Hefði betur haldið sig við töskurnar.

Það er að koma í ljós að Össur hefði betur farið með Ólafi Ragnari í utanlandsferðina í janúar til að bera fyrir hann töskurnar á meðan Ólafur mætti í hvern fjölmiðilinn á fætur öðrum til að verja málstað Íslands.  Í stað þess skipulagði hann sendiferðir undirmanna sinna á fund erindreka erlendra ríkja til að reyna að koma í veg að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um með hvaða hætti stjórnmálamenn kæmu skuldum gjaldþrota einkabanka yfir á skattgreiðendur. 

 

Sendiboðar Össurar báru meðal annars fyrir sig þjóðargjaldþroti, Össur vill meina að sendiboðarnir hafi sjálfir haft með það að gera hvernig þeir túlkuðu hagsmuni Íslands.  Það að þessir menn óttist þjóðargjaldþrot er aðeins ótti þeirra sjálfra og Össurar við að missa launin sín, það er langt síðan þjóðinni varð ljóst að elítan í stjórnkerfinu ætlar almenningi að verða gjaldþrota í viðleitni sinni við að bjarga sjálfri sér.


mbl.is Minnisblað sendimanns birt á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mögnuð skrif hjá þér!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.2.2010 kl. 02:43

2 identicon

Hahaha já Össur er sennilega farin að sjá eftir því.... gott á hann

(IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 19:02

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er enginn skömm að því að bera töskur, hvað þá fyrir Ólaf Ragnar í ferðum hans um heiminn við að skýra málstað Íslands. Það að bera töskurnar fyrir Dorrit það hefði verið herramennska. 

En það að senda seppana sína á gamla "herragarðinn" væla yfir þjóðargjaldþroti og sannmælast með stjórnmálamönnum annarra anda um að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, öllum almenningi heimsins til tjóns er ekki stórmannlegt.

Magnús Sigurðsson, 20.2.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband