Að öllum rangfærslum slepptum

Hvernig væri að þjóðkjörnir fulltrúar skýrðu út fyrir almenningi hvaða beinan hag land og þjóð hefur af því að gangist undir 3. orkupakkann, í stað endalausra ásakana á þá sem hafa eitthvað við málið að athuga.

Hingað til hafa flestir þeir þingmenn og ráðherrar, sem tjáð hafa sig um málið, fyrst og fremst lýst því hvernig hægt sé að réttlæta sniðgöngu við stjórnarskránna með fyrirvara um samþykki alþingis vegna sæstrengs ef og þegar þar að kemur.

Engin hefur haft fyrir því að benda á hverjir "hagsmunir heildarinnar" eru, eins og gáfnaljósið upplýsir svo pent að ráðherrar og margir þingmenn einnig hafi að leiðarljósi. Allur málatilbúnaður ríkisvaldsins og þjóðkjörinna fulltrúa hefur hingað til snúist um lagaþvætting og útúrsnúninga.

Hverjir eru hagsmunir almennings?


mbl.is Mikið fjárhagslegt bakland andstæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband