Löngu hætt að verpa.

jóhanna 

 

Sem stjórnmálamaður og ráðherra til margra áratuga ætti Jóhanna að hafa dregið sig í hlé haustið 2008 , sem og margir fleiri stjórnmála menn sem enn sitja sem fastast á launaskrá þjóðarinnar.  Ekki dettur Jóhönnu í hug að bryðjast afsökunar á 280 milljóna klúðri , enda smá aurar miðað við gjaldþrot Íslands.  Líkt og áður á fólk ekki að leita sökudólga heldur horfa til framtíðar.

Það að Jóhanna skuli hafa verið gerð að formanni SF og forsætisráðherraefni á sínum tíma var hreint lýðskrum eins og öllum er orðið ljóst nema henni sjálfri.  Ákvörðun SF var þvílíkur blekkingarvefur að helst má líkja við manninn sem fór til læknis og sagði honum að konan hans væri orðin eitthvað skrítin, hún héldi að hún væri hæna.   Læknirinn rétti honum töflu glas og sagði; gefðu henni eina svona og þá mun þetta lagast.  Þú ert nú eitthvað að miskilja þetta, sagði eiginmaðurinn við lækninn, við í fjölskyldunni þurfum egg.


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

raunsönn mynd af skapanorninni

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2011 kl. 09:02

2 identicon

Frekar ómerkilegt innlegg verð ég að segja. Engar tillögur um lausnir nema að hengja einn og annan. Áfram situr þjóðin í skítnum eftur valdatíma Davíðs og Halldórs.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 11:28

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ólafur;  ég hef séð betri myndir af Jóhönnu.  Þessi mynd bendir til tími sé kominn til að fara að axla ábyrgð þó það væri ekki gert með öðru en þeim táknræna hætti að slaka á og draga sig í hlé.

Skarphéðinn;  ég er ekki viss hvort þú hefur kommentað við rétta færslu því hér er ekki verið að tala um að hengja neinn.  Ég er samt sammála þér með fyrri valdhafa.  En þú ættir að kíkja á dagatalið og þar muntu sjá ártalið 2011.  Svona til að tala í líkingum eins þú, þá er það ekki það sama að smíða gálga og ákveða hverjir eru hengdir í honum 5 árum seinna.

Magnús Sigurðsson, 29.1.2011 kl. 12:50

4 identicon

Það að kunna að taka ábyrgð er frumskylda þess að teljast fullorðinn einstaklingur, í öllum menningarheimum hér á jörð, og hefur alltaf verið. Sá sem gerist það ekki, telst ekki fullorðinn, eitthvað hefur farið úrskeiðis, og viðkomandi aldrei tekið út eðlilegan þroska. Margir ná áttræðisaldri án þess að fullorðnast. Barnanna er sakleysið, ábyrgðin hinna fullorðnu. Hin "sí-saklausa" Jóhanna er einfaldlega ekki fullorðinn manneskja, heldur eitthvað minna en það.

Að kunna að biðjast afsökunar er aðalatriðið sem skilur að siðmenntaðan einstaklinginn og ósiðmenntaðan. Þannig er það út um allan heim, meðal allra þjóða og menningarheima, á öllum tímum. Siðmenntaður heldri herramaður segir "afsakið" ef hann rekst utan í þig á götu. Götudrengurinn riðst framúr þér. Kurteis starfskraftur segir "Afsakið" ef hann gerir mistök. Manneskja sem er ekki starfi sínu vaxin gerir það ekki. Góður eiginmaður segir "fyrirgefðu mér", ef hann særir óvart tilfinningar konu sinnar, ruddi sem ætti frekar að vera einn gerir það ekki.

Það er frumskilyrði til farsælla stjórnmála að stjórnmálamenn okkar séu siðmenntað fólk, en ekki barbarar og hellisbúar, götudrengir og portkonur sem kunna enga mannasiði. En þetta lið kann þá ekki, tekur því ekki ábyrgð, enda ekki fullorðið, og telst því ekki siðmenntað. Með örfáum undantekningum eins og hinni virðulegu frú Lilju Mósesdóttir, þeirri kurteisu, hámenntuðu, fullorðnu, reisulegu, virðulegu og siðmenntuðu frú, sem baðst afsökunar með reisn, og sem götustúlkan Jóhanna, hin ruddalega og ófágaða, sem kann enga mannasiði og hefur enga ábyrgðartilfinningu bliknar í samanburði við. 

næturvaktin (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband