Gjaldþrota lífskjarasamningar

Það er varla að maður þori að leggja orð í belg á þessum helga degi þegar hver málsmetandi maðurinn um annan þveran keppist við að mæra nýgerða "lífskjarasamninga". Ég hygg þó að verkalýðsforinginn af skaganum fari nokkuð nærri því að hitta naglann á höfuðið þegar hann fer fram á afsökunarbeiðni frá hyskinu.

Það var hátt reitt til höggs gegn sjálftökuliðinu, sem sópar í sína eigin vasa, þegar kom að kröfugerð, sem þó verður að teljast hafa verið hógvær hvað varðar lægstu laun. Nú liggur það fyrir að lægstu laun hækka um 17.000 kr og 26.000 kr eingreiðsla kemur til í formi orlofsuppbótar.

Rúsínan í pilsuendanum varðandi láglaunafólkið er svo 10.000 kr skattalækkun sem kemur til framkvæmda í fyrsta lagi á næsta ári. Þangað til má láglaunafólk greiða 40-50% af sautjánþusundkallinum og orlofseingreiðslunni í skatta og gjöld.

Varðandi vexti og verðtryggingu er orðalagið svo loðið að finna má mun meira afgerandi orðalag um bætta tíð húsnæðislánþega í stefnuskrám þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu 10 ár. Ríkisstjórnin ætlar að "skoða", "huga að", "athuga í samráði við sérfræðinga", "skoða aukna hagræna hvata" osfv. frá árinu 2020.

Í upphafi skildi endirinn skoða. Það var lagt af stað með að lægstu laun næðu 425.000 kr, nú er komið í ljós að þau verða 368.000 eftir fjögur ár. Hækka strax um heil 30% eða sautján þúsund sem gerir tæp tíuþúsund eftir skatt og gjöld, þannig að sjálftökuliðið og verkalýðsfélögin fá strax sínar hækkanir að moða úr á meðan lálaunafólkið má bíða eftir rúsínunni í pilsuendanum að minnstakosti fram á næsta ár.

Hvorki sjálftökuliðið, með sínar mörghundruðþúsunda launahækkanir hviss bang, né verklýðsforingjar hafa haft hugmyndaflug til að taka út sín laun á jafn varkáran hátt og þeir ætla umbjóðendum sínum, þar hefur eingreiðslurnar jafnvel verið hafðar aftur í tímann. Það virðist ætla að nægja sjálftökuliðinu að lækka laun tveggja kvenmanna í bankastjórastöðum til að fleyta sér í gegnum brotsjóinn með fenginn hlut.

Það kæmi mér ekki á óvart í ljósi gjaldþrots WOW, sem á að hafa vakið ábyrgð og hógværð allra við lífskjarasamningaborðið, fólks á margföldum lágmarkslaununum, hafi markað upphafið að endanlegu gjaldþroti verkalýðshreyfingarinnar.


mbl.is „Ættu að biðja okkur afsökunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband