Er Ólafur Ragnar málsvari almennings víðar en á Íslandi?

IMG 9728 

 

Það hefur verið athyglivert að fylgjast með þeirri umræðu sem icesave efur fengið í erlendum fjölmiðlum eftir að Ólafur Ragnar ákvað að leggja icesave lögin í þjóðaratkvæði.  Þeir sem kynnt hafa sér málið og sett það í samhengi hafa séð hversu geggjað það er að láta almenning á Íslandi bera ábyrgð á skuldum íslensks einkabanka sem starfaði erlendis. 

 

Stjórnmálamenn eru samt sér á báti, þeir lýsa nær undantekningalaust yfir ábyrgð ísensku þjóðarinnar.  Stjórnmálamenn okkar eru eingin undantekning, þegar kemur að því grundvallaratriði hvort almenningur beri ábyrgð á gjaldþrota einkabanka.  Stjórnmálamenn hafa gert sig seka um að standa með bankakerfinu gegn almenningi, eina undantekningin er Ólafur Ragnar Grímsson og eftir því hefur verið tekið.

http://www.youtube.com/watch?v=vTP3DH5YQhc&feature=player_embedded

Hér er umfjöllun úr erlendum fjölmiðlum.

"Einn lesandi ritstjórnargreinar blaðsins Independent, sem birtist í gær, tekur í sama streng. Hann segir að Icesave-skuld Íslands sé 16 þúsund dalir á hvert mannsbarn, jafnvirði 2,2 milljóna króna. Eftir fyrri heimsstyrjöld hafi Þjóðverjum verið gert að greiða 269 milljarðar gullmarka í stríðsskaðabætur en sú upphæð var síðar lækkuð í 132 milljarða marka og jafnframt gert ráð fyrir, að aðeins um 50 milljarðar yrðu greiddar. Lesandinn segir, að 132 milljarðar gullmarka svari til 200 milljarða dala á núverandi gengi. Þýska þjóðin hafi talið 60 milljónir manna og því hafi skaðabæturnar numið 3300 dölum á mann, jafnvirði 417 þúsunda króna. Þjóðverjar séu nú fyrst að ljúka greiðslu skuldarinnar, 90 árum eftir að fyrri heimsstyrjöld lauk.

„Niðurstaða: Íslenska þjóðin þarf að greiða fimm sinnum meira fyrir að fremja þann glæp að búa í landi með stórt eftirlitslaust fjármálakerfi en Þýskalandi var gert að greiða fyrir að hefja stríð þar sem fimm milljónir manna létu lífið og stór hluti af Belgíu og Frakklandi var lagður í rúst," segir lesandinn."

 

"Ég held í fyrsta lagi að Brown hafi verið geggjaður þegar hann ákvað að skattgreiðendur ættu að greiða fyrir innistæður á reikningum Kaupþings og Landsbankans og ég sé enga ástæðu fyrir því að Íslendingar eigi að „endurgreiða" ríkissjóði," skrifar Vicki Woods dálkahöfundur hjá breska blaðinu Telegraph á vef blaðsins í dag."

 

"Fyrrum forsetaframbjóðandinn Lyndon H. LaRouche, sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær undir yfirskriftinni  „hugrakka Ísland". Þar lýsir hann yfir því hvað hann sé stoltur af Íslandi og forseta Íslands. Hagfræðingurinn LaRouche, sem er níræðisaldri, á að hafa spáð því árið 2006 að Ísland yrði gjalþrota.

LaRouche var áberandi í bandarískum stjórnmálum enda hefur hann boðið sig fram í átta skipti án árangurs."

 

 


mbl.is 60% andvíg Icesave-lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Utanríkisráðherra Litháen, Vygaudas Usackas, hefur líst yfir stuðningi við Ísland en þegar hafði utanríkisráðherra Lettlands gert slíkt hið sama. Báðir segjast þeir styðja að Icesave-lögin fari í þjóðatkvæðagreiðslu og telja þeir að viðbrögð hollenskra og breskra ráðamanna vera hótanir um að Ísland verði einangrað óásættanleg.

Þegar tekin var ákvörðun um að Íslendingar myndu sækja um inngöngu í Evrópusambandi var Usackas einnig fljótur til að lýsa því yfir að Litháar yrðu fyrstir þjóða til að styðja umsókn Íslendinga að sambandinu.

MS (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 13:18

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eystrasaltsríkin styðja okkur vegna þess að þau eru sjálf að sligast undir skuldabyrðinni. Ef við komumst sæmilega frá þessu máli munu þau heimta niðurfellingu skulda. Mig grunar að þetta sé einmitt helsti höfuðverkur Breta og annarra ES-ríkja. Þeir eru skíthræddir við fordæmið. Nú sjá þeir að Gordon Brown átti aldrei að þjarma svona rosalega að okkur í hruninu. Þeir áttu að gefa eftir strax.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 15:02

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það óhugnarlega við stjórnmálamenn er hvað þeir eru viljugir til að skuldsetja þegna landa sinna til að halda uppi spilltu stjórnkerfi og í þökk gjörspillts bankakerfis. 

Lýsandi dæmi um hvað almenningi stendur til boða frá þessum öflum, kemur fram í fréttá vísi í dag.

Flugvirki á fertugsaldri segist þurfa að borga 64 milljónir meira ef hann gengur að úrræðum Landsbankans fyrir skuldsett heimili. Hann tók lán fyrir þremur árum síðan í yenum þegar hann byggði sjálfu einbýlishús í Reykjavík. Upphaflega tók hann 29 milljón króna lán að eigin sögn en eftir hrun er það komið upp í 66 milljónir rúmar.

„Það er verið að plata fólk," segir flugvirkinn sem vill ekki koma fram undir nafni þar sem hann vill ekki opinbera eigin skuldastöðu og hlífa fjölskyldu sinni við umræðunni. Hann segist hafa skoðað þau úrræði sem finna má hjá Landsbanka Íslands, þaðan sem hann tók lánið, og komist að því að fallist hann á það sem er í boði þá þarf hann að lokum að borga 145 milljónir fyrir lánið.

„Lánið fór í Greiðslujöfnun sem er öllum til boða," segir flugvirkinn og bætir við: „Ég greiði því svipað og fyrir hrun á mánuði eða um 170 þúsund krónur. Það er tengt greiðslujöfnunarvísitölu. Ef ég held mig við þann kost og klára lánstímann og 3 ára þak lánsins sem er í lögum í dag, þá enda ég á að greiða til baka 81 milljón krónur nema kjör á íslandi og krónan Breytist eitthvað stórlega."

Hann segir málin hinsvegar flækjast og sýna heldur verri mynd ákveði hann að taka tilboði bankans um að fella niður 25 prósent af höfuðstól lánsins og breyta því í íslenskt lán.

„þá eru niðurstöðurnar hrikalegar," segir flugvirkinn sem reiknaði út á vef Landsbankans að ef lánið er óverðtryggt og íslenskt, þá standi það í rétt tæpum fimmtíu milljónum. Sé lánið með 7 prósent vöxtum þá gera afborganir 379 þúsund krónur á mánuði og lánið stendur að lokum í tæplega 146 milljónum króna.

Ef lánið er verðtryggt með 2 prósentu verðbólgu og vextir 4,8 prósent, þá endar lánið í 162 milljónum króna. Mánaðarlegar afborganir verða þá 248 þúsund krónur.

„Þannig að ef ég tek óverðtryggt lán og niðurfellingu þá mun ég enda á að borga 64 milljónir meira en ég þarf að gera í þeirri stöðu sem ég er í núna," segir flugvirkinn sem hvetur fólk til þess að stökkva ekki athugunarlaust á þau úrræði sem bankinn býður upp á varðandi niðurfellingu eða breytingu yfir í íslenska mynt.

„Það er bara verið að bjóða fólki snöruna," segir flugvirkinn sem líst illa á þróun mála.

Magnús Sigurðsson, 9.1.2010 kl. 15:40

4 identicon

Bronwen Maddox, greinarhöfundur The Times, segir Íslendinga ekki hafa fjárhagslega burði til að greiða Bretum og Hollendingum til baka þann kostnað sem hinar síðarnefndu þjóðir urðu fyrir vegna falls íslensku bankanna. Því eigi Bretar og Hollendingar að slá á kröfur sínar - þeir muni hvort eð er aldrei fá upp í þær allar.

Jafnfram segir Maddox það vera miklum vafa undirorpið hvort Íslendingum beri, samkvæmt evrópskum lögum, skylda til að greiða til baka þá upphæð sem Bretar og Hollendingar lögðu út vegna landa sinna sem áttu innistæður í Icesave. Hann bendir á að íslenska innistæðutryggingakerfið hafi farið að reglum Evrópska efnahagssvæðisins, sem hafi ekki gert ráð fyrir afleiðingum kerfishruns.

Hér má lesa grein Bronwen Maddox.

MS (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 21:42

5 identicon

Svo virðist sem samúð með Íslendingum í Bretlandi sé farin að aukast verulega eftir synjun forseta Íslands á staðfestingu laga um ríkisábyrgð á Icesave. Meðal annars skrifar Ruth Sunderland grein í The Observer, sem birtist einnig á vef Guardians, með yfirskriftinni: „Íslendingar verðskulda samúð."

Í greininni kemur hún íslensku þjóðinni til varnar og segir fjárhagslegu byrðina sem leggst á hvert mannsbarn hér á landi gríðarlega, verði ríkisábyrgð samþykkt.

Hún segir ábyrgð Icesave leggjast á íslenskan almenning á sama tíma þeir séu að missa vinnuna sína og heimili.

Þá veltir Ruth því fyrir sér hvort breska fjármálaeftirlitið sem og það hollenska séu ekki ábyrg fyrir því sem fór, í það minnsta að hluta til. Undir þeirra eftirliti risu bankaútibú Landsbankans, það hafi verið á þeirra ábyrgð að veita þessum útibúum aðhald.

Að lokum segir hún það ósanngjarnt að íslenskir skattgreiðendur borgi fyrir vanhæfni stjórnmálamanna, eftirlitstofnanna og þotulið viðskiptalífsins.

Hér má lesa greinina í heild sinni.

ms (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 11:13

6 identicon

Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum.

Það var Egill Helgason sem ræddi við Michael Hudson og Lipietz, með honum var Eva Joly en þau voru stödd í París þegar viðtalið var tekið.

Lipietz segir að krafan um að Ísland greiði sé ekki að finna í tilskipun Evrópusambandsins líkt og haldið hafi verið fram. Hann segir ábyrgðina einnig liggja hjá gistiríkjunum, sem voru Holland og Bretland.

Alain er fulltrúi græningja á Evrópuþinginu en hann segir Breta vera að reyna breyta Íslandi í nýlendu sem verði neydd til þess að borga.

Bandaríski hagfræðingurinn Michael Hudson, var einnig í viðtali í þættinu en þar sagði hann Ísland eiga mjög sterka lagalega stöðu og tók því undir með Lipietz. Hann segir einnig alvarlegt mál að Breta hafi hótað efnahagslegu stríði gegn Íslandi og sýni vinnubrögð Bretana og viðleitni þeirra við að knésetja landið.

hann líkir svo íslandi við Bernie Maddoff og tekur sem dæmi þegar hann fór á hausinn og fjölmargir töpuðu peningum í kjölfarið. Þá hafi ekki verið til nægur peningur til þess að greiða öllum þeim sem töpuðu. Því var þeim úthlutað pening hlutfallslega við tap þeirra til þess að bæta skaðann. það hafi Gordon Brown einnig átt að gera en gerði ekki. Þetta, að mati Michaels, voru mistök Browns.

Hann bætti svo við að ekkert ríki fremji efnahagslegt sjálfsmorð sem hann telur Icesave samningana vera.

Öll voru þau sammála um að erlendir fjölmiðlar eru að snúast á sveif með Íslendingum. Þar er mikilvægast að Financial Times er okkur hliðhollt en það er eitt víðlesnasta viðskiptablað veraldar.

Sigrún Davíðsdóttir, pistlahöfundur RÚV í Lundúnum sagði í Silfri Egils í dag að í breskum fjölmiðlum hafi fljótlega eftir synjun forsetans komið upp mikil samúð með Íslendingum. Það geti líka tengst andúð margra Breta á Evrópusambandinu.

Hér er grein sem Hudson skrifaði í Financial Times um þetta mál 

ms (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:50

7 identicon

Um fimm hundruð einstaklingar hafa skráð sig á hollenska vefsíðu þar sem skorað er á hollensk og bresk stjórnvöld að draga til baka þá  kröfu að íslensk þjóð verði látin gjalda fyrir mistök yfirvalda og bankamanna í tengslum við fall Landsbankans.

Það eru hollenskir fjárálshyggjumenn sem halda úti blogginu www.vrijspreker.nl sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni. Þeir segja lagalegan grundvöll krafa Hollendinga og Breta vera veikann. Auk þess sé það ekki siðferðilega verjandi að fólk, sem ekkert hafi með Icesave og Landsbankann að gera, verði látið gjalda fyrir syndir bankans.

Undirskriftarsöfnunin.

ms (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:52

8 identicon

Ákvörðun forseta Íslands og mótmæli á Íslandi gegn Icesave-lögunum fer víða og segir John McManus í pistli á vef Irish Times í dag að Írar séu eins og Íslendingar nema þeir virðist ekki gera sér grein fyrir smán sinni. Ef Íslendingar geta sagt nei við skuldum bankanna  hvers vegna gera Írar ekki það sama.

„Þetta er einföld spurning: Ef íbúar Íslands geta sýnilega neitað hirða upp reikninga vanhæfu og gráðugu banka sína og fólkið sem átti í viðskiptum við þá hvers vega eigum við þá að gera það?," skrifar McManus.

Svarið er hans sögn flóknara en það. Ísland hafi gert ýmislegt síðustu átján mánuði sem írska ríkisstjórnin taldi ekki mögulegt. Í stað þess að lappa upp á bankana þá voru þeir látnir falla, hlutabréf þurrkuð út og lánveitendur bankanna, eigendur skuldabréfanna, voru neyddir til að samþykkja tap af fjárfestingu sinni.

Pistlahöfundur segir að þrátt fyrir að Íslendingar séu að berjast gegn því að endurgreiða breskum og hollenskum stjórnvöldum það sem greitt var til innistæðueigenda sé allt með felldu á Íslandi. Eyjan hafi ekki sokkið í sæ þó svo aðstæður séu erfiðari en áður.  McManus segir að annað sé uppi á teningnum á Írlandi. Laun hafi lækkað og bætur í velferðarkerfinu lækkað. Atvinnuleysi stefni í 13% og svo mætti lengi telja.

Hann segir stærsta muninn milli Írlands og Íslands vera þann að Írar hafi enn lánstraust en ekki Íslendingar á alþjóðamörkuðum. Þetta sé mögulegt vegna stuðnings frá öðrum ríkjum innan Myntbandalags Evrópu. Enda hafi þau fáa kosti í stöðunni þar sem það hefði víðtæk áhrif á evruna.

Hér er hægt að lesa pistilinn í heild

ms (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 08:28

9 identicon

Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980.

Þetta kemur fram í grein sem Wijnbergen skrifar á vefsíðu nrc handelsblad. Wijnbergen gegnir nú prófessorstöðu við háskólann í Amsterdam en hann vann áður um 13 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Þar kom hann að framkvæmd Brady áætlunarinnar fyrir Mexíkó á sínum tíma. Samkvæmt henni voru erlendar skuldir landsins afskrifaðar um 40%. Þetta leiddi til þess að erlendar fjárfestingar flæddu að nýju inni í landið og Mexíkó tókst að rétta úr kútnum eftir alvarlega fjármálakreppu.

Í grein sinni húðskammar Wijnbergen fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, fyrir afstöðu hans í málinu og það sem hann kallar siðprúðu sveitina (morality brigade) í Hollandi sem hafi risið upp á afturfæturnar í vandlætingu sinni yfir því að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir sínar.

Þá furðar Wijnbergen sig á ummælum Age Bakker forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í hollenska sjónvarpinu um að aðstoð AGS við Ísland myndi frestast vegna Icesavemálsins. Wijnbergen segir að aðstoð AGS við Ísland hafi ekkert með Bakker að gera. Ákvarðanir AGS á Íslandi séu á borði framkvæmdastjórnar sjóðsins en ekki í höndum Bakker.

Wijnbergen segir að Wouter Bos, og Gordon Brown, hafi ákveðið einhliða að bæta innistæðueigendum á Icesave tap sitt langt umfram þá upphæð sem reglugerðir geri ráð fyrir. Í Bretlandi upp að 50.000 pundum og í Hollandi upp að 100.000 evrum. Síðan hafi þeir tveir skellt þessum aukaskuldum á herðar Íslendinga. Það sé svo undarlegt að Bos hafi ekki spurt hollenska þingið um hvort hann hefði leyfi til þess að auka þannig innistæðutrygginguna á Icesave.

Wijnbergen nefnir þá staðreynd að erlendar skuldir Íslands nemi nú 300% til 390% af landsframleiðslu landsins. Skuldakreppan í þriðja heiminum á níunda áratug síðustu aldrar hafi kennt mönnum hverning eigi að taka á slíku vandamái.

„Að krefjast fullrar endurgreiðslu í þessum kringumstæðum leiðir bara til slíks umróts að kröfuhafar fái enn minna í sinn hlut en ef þeir myndu draga úr kröfum sínum," segir Wijnbergen. „Kröfuhafar eigi ekki að starfa hver fyrir sig. Alþjóðasamfélagið á ekki að leyfa Brown og Bos að krefjast þess að fá forgang umfram aðra kröfuhafa. Einhverjir, hugsanlega Norðurlöndin, ættu að samræma aðgerðir kröfuhafanna."

MS (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 14:21

10 identicon

Martin Wolf einn af ritstjórum blaðsins Financial Times ritar grein í blaðið í dag þar sem hann ítrekar skoðanir sínar um að Íslendingar hafi engar siðferðilegar skyldur til að borga Icesave skuldir og hinar lögfræðilegu séu óljósar. Hann segir að það hafi verið brjálæði af hálfu fjárfesta að treyst íslenskum stjórnvöldum þegar þau sögðu að Icesave innistæðurnar væru tryggðar.

Wolf segir að Bretar og Hollendingar ættu strax að hætt að níðast á Íslendingum og hann telur hótanir Lord Myners viðskiptaráðherra Bretlands um að eyðileggja framtíð Íslands vera skammarlegar. Byrðarnar sem núverandi Icesave samkomulag leggur á herðar almennings á Íslandi séu sérstaklega íþyngjandi.

Wolf dregur svo fram rök Breta fyrir Icesave samkomulaginu m.a. þau að Íslandi fá langt tímabil áður en afborganir af láninu hefjast og að eignir Landsbankans muni skila um 90% upp í skuldina. „Ef svo mikil verðmæti eru í eignunum afhverju er skuldin þá ekki afskrifuð að fullu og eignirnar teknar yfir í staðinn?" spyr Wolf. „Það væri örlátur gerningur."

MS (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:18

11 identicon

Ríkisstjórn Noregs verður að taka sjálfstæða ákvörðun og tryggja að Ísland fái lán frá alþjóðasamfélaginu, óháð Icesave-málinu. Þetta er ályktun stjórnar and-Evrópusamtakanna „Nei til EU“ í Noregi, sem þau hafa sent frá sér í tilkynningu.

Þar segir að yfirfangur ESB-ríkjanna Bretlands og Hollands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sé alvarlegt mál og honum verði að linna. Segir þar að Íslendinga eigi að þvinga til að greiða milljarða sem muni setja efnahag landsins í erfiða skuldastöðu og veikja landið sem velferðarríki.

Þar segir að einungis sé sanngjarnt að þjóðin fái að segja sitt í atkvæðagreiðslu um málið. „Alþjóðasamfélagið verður að virða sjálfsákvörðunarrétt Íslands og rétt þess til þess að fá mál sitt útkljáð eftir löglegum leiðum. Bæði Alþingi og forsetinn hafa tekið það fram að Ísland muni standa við þær skuldbindingar sem allir veðri sammála um að það beri. Þess er krafist að fjárhagsaðstoðin frá Noregi verði ekki tengd málinu á neinn hátt, vegna yfirgengilegra krafna frá Bretum og Hollendingum.

„Það getur ekki verið Noregi í hag að eyríkið verði fátækt land með litla velferð. Þvert á móti ætti Noregur að auka stuðning sinn við Ísland, ef hann getur á einhvern hátt aðstoðar örvætningarfulla nágrannaþjóð sína,“ segir í lok tilkynningarinnar. Greint er frá þessu á norska fréttavefnum e24.no.

visir.is (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 14:10

12 identicon

Norðmönnum ber að veita Íslendingum aðstoð með lánveitingu til lengri tíma. Til framtíðar litið gæti bandalag landanna tveggja reynst skynsamleg ráðstöfun með sameiginlegri mynt og fiskveiðistjórnun. Þannig skrifar Øystein Noreng, prófessor við Viðskiptaháskólann BI, í aðsendri grein í norska dagblaðinu Dagsavisen.

„Íslendingar hafa góðar ástæður fyrir því að hafna samkomulagi við Bretland og Holland um bætur vegna þess sem tapaðist á Icesave-reikningunum. Réttarstaðan er óljós, breskir og hollenskir innstæðueigendur völdu sjálfir að taka áhættu með því að leggja peninga sína inn á íslensku netreikningana. Þeir voru lokkaðir með loforð um háa vexti, en á móti kom að áhættan var einnig há og það hefðu þeir átt að gera sér grein fyrir. Eigandinn, Landsbankinn var banki í einkaeigu, og naut því ekki ríkisábyrgðar. Breskir og hollenskir innstæðueigendur njóta verndar af innstæðutryggingum heimalanda sinna, þeim var aldrei lofuð íslensk ríkistrygging á áhættusömum innstæðum sínum,“ segir Noreng.

Hann bendir á að í ljósi þessarar forsögu ráðleggi margir málsmetandi álitsgjafar, þeirra á meðal Martin Wolf í Financial Times, Íslendingum frá því að samþykkja samkomulagið og greiða. „Fleiri sem kynnt hafa sér málið telja að íslenska ríkinu sé samkvæmt alþjóðlegum og evrópskum reglum alls ekki skylt að greiða bætur til handa innstæðueigendum og að Bretar gætu alls ekki verið öruggir um að vinna hugsanleg málaferli vegna þessa.“

Noreng rifjar upp að þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota haustið 2008 hafi erlendir lánadrottnar ekki fengið neinar bætur úr hendi bandarískra stjórnvalda, en innstæðueigendum í Bandaríkjunum fengu innstæður sínar bættur úr hendi seðlabanka landsins. Bendir hann á að norsk sveitarfélög hafi keypt í skuldabréf af Citibank sem gefin voru út af Lehman, en að ekki hafi komið til greina að biðja Washington um að greiða bætur vegna þessa.

„Í stuttu máli er pólitíski bakgrunnurinn sá að Gordon Brown ákvað upp á eigin spýtur í október 2008 að loka á starfsemi Icesave í Bretlandi án nokkurs samráðs við íslensk stjórnvöld um mögulegar lausnir. Því næst notaði Brown hryðjuverkalög til þess að frysta eignir íslenska ríkisins og íslenska seðlabankans í Bretlandi. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu íslensk stjórnvöld haft möguleika á því að semja við innstæðueigendur um takmarkaðar bætur til viðbótar við þær upphæðir sem breskar og hollenskar innstæðutryggingar tryggðu.

Brown forsætisráðherra vildi hins vegar átök. Í aðdraganda komandi þingkosninga vonar hann að Icesave-deilan gagnist honum. Bretland getur orðið næsta land innan Evrópu sem fer í þrot og þarf hugsanlega síðar á árinu að leita sér aðstoðar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Allt útlit er nú fyrir það að íslenska þjóðin muni hafna samkomulaginu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Að mati Øysteins Norengs virðast óhjákvæmilega þrjár lausnir blasa við Íslandi. Fyrsta leiðin sé að landið reyni að spjara sig á eigin spýtum og treysti því að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beiti landið ekki þrýstingi. Að svo miklu leyti sem Ísland geti fengið lán frá AGS, án þess að Icesave-málið leysist, þá sé von til þess að hagvöxtur verði í landinu á ný eftir nokkur ár en í millitíðinni munu lífskjör versna, skrifar Noreng.

Önnur lausn sé að leitað verði aðstoðar hjá Norðmönnum. „Noregur er leiðandi lánadrottinn og fjárfestir í heiminum í dag og hefur alla fjárhagslega burði til þess að aðstoða Ísland. Auðvitað ber Norðmönnum ekki að greiða bætur vegna þess sem tapaðist í Icesave, en þeir gætu boðið langtímalán sem getur aðstoðað Íslendinga við að ná undir sig fótunum á ný. Vissulega þarf að setja ströng skilyrði og kröfu um að tekið verði til í íslensku fjármálalífi með hugsanlegum málaferlum á hendur þeim sem ábyrgð bera á íslensku bankakreppunni.

Íslendingum stendur hins vegar þriðja leiðin fær og það er leita ásjár Rússa, sem eru hægt og bítandi sjálfir að rétta úr kútnum fjárhagslega séð. Rússar búa yfir gjaldeyrisforða sem gæti komið Íslendingum til góða. Reikna má með að það veki andstöðu veiti Rússar Íslendingum aðstoð, sem væntanlega styrkir fjárhagsleg og stjórnmálaleg tengsl landanna tveggja. Rússland myndu þá verða mikilvægt viðskiptaland fyrir Ísland og uppspretta fjármuna og hugsanlega einnig matvæla. Slík lausn gæti reynst Rússum vel og gæti veitt þeim nokkurs konar fótfestu á Íslandi og aukið áhuga þeirra á Norður-Atlantshafinu og styrkt stöðu bæði Íslendinga og Rússa í Norður-Atlantshafinu gagnvart Noregi.“

Øystein Noreng sér slíkri lausn allt til foráttu og bendir á að fyrir Norðmenn væri þetta ekki góð þróun, þar sem þeir yrðu í verri samningsstöðu gagnvart tveimur lykilkeppinautum í Norður-Atlantshafi. „Með fjárhagslega og stjórnmálalega fótfestu á Íslandi myndu Rússar styrkja stöðu sína gagnvart Noregi þegar kemur að norðurhveli jarðar. Sökum þessa er það beinlínis í hag Norðmanna að rétta Íslendingum hjálparhönd á núverandi tímapunkti. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Norðmenn þrýsti á um það gagnvart AGS að hann samþykki fjárhagsáætlun Íslands. AGS hefur um margra áratuga skeið haft stranga markaðshyggju í anda Bandaríkjanna á stefnuskrá sinni.“

Að mati Norengs væru fyrsta skrefið í aðstoð Norðmanna fólgið í því að leyfa Íslendingum að taka upp norsku krónuna auk þess sem norska fjármálaeftirlitið ætti að hafa eftirlit með íslensku fjármálalífi.

„Fjármálalífið á Íslandi er einsleitt og brothætt og sagan sýnir að Íslendingar hafa ekki verið heppnir með peningamálastefnu sína. Duglegum starfsmönnum íslenska fjármálaeftirlitsins hafa fengið gylliboð frá einkareknu bönkunum. Afleiðingin er kreppa og gjaldþrot.

Fyrir Ísland myndi sameiginleg mynt með Noregi fela í sér að landið fengið stöðugan gjaldmiðil og gengisáhættan myndi minnka sem svo eftir myndi þýða að innstæður almennings væru betur tryggðar þó vissulega væru vextir reikninganna lægri,“ skrifar Noreng. Tekur hann fram að Íslendingar yrðu vissulega að aðlaga sig að peningamálastefnu Norðmanna verði myntsamstarfið að veruleika.


Næsta skref, að mati Norengs, gæti verið aukið samstarf í fjármálum landanna, með aukinni samvinnu á sviði hafréttar- og fiskveiðistefnu, jafnvel sambærileg gagnkvæm réttindi borgara landanna tveggja. Telur hann ljóst að slík samvinna gæti gæti einnig staðið Færeyingum og Grænlendingum til boða.

„Gagnvart ESB og Rússlandi myndu samband Íslendinga og Norðmanna standa sterkara. Gagnvart ESB myndu Íslendingar og Norðmenn standa sterkari saman, hvort sem löndin tvö velja að standa utan við sambandið eða velja á síðari tímapunkti að sækja um aðild,“ skrifar Noreng.

Grein Øysteins Norengs í Dagsavisen

mbl (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 18:16

13 identicon

Nei til EU samtökin í Noregi krefst þess að norsk stjónvöld veiti Íslendingum meiri aðstoð og segir í yfirlýsingu að það geti ekki þjónað hagsmunum Noregs að Ísland verði fátæktarland með velferðarkerfi sitt í molum.

Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no en Nei til Eu er eins og nafnið bendir til samtök gegn aðild Noregs að ESB. Samtökin sendu frá sér mjög harðorða yfirlýsingu um málið í gærdag þar sem segir að stoppa verði ruddaskap ESB landanna Bretlands og Hollands ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í garð Íslands.

Fram kemur í yfirlýsingunni að Nei til Eu samtökin telji það sanngjarnt að almenningur á Íslandi fái að láta álit sitt í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave frumvarpið vegna þeirra víðtæku áhrifa sem frumvarpið hefur í för með sér fyrir þjóðina.

„Alþjóðasamfélagið verður að viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt Íslands og réttinn til að leita til dómstóla með málið," segir í yfirlýsingunni. „Bæði Alþingi og forsetinn segja skýrt að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar."

Þá gerir Nei til EU þá kröfu til norskra stjórnvalda að efnahagsaðstoð frá Noregi megi ekki binda við óheyrilegar kröfur frá Bretlandi og Hollandi. „Þvert á móti ber Noregi að auka stuðning sinn við Íslendinga þar sem slíkt muni hjálpa nágrönnum í vanda,"

ms (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 12:30

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Enn bætist í hóp þeirra sem standa með íslenskum almenningi í baráttunni við icesave óværuna.  Stofnuð hefur verið síðan Save the people of Iceland, þar sem bent er á að íslendingar kunni að verða þeir fyrstu sem losa sig undan skuldaþrældómi bankanna. 

The people of Iceland have made a stand against the corrupt central banking system that has enslaved the world to contrived debt and they desperately need the support of the people of the world.

Think Iceland is insignificant? Well think again folks because what happens there will soon be mirrored in other countries around the globe, including yours.

YOU can make a difference in this issue, and it truly is an issue that really does affect each and every one of us on the most basic level.

The weight of an international campaign could be the very thing that turns the tide in their favor.

Please support these brave people in their endeavor to gain freedom from financial slavery by visiting the link below and signing the petition.

 

Sign the Petition

Magnús Sigurðsson, 18.1.2010 kl. 15:37

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nokkur komment af síðunni Save the people of Iceland:

# 1,984:
7:52 am PST, Jan 18, Michelle Purcell, Denmark
# 1,983:
7:42 am PST, Jan 18, C. D. Wright, Idaho
I would urge the people to clean out their parliment of the members who obviously represent bank interests instead of the people of Iceland.
# 1,982:
7:32 am PST, Jan 18, Adrian Rides, United Kingdom
Brave people of Iceland, your example shows the way - We should all refuse to pay, bring this rotten system down and free ourselves
# 1,981:
7:31 am PST, Jan 18, Francisco Gonzalez, Canada
# 1,980:
7:31 am PST, Jan 18, Steve X, United Kingdom
Private losses should never be public ones. It's superb that the Icelandic people have enough democratic rights to be able to decide their future in a referendum. Here in Britain the bankers and corporations own the government.
# 1,979:
7:26 am PST, Jan 18, Barrett Benton, New York
This incident is a little reminder that (1) almost any country can find itself in the crosshairs of such an organization, and (2) IMF does NOT stand for "It's My Friend."
# 1,978:
7:20 am PST, Jan 18, Derry McCarthy, Ireland
The people of Iceland should not he held accountable for the debts of a private company. This worldwide phenomena of privatizing gains and socializing losses where hard working people are held hostage to a small banking oligarchy backed by central banking and government must end, hopefully the people of Iceland will lead the way for more to follow.
# 1,977:
7:12 am PST, Jan 18, Matthew Montgomery, New Jersey
# 1,976:
7:12 am PST, Jan 18, Neil Ambrus, New Jersey
# 1,975:
# 1,974:
7:04 am PST, Jan 18, Adi Benea, Romania
Power to the people!
# 1,960:
6:26 am PST, Jan 18, David Visentin, Canada
The extension of debt is a real risk the lender knowingly assumes, in a relationship which is founded upon the satisfication of mutual self-interest. This relationship was struck with legal entities which now no longer exist. They are dead and gone. To assume the further extension of the relationship to now make debtors of the Icelandic people, in the aftermath of of the dissolution of the Icelandic banking entities, is a form of arrogance and desperation which only seek self-interest with not one thought of mutuality. Reparations demanded with no thought to whose innocent pockets repayment is made, is a form of self-blinded tyranny and reckless disregard. This is not a solution. And the Icelandic government must not place the country and its people at further risk simply in an attempt to assuage its own guilt for its responsibility in letting this happen in the first place. Struggle for a better solution!
# 1,959:
6:24 am PST, Jan 18, Francisco Díaz Quindós, Spain
This is outrageous. It's the bankers who commited fraud who should pay. Let the people of Iceland free.
# 1,958:
6:21 am PST, Jan 18, Marilyn Braley, Texas
# 1,957:
6:21 am PST, Jan 18, Name not displayed, New Hampshire
# 1,956:
6:17 am PST, Jan 18, Ben Oscarsito, Sweden
# 1,955:
6:16 am PST, Jan 18, Mercedes Garcia, Spain
# 1,954:
6:16 am PST, Jan 18, Name not displayed, South Carolina
I remember when their banks colapsed. The Icelandic people were then afraid what would happen next. The Human mind can only stand so much. I pray you recovery soon.
# 1,953:
6:14 am PST, Jan 18, Francisco Alonso, Spain
# 1,952:
6:13 am PST, Jan 18, Name not displayed, Greece
When historians look back to our time, I wish they see Iceland as turning point, a point in time when people began their journey to liberty. Remember liberty means freedom from government intervention and nothing else.
# 1,951:
6:08 am PST, Jan 18, Jordan Surtchev, United Kingdom

Magnús Sigurðsson, 18.1.2010 kl. 16:11

16 identicon

Einn af ritstjórum breska viðskiptablaðsins Financial Times myndi segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave frumvarpið. Hann telur að samningurinn sem nú er við lýði muni verða til þess að íslenska ríkið lendir í greiðsluþroti.

Martin Wolf er einn af ritstjórum Financial Times. Hann hefur að undanförnu skrifað greinar þar sem hann tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave deilunni. Hann telur ákvörðun forseta um að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu skiljanlega.

Wolf segir lausnina felast í nýjum samningi milli þjóðanna sem sé viðráðanlegri fyrir Ísland en sá sem nú er við lýði. Sá samningur muni leiða til þess að Íslenska ríkið lendir í greiðsluþroti. Það myndi ekki gagnast Hollendingum og Bretum.

visir (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 21:38

17 identicon

Bretar eru farnir að skammast sín fyrir að ríkisstjórn þeirra hafi neytt íslenska ríkið til að taka á sig of miklar skuldbindingar í Icesavemálinu. Þetta er mat eins af ritstjórum breska blaðsins The Financial Times.

Undanfarnar vikur hafa birst margar greinar í The Financial Times þar sem málstaður Íslendinga í Icesave deilunni hefur fengið meiri gaum en áður. Martin Wolf, einn af ritstjórum blaðsins, hefur skrifað nokkrar þeirra en hann telur að umræðan hafi breyst að undanförnu og snúist Íslendingum í hag.

Wolf segir að lítið hafi farið fyrir kynningu íslenskra stjórnvalda á málstað Íslendinga í málinu.

visir (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 21:33

18 identicon

Ég tel að það skynsamlegasta í stöðunni væri að taka málið upp í Evrópudómstólnum [...] Það er svo sannarlega engin skýr lagaleg skylda þar um. Ég byggi þetta á yfirferð yfir hagfræðileg gögn og lagatexta sem varða skuldbindingar evrópsku tilskipunarinnar.

Það fyrsta sem ber að gera er að lýsa því yfir að þetta sé deila milli Evrópuríkja sem beri að leysa fyrir evrópskum dómstóli,“ segir Jan Kregel, fyrrverandi stefnumótunarstjóri hjá Efnahags- og félagsmáladeild Sameinuðu þjóðanna (UNDESA), um Icesave-málið.

Kregel var prófessor í hagfræði við nokkra háskóla, þar á meðal hinn virta Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, en hann hefur veitt stjórnvöldum á Norðurlöndum ráðgjöf í Icesave-málinu.

Kregel segir aðspurður aðgerðir breskra og hollenskra stjórnvalda til að fá fé sitt til baka í deilunni „ólöglegar“ og að Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, hafi ekki rétt til að senda Íslendingum reikninginn.

Deilan vekur víða athygli og eru vísbendingar um að vægi hennar í norskum stjórnmálum muni aukast á næstu vikum og mánuðum.

mbl (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband