Midnight Special

IMG_8802

Eitt af því magnaða við að búa á Íslandi eru sumarnæturnar. Í dag 21. júní eru sumar sólstöðurnar og um allt land var einstakt bjartviðri í byrjun þessa sólstöðu sólarhrings, þannig að flestir áttu möguleika á mögnuðu miðnætti. Frá því ég man eftir mér þá hefur þessi tími árs haft svefnleysi í för með sér, ég hef einfaldlega ekki tímt að sofa.

Eins var það þegar ég dvaldi á 69°N í Noregi, þar hnitaði sólin himininn hátt um miðnættið. Þar var staður í fjöru, sem mátti njóta miðnætursólarinnar við vaggandi öldunið. Stundum var brekkan upp af fjörunni svo þéttsetin aðdáendum miðnætursólarinnar það líktist áhorfendaskara á HM, nema þar var andaktin fyrir sólstöðunum þannig að ekkert heyrðist víkingaklappið, né húh, þó svo það hefði verið við hæfi.

Síðastliðna nótt var andvökubjört og tær og fór svo að hún var tekin fram undir morgunn, aðallega í Hjaltastaðaþinghánni, að mestu án áhorfenda nema þá nokkurra furðufugla.  Myndbrotin sem hér fylgja eru tekin frá  kl. 10 í gærkvöldi til kl. 2 í nótt.

 

 


Bloggfærslur 21. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband