á OL 2008, korteri fyrir hrun. Þetta þótti alls ekki sjálfgefið þá, himinhár ferðakostnaður, dagpeningar og alles í boði skattgreiðenda. Enda veitti þeim hjónum víst ekki af sporslunum eins og í ljós kom þegar afskriftareikningurinn var möndlaður skömmu seinna.

Hingað til hefur það þótt nægja að almenningur borgi undir forsetann og frú sem fulltrúa ríkisins þegar leikir sem hafa auglýsingagildi eru á dagskrá. Ætlar sjálftökuliðið að fara að koma þeim sið á að allt heila slektið ferðist á kostnað þjóðarinnar í hvert sinn sem íslenskir íþróttamenn standa sig vel í alþjóðlegum samanburði?

Svo ætti blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina að kynna sér hvar Ólumpíuleikarnir fóru fram 2008 og hvaða stjórnmálamenn voru viðstaddir leikana og af hverskonar völdum. Það má nota google til þess.


mbl.is Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband