Plebbar

Það má sjálfsagt segja sama um Everest nú til dags og stundum var sagt um varnir víggirtra borga áður fyrr; "Það er enginn borgarmúr svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann". Það þótti mikið afrek þegar Hillary lét fyrstur hafa það eftir sér opinberlega í heimsfjölmiðlunum að hann hefði klifið Everest, það hafði engum dottið í hug áður. Undanfarna daga hafa verið myndir af biðröðinni upp á fjallið í öllum fjölmiðlum heimsins. Fyrir nokkrum dögum birtist frétt af ofboðslega ríkum Íslendingum sem komust fram fyrir biðröðina.

Tímarnir breytast og mennirnir með. Fram undir síðustu aldarmót þótti það ekki gott til afspurnar að miklast af óverðskulduðum afrekum í krafti auðs. Menn hreinlega forðuðust þannig afspurn eins og heitan eldinn. Það voru annarskonar verðleikar sem voru hafðir í frammi þegar koma að því að hampa fólki, en hálfgildings hetjudáðir fjármagnaðar af ofgnótt peninga. Nú eru daglegar fréttir af afrekum þeirra ríku, hvort sem um er að ræða Everest eða mörg þyrluflug á dag í veislur á milli vina.

Upp úr 1980 sungu Stuðmenn, "Hann er einn af þessum stóru, sem í menntaskólann fóru og sneru þaðan valinkunnir andans menn. Ég sá hann endur fyrir lögnu, í miðri Keflavíkurgöngu, hann þótti helst til róttækur og þykir enn. Já hann er, enginn venjulegur maður, og hann býr, í næsta nágrenni við mig, og hann er alveg ofboðslega frægur, hann tók í höndina á mér, heilsaði mér og sagði: KOMDU SÆLL OG BLESSAÐUR ég fór gjörsamlega í kút. Hann sagði: KOMDU SÆLL OG BLESSAÐUR ég hélt ég myndi fríka út."

Hljómsveitin Stuðmenn voru ekta Íslensk hljómsveit af gamla skólanum og nutu gífurlegra vinsælda sem slíkir. Þeir sungu á íslensku fyrir Íslendinga. En Stuðmenn náðu ekki að halda cool-inu og duttu niður á plebba planið korteri fyrir "hið svo kallaða hrun". Þá héldu þeir bæði tónleika í Kaupmannhafnar Tívolíinu og Royal Albert Hall í London.  Landinn flykktist í flugi fram og til baka í kringum sama miðnættið, svo hægt væri að sjá og heyra hina "heimsfrægu" Stuðmenn kynna íslensku slagarana sína á ensku.

Svona gera náttúrulega bara alvöru plebbar.


mbl.is Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband