Hundrað þúsund og ein mantra.

DSC00029 

Það getur verið nauðsynlegt að taka hvild frá öllu fréttaáreyti og gluggaumslöum. Stundum tek ég frí frá öllu og dvel í nokkra daga í Sólhól, sælureitnum við sjóinn, núna dvaldi ég þar í þrjá daga.  Þetta hef ég gert þrisvar sinnum undanfarið ár, hvert skipti 3 - 5 daga í senn.  Stuttar helgar dvalir teljast ekki með sem hughreinsunar dvöl,  því þá er erindið oftar en ekki ákveðið fyrirfram og fréttabindindið ekki algjört.  Núna var mottóið að gera bara það sem mig langaði til.  Síðasliðið sumar í svipaðri ferð lá ég í berjamó og sólbaði.  Í febrúar í fyrra  fylgdist ég með sólaruppkomunni og rölti um fjörurnar.   Þessar stundir hafa fengið mig til að koma auga á hvað það er dýrmætt að losna undan daglegu áreiti.

 

Dvölin núna var sérstök, ég var ekki einn í Sólhól, því Sindri bróðir hefur dvalið í Sólhól frá því um áramót.  Hann er að kyrja möntrur.  Markmiðið er að þilja hundrað þúsund möntrur á fimmtíu dögum, í þetta fara átta tímar á dag með hléum.  Eitt herbergið líkist nú Búddahofi, frá því heyrist sönglandi og bjölluhljómur með vissu millibili líkt og í bíómynd frá Tíbet.  Hver möntru þula stendur í tvo klukkutíma svo er hlé á milli í klukkutíma og lengra yfir hádaginn. 

 

Þegar ég fávís um Búdda fræði spurði hvað mantra væri, sagði Sindri að það væri nokkurskonar bæn eða réttara sagt aðferð til að hreinsa hugann, mind protection á ensku.  Svarið leiddi af sér spurninguna eru hundrað þúsund möntrur það sem þarf til að vernda  hugann?  Þá ko svarið, það þarf ekki að vera þær geta verið færri og þær gætu þurft að vara fleiri, en aðferðirnar eru tvær þú ákveður að þilja möntrur þar til að þú ert viss um að hugurinn er hreinn eða þú ákveður fyrirfram að þilja ákveðið margar og lætur þá gott heita þó svo að þú sért ekki viss.  Hvernig getur maður þá vitað,ef maður er ekki viss, að það verði ekki hundraðþúsundasta og fyrsta mantran sem hreinsar hugann fullkomlega.

Fyrir rúmum tveimur árum, í gróðærinu, hætti Sindri að vinna sem hálaunaður verkfræðingur og snéri sér að því að kynna sér Búdda fræði.  Ég hafði verið að gæla við að taka mér lengri tíma í vetur  en vanalega frá daglegu áreiti og heimsækja hann á Búdda setrið í Brighton þar sem hann hefur búið tvö síðustu árin.  En svo var það í nóvember sem Sindri spurði mig hvort hann gæti fengið að vera í Sólhól í nokkrar vikur, ég væri búin að kveikja upp áhugann með því að halda þvílíkar lofræður um hvað staðunn hefði góð áhrif á hugann. 

 

Húsið Sólhóll stendur fram á sjávarbakka og þar er trjágarður er fyrir opnu Atlantshafinu.   Auk þess stendur húsið eitt og sér yst í þorpinu á Stöðvarfirði. Þarna eru því kjöraðstæður til að ná til að hreinsa hugann í rólegheitum.   Hægt að hlusta á ölduna í fjörunni um leið og vindurinn þýtur í trjánum.   Aðstæður sem eru ekki víða á hér á landi, frekar að þær séu í suðlægari löndum  þar sem pálmatrén standa á ströndinni.

 

Þó að það sé full time job að kyrja möntrur þá þá fórum við í fjöruferðir á hverjum degi.  Það er auðvelt að hafa halda huganum heiðskýrum á klettóttri strönd Austfjarða og nóg að skoða þegar gengið er um nes og voga.  Myndir frá þessum vetrardögum má sjá með því að klikka hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband