Þjóðaratkvæði takk.

Endastöð icesave hlýtur að verða fyrir dómstólum, nema samþykki samningsins í þjóðaratkvæði komi til, annað getur varla verið í boði. 

Við þurfum sjálf að sjá til þess að þessi samningur komist í þjóðaratkvæði og verði hafnað þar. Við getum ekki treyst á þá umboðslausu stjórnmálamenn sem nú fara formlega með völdin, sem koma til með að láta undan kúgun Breta og Hollendinga. 

Þeir eru nú sáttir við lægri vexti og lygasögur um betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans. Íslenskir skattgreiðendur bera sem fyrr, enga ábyrgð á starfssemi gjaldþrota einkafyrirtækisins Landsbanki Íslands hf. Bankinn var seldur og eftir það áttum við ekkert í honum og bárum enga ábyrgð á þessu ótrúlega ræningjabæli.

Það var svo eftir öðru að samningnum skuli hafa verið lekið á wordpress, eins og ríkisstjórnin hafi talið að samningurinn sé einkamál stjórnmálamanna.


http://icesave3.wordpress.com/


mbl.is Icesave-samningarnir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Skoðanakönnun: Er rétt að draga Streingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm, sem höfuðábyrgðarmanns “Svavars-samningsins”? 

Takið þátt og farið á hlekkinn:

http://gthg.blog.is/blog/gthg/

 Með kveðju, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband