Var Saddam þess virði?

Stríðið í Írak var byggt á stórfelldum blekkingum.  Vestrænir stjórnmálmenn gerðu sig seka um ákvarðanir sem jaðra við stríðsglæpi.  Það sem Írakar sitja uppi með eftir þessa frelsun undan ríki Saddams dylst orðið fáum.

Það sem heimurinn situr uppi með er að manndráp hafa verið einkavædd.  Þau eru orðin iðnaður sem keyrir áfram efnahag heimsins sem aldrei fyrr.  Og viti menn það sem þessi iðnaður fer fram á er á sömu nótum og bankarnir.  Bætt regluverk.  Að einhver verði dreginn til ábyrgðar?  Nei það gengur ekki, þetta eru öryggismál og sennilega varin eignarréttarávæðum.

Það er óhugnarlegt að sjá hvernig þessir jakkafataklæddu stríðsglæpamenn markaðssetja sig með talanda vitiborinna manna.  En á bak við býr hrein illska

 


mbl.is 109 þúsund Írakar látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virkilega vel skirfað hja þe og er eg 100% samála þer Bush er sama og Hitler Stalin Idiamin og fleiri Anti-kristar... heimurinn sér það bara ekki nógu vel þvi það er sigurvegarinn í stýrði sem segir söguna..get alveg ímyndað mer að sagan af seinni heimstyrjöld væri önnur hefðu Nasistar unnið...

 En vissulega er það gott að þessi Saddan hussein djöfull var drepin

jon fannar (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 00:47

2 identicon

Saddam var búinn að myrða milljónir íraka og gerði árás inn í Kuwei og íran. Lestu þig til um aðferðirnar sem hann notaði til þess að myrða fólk. Þær gengu oft út á að svelta heilu fjölskyldurnar með því að láta þær lyggja á jörðu niðri lamaðar þar til þær sultu. Saddam var stórhættulegur og það er frábært að hann skuli vera frá, annars væri tala látinna eflaust margfalt hærri en eftir innrás.  Það er einnig spurning hvort inni í þessum tölum séu sjálfsmorðsárásir sem hryðjuverkamenn fremja, það er ekki bein afleiða stríðsins...

Jón V (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 01:20

3 identicon

Verð að taka undir það sem Jon V segir að einhverju leiti , Saddam var farinn að slaga  hátt upp í í Hitler með  c.a. 4 milljónir mannlífa á sínum ábyrgðarreikningnum. og þá er þetta frekar spurning um hvort er betra að gera ekkert eða hafast eitthvað að, og hvort afleiðingarnar af aðgerðarleysi hefðu orðið nokkuð skárri.    

Bjössi (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 02:56

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Saddam var víst enginn engill.  En það breytir ekki því að innrásin í Írak var gerð á fölskum forsemdum.  Þar áttu að vera gereyðingarvopn, efnavopn sem ógnuðu hinum vestræna heimi.  Það að ráðist hafi verið inn í Írak af "manngæsku" til að bjarga Írökum undan mannvonsku Saddams eru eftir á skýringar þegar lygin ein blasti við, hrein illska.  Og nú á að bæta regluverkið hjá verktöku í hryðjuverkum.

Magnús Sigurðsson, 23.10.2010 kl. 08:11

5 identicon

mer tikir Jón V tala af miklum frodleik og lika Bjössi .tad vaeri ret ad spirja ikkur nokrar spurningar eg er svo illa lesin og veit bara ekkert i min haus .kvernig komst Saddam til valda kver studdi vid bakid a honum [eins med Hitler].kvadan fek han efnavopn sem han svo notadi a sitt folk kvadan fekk hann  studning og vopn til ad radast a Iran.og tad sem mer finst vest af ollu  kvad voru tad morg riki sem fordaemdu han tegar han notadi efnavopn a sit folk .

http://vald.org/hitler/

http://vald.org/eiturlyf/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 09:25

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi, ég veit ekki hvort það er rétt að spyrja þá þessara spurninga.  Jón og Bjössi eru líklega hámenntaðir menn með röksemdafærsluna á hreinu, en hafa tínt hjartanu.  Svona röksemdafærsla byggst á "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn". 

Magnús Sigurðsson, 23.10.2010 kl. 10:44

7 identicon

Ég spyr Bjössa og Jón V. á móti. Er þetta eitthvað sem kapítalisminn hefur ekki gert? Hafa vestræn fyrirtæki undir verndarvæng vestræns kapítalisma aldrei „svelt heilu fjölskyldurnar og látið þær liggja á jörðinni lamandi þar til þær svelta“ (India tops world hunger chart)? Hafa vesturveldi aldrei „gert árás á Kúvæt og Íran“ og þröngvað sínu kapítalíska kerfi á þau (Anglo-Soviet invasion of Iran). Lesið ykkur til um aðferðirnar sem kapítalistar nota til að myrða fólk en þær snúast um verri hluti en bara að svelta fólk til dauða (m.a. Bhopal disaster).

Kapítalisminn er stórhættulegur og það væri frábært ef hann skyldi fara frá, þá væri spurning hvort við værum að tala um stríð yfir höfuð.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 11:21

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það fyrsta sem mér dettur í hug er "allt orkar tvímælis þá gert er".

Vesturveldin hefðu betur látið Saddam óáreittan og leyft honum að fremja sitt þjóðarmorð í friði. Það beindist fyrst og fremst að sjítum og kúrdum, en sjálfur var hann súnniti, sem eru reyndar hófsamari armur múslima.

Mannfallið í Írak í kjölfar innrásar er aðallega borgarastríð því Sjítar eiga áratuga harma að hefna.

En; eflaust væri Írak betur sett með sinn Saddam enn við völd!

Kolbrún Hilmars, 23.10.2010 kl. 17:25

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS. Sennilega sæti Saddam enn ef hann hefði ekki reynt að færa út kvíarnar og ráðast inn í Kuwait.

Kolbrún Hilmars, 23.10.2010 kl. 17:43

10 identicon

Stór meirihluti Íraka vildu losna við Saddam og hann drap margfalt fleiri en Bandamenn hafa gert. En þrátt fyrir það þá held ég að meirihluti Íraka séu ekki ánægðir með hernaðaraðgerðirnar.

Eðlilegast er auðvitað að þjóðin sjálf fái nóg af þessu og geri uppreisn. Að önnur þjóð reyni að gera það fyrir hana endar bara illa.

Hitler var allt annað enda var hann að reyna að ná völdum yfir allri Evrópu. Ef Saddam hefði gert eitthvað sambærilegt því þá hefði Íraksstríðið kannski verið réttlætanlegt.

Það var miklu meiri réttlæting fyrir afskiptum í Persaflóastríðinu og réttast hefði verið að klára bara dæmið þá.

Geiri (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 19:16

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það að Írak stríðinu hafi verið ætlað að frelsa Íraka undan ógnarstjórn Saddams er eftiráskýring, sem varð til þegar opinbert var að þær ástæður sem gefnar voru fyrir innrás í Írak stóðust ekki.  Hörmungarnar sem ill öfl hafa leitt yfir Íraka, studd af vestrænum stjórnmálamönnum, eru því af öðrum toga en mannúðarsjónarmiðum.  Þessu er rétt að halda til haga.

Í þessum heimshluta fer sennilega fram grímulaus illska heimsvaldastefnu stórfyrirtækjanna.  Í óþökk þjóða "hinna viljugu", er þá sama hvort er almenningur í USA, Bretlandi eða Íslandi á í hlut.  Stjórnmálamenn þessara ríkja tóku þátt í "stríðsglæpnum" í nafni þjóða sinna.  Fyrir það ættu þeir að vera látnir svara fyrir.

Magnús Sigurðsson, 23.10.2010 kl. 20:19

12 identicon

tad vaeri gaman ad sja kvernig teir staedu sig svona sidustu minuturnar adur en teir vaeru hengdir

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 22:14

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Mannúðin" sem hinir "viljugu" hafa komið til leiðar í Írak, er eftir allt saman ekki svo frábrugðin því sem gekk á á tímum Saddams.  Nema nú hafa þeir ráðið "verktaka" til að þvo hendur sínar.  

http://www.youtube.com/watch?v=NYRo9rxEHNA&feature=player_embedded 

Magnús Sigurðsson, 24.10.2010 kl. 07:59

14 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 10:34

15 identicon

 Því má ekki gleyma ,hverjir það voru er komu Saddam til valda.Bandaríkjamenn fóru þar fremstir í flokki,Þjóðverjar og Frakkar voru með þeim að koma Saddam að.Þetta var árið  1979=.Bæði Evrópu og Ameríku þyrsti í olíuauð Íraka.Bandaríkjamenn óttuðust að fá annan Khomeni,yfir Írak þeim fannst nóg að hafa hann í Íran.Bandaríkin fóru að hafa mikil samskipti við Írak verslunarlega séð,og diplómatalega.Undanlátssemi Bandaríkjanna var með ólíkindum gagnvart Saddam,árið 1980= brýst út stríð á milli Írans og Íraks,er Írakar láta sprengjum rigna yfir Íran úr MIG þotum sínum,en Írakar svara fljótt og gera loftárás á móti með Phantom F 4 þotum sínum sem upphaflega höfðu verið sendar til fyrrum keisara Írans.Þá risu Frakkar upp til stuðnings Saddams og sögðu að staðið yrði við fyrri loforð sín um að hjálpa Saddam um að þróa afkastagetu kjarnakljúfsins í Osirag,og Ítalir voru með Frökkum í því.1981 komast franski vísindamenn að því að kjarnakljúfur Saddams í Osirag gæti hugsanlega framleitt kjarnavopn.Mitterand frakklandsforseti lofaði að sjá kjarnorkustöðinni fyrir uraníumeldsneyti.En mánuði eftir þessa yfirlýsingu Mitterand,þá ráðast Ísraelskar flugvélar á þennan kjarnakljúf og splundra honum.Saudi Arabar bjóðast þá til að endurbyggja hann,Varaforsetin Bush er meðal vestrænna leiðtoga er lýsa vanþóknun sinni á árás Ísraela á kjarnakljúfinn.1982= taka Bandaríkin þá ákvörðun um að taka Írak af skrá yfir þjóðir sem styðja hryðjuverk.Þarna opnuðust lánalínur víða um heim fyrir Írak.1983= Þýska fyrirtækið Karl Kolb GmbH byggði sex ´´skordýraeiturverksmiðjur,,í Samarra í Írak.Nokkrum mánuðum eftir opnun hennar þá tilkynnir Saddam að þessar verksmiðjur geti framleitt sýklavopn.1984= efla Írakar vopnaviðskipti sín við Evrópu,í gegnum evrópsk gerfifyrirtæki þá aðallega í Þýskalandi og Ítalíu.Í febrúar þetta ár segja Bandaríkjamenn frá því að herir Saddams hafi notað sinnepsgas við árás á Írana.Í nóvember sama ár eftir endurkjör Regans,þá lýstu Bandaríkjamenn yfir að þeir hefðu fullan hug á því að koma á fullum samskiptum við sendiráð Íraka.1985=Í Evrópu eru útsendarar Íraks á fullri ferð með áætlun um að komast yfir Condor II kjarnorkuflugskeytið.Með stuðningi frá Saddam stofnar Marshall W Wiley,fyrrum sendiherra í Oman, Verslunarráð Bandaríkjanna og Íraks til að efla fjárfestingar Bandaríkjanna í Írak.Það voru hátt í sjötíu fyrirtæki sem tóku þátt þar á meðal stórfyrirtækin Westinghouse og Caterpillar.1986=Bretar tildæmis selja Írökum allan fatnað sinn til eyðimerkurhernaðar...Nóg í bili..............................Nóg í bili ....Að mínum dómi var engin ástæða að nota þessa aðferð að koma Saddam frá að stórskaða Írösku þjóðina,sem var vel menntuð og kvenfólk ekki múraðar inni líkt og er í mörgum ríkja muslima.Írak hefir verið sprengt til steinaldar líkt og Afganhistan,og víst var Saddam fúlmenni,en það eru Bush líka og hvað þá Tony Blair,svo varla sé minnst á okkar landráðamenn Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.

Númi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband