The Totalitarian Tiptoe

Það er svo merkilegt að það hefur enginn þingmaður getað bent á hver ávinningurinn fyrir þjóðina er með því að samþykkja 3. orkupakkann. Þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið benda til þess að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telji orkupakkann vondan, en ráðamenn þykjast vita betur og fara gegn þjóðarvilja.

Einna helst er á þingmönnum að skilja að hendur þeirra séu bundnar vegna ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, frá 5. maí 2017, þar sem átta gerðir eru teknar upp í EES-samninginn og samþykkt af íslenskum embættismönnum með fyrirvara um samþykki alþingis.

Núverandi ríkisstjórn tók við völdum þann 30. nóvember 2017 eftir að nýtt alþingi hafði verið kjörið. Framsóknarmenn og VG liðar voru ekki í ríkisstjórn þegar embættismenn samþykktu ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar með fyrirvara um samþykki alþingis.

Til hvers er lýðræðið og til hvers eru kosningar, ef fara á eftir því sem embættismenn ríkisins skrifuðu undir, fyrir stjórnarskipti sem komu til eftir lýðræðislegar kosningar?

Eru það kannski svona aðferðir, sem notaðar eru til að hundsa lýðræðislegan vilja kjósenda, sem flokkast undir djúpríkið?

Það er engu líkara en blessaður sakleysinginn, sem situr á stólum ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra auk þess starfandi dómsmálaráðherra, viti hreinlega ekki hvað máltækið "að læða tánni inn fyrir þröskuldinn" merkir.

Og ætli að láta nægja að væna þá sem á það benda um að afvegaleiða umræðuna. Þegar skildan býður að skýra það út fyrir almenningi hvaða hag hann hefur af 3. orkupakkanum. 


mbl.is Viljandi verið að afvegaleiða umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband