Lögfræðilegir loftfimleikar

Það er sniðugt af Umhverfisstofnun ríkisins að sekta gjaldþrota kompaní um 3.798.631.250 kr vegna aflátsbréfa ímyndaðs loftslags.

En hver ætli rökstuðningurinn sé fyrir 3.798.631.250 kr sekt á gjaldþrota WOW.

„Þú færð þessa risa­stóru sekt ef þú stend­ur ekki skil á þínum heim­ild­um,“ seg­ir Elva Rakel Jóns­dótt­ir, sviðsstjóri lofts­lags­mála og græns sam­fé­lags hjá Um­hverf­is­stofn­un, við mbl.is.

„Það er mjög af­ger­andi stefna tek­in hjá Evr­ópu­sam­band­inu í þess­um mál­um. Menn ákveða að leggja svona rosa­lega háa sekt á það ef fé­lög brjóta regl­urn­ar sem all­ir þurfa að vinna eft­ir,“ seg­ir Elva.

Hvað ætli margir lögfræðingar nái svo að mata krókinn á kostnað íslenskra skattgreiðenda á svona loftfimleikum?

Og ætli viðurlögin verði kolefnisfríar galdrabrennur ef ekki tekst að innheimta 3.798.631.250 kr sektina?


mbl.is Losunarheimildir mun ódýrari en sektin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband