Hús úr hassi

DtkMeVnWkAIQrXF

Þó undarlega kunni að virðast þá er farið að byggja hús úr hassi, eða kannski réttara sagt hampi, sem er jurt af þeirri ætt er gefur af sér kannabis. Hollenska fyrirtækið Dun Agro hefur um nokkurt skeið framleitt vörur úr hampi og hefur nú hafið framleiðslu húsa úr þessari jurt. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í að steypa húseiningar úr hampi og telja sig geta afhent 500 hús á ári. Heimasíðuna má skoða hér.

Dun Agro er ekki fyrsta fyrirtækið sem hefur reynt að byggja hamphús. Hins vegar segjast þeir vera fyrstir til að takast það með einhverjum árangri. Þeir vilja meina að eitt af því jákvæðasta við þessi hús sé kolefnisporið. Hampurinn í hús taki til sín ca 13.500 kg af CO2 við það eitt að vaxa, hann er síðan uppskorinn og bundinn í steypu hússins ásamt kolefninu. Það þarf mikil vísindi til að umreikna rúmál ósýnilegrar loftegundar í sýnilegan massa með jákvæðu kolefnisspori í húsi úr hassi, gott ef ekki hugvísindi.

hennepverwerkingsbedrijf-dun-agro-hemp-concrete-con158-6

Hér sést í endan á steyptri hampveggs einingu frá Dun Agro 

En hversu raunhæft er notagildi hamps burtséð frá kolefnissporinu? Ef eitthvað er að marka Vísindavef Háskólans nær saga hampræktunar árþúsundir aftur í tímann. Samkvæmt kínverskri goðsögn færðu guðirnir mannkyninu eina plöntu að gjöf sem átti að uppfylla alla þarfir þess og var plantan sú formóðir allra kannabis- og hampplantna í heiminum.  Mikilvægi hamps og notagildi hans hefur ekki síst legið í því hversu trefjaríkir stofnar plöntunnar eru. Trefjarnar mátti nota í klæði, segl, reipi, pappír og margt fleira. Sem dæmi var hampur notaður bæði í segl og kaðla á tímum landafundanna miklu. Greinina um hamp á vísindavefnum má nálgast hér.

Hamp er hægt að rækta hér á landi, og þá á annan hátt en við raflýsingu til ólöglegra nota. Fyrstu skráðu heimildir um ræktun á hampi á Íslandi er að finna í bréfi sem Vísi Gísli sendi syni sínum árið 1670 þar sem hann segir frá tilraunum sínum með að rækta innfluttar plöntur. Fyrir rúmum áratug var gerð tilraun með ræktun á iðnaðarhampi úti í guðs grænni náttúrunni norður í Eyjafirði og gekk ræktunin vel. Um notkunar möguleika hampsins má einnig fræðast í BB hér.

Það hefur verið talið, þar til fyrir skemmstu, að sá sé í besta falli "steiktur hasshaus", sem hefði látið sér detta í hug að byggja hús úr hassi. En eftir að tilvist heimsins byggist orðið að mestu á hinu ímyndaða kolefnisspori og reiknikúnstum sem má líkja við gullgerðalist, þarf sá ekki að vera neitt "steiktur" sem lætur sér til hugar koma að byggja og selja hús úr hassi þó ekki væri nema kolefnissporsins vegna. Þó svo sporinn hræði þá virðist hampur veraverulega misskilin jurt.

hampur_litil_221015

Waking Times


Bloggfærslur 15. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband