Algebra.

Það er orðið nokkuð ljóst að "sérfræðingahópur stjórnvalda" hefur notað reiknikúnstir úr barnaskóla til að reikna sig að fyrirfram gefinni niðurstöðu stjórnvalda, samkvæmt forskrift fjármála elítunnar.  Fyrst var niðurstaða fenginn og síðan settar inn tölur sem rökstuddu hana.  Einfaldur jöfnureikningur sem er jafn rakalaus þvæla og mengi, jafnvel algebra.

Fram hefur komið að ekki skipti máli fyrir niðurstöðu "sérfræðingahóps stjórnvalda" að framfærsluviðmið 4 manna fjölskyldu var 70 þús kr lægra á mánuði en 2006 og 200 þús kr lægra á mánuði en það var í reynd 2008.  Þetta hefur hæstvirtur félagsmálaráðherra látið hafa eftir sér og ætti sá að vita það, búinn að hafa atvinnu af því allt sitt líf að kenna fræði jöfnureiknings og algebru.

Það er ekki von á góðu þegar sérfræðingar ríkisstjórnarinnar missa sjónir á réttlætinu í reiknikúnstum.  Eitt fundu þeir þó út, það að 185 milljörðum var stolið frá heimilunum í gegnum verðtryggingu.  En það er bara of dýrt fyrir hyskið að skila þýfinu.  Heimilunum er einhvernvegin ætlað að krafsa sig fram úr jöfnu "sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar".  Ég giska á að "við borgum ekki" verði bætt inn í jöfnuna.


mbl.is 101 þúsund vanskilamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ég segi frekar að við getum ekki borgað eins og dæmið er sett upp! Allt hækkar nema kaupið og með sama áframhaldi þá tapa allir landið stendur ekki þennan storm af sér!

Sigurður Haraldsson, 13.11.2010 kl. 09:00

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nokkuð til í því Sigurður.  En það er spurning hvort það verður einhver vilji til þess að borga samkvæmt greiðsluaðlögun "hyskisins" þegar jafnan verður gerð upp.

Magnús Sigurðsson, 13.11.2010 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband