Staðráðnir í að ljúga skuldum upp á almenning.

  

 

Nú á að reyna að friða þjóðin með sparnaði upp á 300 milljarða í vöxtum, það eftir að forsætisráðherra gaf í skin 100% heimtur upp í icesave og fjármálaráðherra taldi að ekki myndi falla meira á skattgreiðendur en í mesta lagi 100 - 200 millj. vegna vaxta.  Grundvallaratriðið í þessari samningalotu á ekkert að breytast, þjóðin á að bera ábyrgð á skuld sem er ekki hennar, gulrótin á að vera lægri vextir.

 

Stjórnmálamenn margra landa leggja nú nótt við dag að finna grundvöll til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave.  Staðreyndin er að þeim hugnast ekki að almenningur hafi eitthvað um það að segja hvort skuldum gjaldþrota banka verði helt yfir skattgreiðendur.  Ógninni af þjóðaratkvæðagreiðslu vegna icesave eru stjórnmálamenn víða um heim farnir að átta sig á og eru þess vegna viljugri en áður að aðstoða íslensk stjórnvöld við að ljúga icesave skuldinni upp á þjóðina.  Því miður hefur Alþingi Íslendinga nú þegar í tvígang samþykkt ábyrgð almennings á gjaldþrota einkabanka í óþökk þjóðarinnar.  

Save the People of Iceland - the Official Petition

Aðferðafræði stjórnmálamanna við að koma icesave á þjóðina er sviksamleg.  Sem dæmi þá hef ég undanfarið eitt og hálft ár verið að glíma við skuld sem búin var til á mitt litla fyrirtæki með vafasömum hætti. Eitt þeirra fyrirtækja sem ég skipti við varð gjaldþrota. Ég hafði alltaf greitt reikninga þess fyrir eindaga. Áður en fyrirtækið fór í gjaldþrot höfðu útistandandi kröfur verið færðar inn í fyrirtæki með aðra kennitölu, þannig að síðustu greiðslur mínar lentu inn í hinu gjaldþrota fyrirtæki sem ég hef þá verið skuldlaus við eins og vera bar, eða þá sem einnig gæti verið að ég hafi ofgreitt inn í þrotabú.

 

En sama krafa var orðin til inn í öðru fyrirtækinu, ekki er þetta sagan öll, heldur var þessi skuld færð enn einu sinni á nýja kennitölu við nýtt gjaldþrot. Til að gera langa sögu stutta stundaði eigandi þessara fyrirtækja kennitöluflakk með tilheyrandi raðgjaldþrotum. Síðan hef ég þurft að verja fyrirtæki mitt fyrir lögmönnum sem hafa með hörku reynt að innheimta upplogna kröfu. Þarna hafa komið til lögmenn þessa ósvífna siðleysingja sem keyrði útistandandi kröfur sinna fyrirtækja í eigin vasa við hvert gjaldþrot fyrirtækja sinna og svo lögmenn þrotabúanna sem orðin eru þrjú.

 

Harka lögmannanna, sem ég gruna um að vera félagar viðskiptasiðleysingjans, við að innheimtu áður en gjaldþrot nr. 3 reið yfir gekk svo langt að mér var stefnd fyrir dóm.  Þegar málið var dómtekið óskaði lögmaður minn eftir að gögn um tilurð skuldarinnar yrðu lögð fram þau gögn voru ekki tiltæk.  Enda hafði ég ekki getað fengið reikninga né fylgibréf sem sýndu fram á þessa skuld þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um, aðeins stöðulista kennitöluflakkarans. Málinu var vísað frá nokkrum dögum seinna var fyrirtæki nr.3 úrskurðað gjaldþrota.

 

Núna er þessi skáldaða krafa kominn á endastöð þ.e. í þrotabú nr. 3 síðasta þrotabúið samkvæmt minni vitneskju. Það sem ég gerði mér ekki grein fyrir var að þrotabú fyrirtækis nr. 3 færi með kröfuna aftur fyrir dóm þremur mánuðum eftir að málið var fyrst dómtekið, án minnar vitundar og þar var fyrirtæki mitt dæmt til að borga umrædda skuld. Núna ári seinna fékk ég upphringingu frá lögmanni þrotabúsins sem býður mér 50% afslátt á málskostnaði og vöxtum greiði ég skuldina án tafar. Mér varð á að segja að þetta væri kosta boð, eini gallinn væri að skuldin væri hreinn skáldskapur og höfuðstóllinn því allan tímann núll.

 

Ég afþakkaði boðið og benti lögmanninum á að hann væri með dóm frá dómstóli bananalýðveldis þar sem þegnarnir væru dæmdir til skuldaánauðar af þeim fjarstöddum.  Hefði ég kannski átt að taka þessu kosta boði um 50% aflátt af vöxtum og taka af mjólkurpeningunum til þess að greiða skuldina?


mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krafa Breta og Hollendinga í Icesave málinu á sér enga stoð í lögum og Íslendingum ber ekki að greiða skuldir einkafyrirtækis að mati franska hagfræðingsins Alain Lipietz. Hann líkir Bretum og Hollendingum við okurlánara.

Morgunblaðið birtir í dag grein eftir Alain Lipietz undir fyrirsögninni Íslendingar skulda ekkert. Lipietz er franskur hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu.

Í grein sinni fer Lipietz yfir kröfur Breta og Hollendinga í Icesave málinu. Hann gagnrýnir Breta og Hollendinga fyrir að reynda skjóta sér undan ábyrgð í málinu með því að reyna þvinga Íslendinga til að gera skuldir einkafyrirtækis að opinberum skuldum.

Hann telur ljóst að kröfur Breta og Hollendinga eigi sér enga stoð í lögum þar sem Íslendingar hafi í raun uppfyllt skilyrðir reglugerðar Evrópusambandsins um innstæðutryggingakerfi.

Lipietz líkir Bretum og Hollendingum við okurlánara og vísar til þess að á sama tíma og Íslendingum sé gert að greiða 5,5 prósent vexti af Icesave láninu sé Evrópusambandið að veita Ungverjalandi lán á tveggja prósenta vöxtum.

Lipietz telur að íslendingar séu þjakaðir af einhverskonar samviskubiti vegna bankahrunsins og ennfremur haldnir barnalegri þrá sem lýsir sér í löngun til að borga. Íslendingar eigi hins vegar ekki að láta undan kröfum Breta og Hollendinga.

Af visi.is

MS (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband