Skammtaður skilningur

Það er stundum sagt að til að geta tekið rétta ákvörðun þurfi að búa yfir upplýsingum. Enda lifum við á öld upplýsinga, fjölmiðla og samfélagsmiðla. En hvað ef upplýsingarnar sem virðast réttar eru rangar? Hvort sem það er trúarleg þekking eða upplýsingar um hvernig eigi að bæta líf manna almennt, hefur þeim verið útdeilt af stofnunum í gegnum söguna. Allt frá goðsögulegum seiðmönnum til vísindamanna nútímans hafa upplýsingar á hverjum tíma verið sagðar réttar. Nú á tímum útdeila ríkisvaldið og fjármagnseigendur upplýsingunni til fjölmiðla.

Upplýsingar hafa alltaf haft tilgang, hafi þær á annað borð verið birtar. Þær eru gefnar í skömmtum s.s. „vísindamenn hafa nýlega uppgötvað,,“, „greiningadeildir bankana hafa reiknað,,“ osfv. Nútíminn er orðin yfirfullur af innrætingu sem skipulega er útdeilt á fjöldann. Upplýsingum er komið á framfæri af hagsmunadrifnum fjölmiðlum í formi frétta til gera skoðanamyndun einsleitari og auðvelda fólki ákvarðanir. Þetta er gert markvist með því að stilla upp góðu gagnvart vondu s.s.; þróað á móti vanþróað; löglegt eða ólöglegt osfv, með svart hvítum sannleika samanfléttuðum með djúpum vísindalegum sannindum þeirra sem eiga að vita betur.

Almenningur er hvað eftir annað losaður við óþægilegan raunveruleika með upplýsingum sem helga meðalið. Þar getur ímyndunin ein umhverft sannleikanum og allri tilfinningu fyrir því sem er rétt. Slíkan blekkingaleik má víða sjá í fjölmiðlum, t.d. þar sem barist er með drápum fyrir friði, stríði gegn hryðjuverkum, hamfarahlýnun með aukinni skattheimtu osfv sofv. Undir stöðugu áreiti upplýsinga hverfur smá saman gagnrýnin hugsun og meðvituð athugun. Og þegar ekki verður lengur skilið á milli sannleika og trúarbragða þá umverpist veruleikinn og ímyndunin ein tekur við sem hið rétta.

Við lifum í samfélagi þar sem langt er frá því að allt sé eins og sýnist. Veruleikinn er framleiddur af stjórnvöldum, stórfyrirtækjum, þrýstihópum, stjórnmálaflokkum og fjölmiðlum í þeirra eigu. Því ætti alltaf að spyrja „Hvað er rétt?“ Og takmarka fjölmiðlanotkun vegna þess veruleika sem þar er framleiddur á háþróaðan hátt. Annars sitjum við undir stöðugu áreiti gervi veruleika og falsfrétta. Upplýsingar og fréttir nútímans snúast meira um ímyndarstjórnun en það að upplýsa fólk, að hafa áhrif á huga er gróðavænlegra en að upplýsa.

Lokatakmark upplýsinga er stjórnun, óbrenglaðar hafa þær alltaf verið hættulegar valdinu, eins og trúarlegar og félagslegar stofnanir hafa lengi vitað. Ríkjandi upplýsingar leitast við að búa til leiðandi fyrirsagnir, ritskoðaðar fréttir, klipptar og hljóðsettar fréttamyndir. Sem neytendur fjölmiðla erum við að takmarka skilning okkar og samþykkja óraunveruleika.


Bloggfærslur 1. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband