Alþingi hundsar vilja þjóðarinnar.

Yfir 99% fólks með kosningarétt kaus flest það fólk sem kemur til með að sitja í stjórnlagaráði ekki, 64% kosningabærra sáu ekki ástæðu til að mæta á kjörstað til að kjósa fólk til að breyta stjórnarskránni.   Það er ekki óskinsamlegt að álikta að stærsti hluti þeirra 64% sem heima sátu hafi ekki talið núverandi stjórnarskrá það slæma að það hafi verið aðkallandi að breyta henni á þessum tímamótum.  Það má einnig áætla að hluti þeirra sem kusu hafi verið á sömu skoðun.

Það er jóst að hrunið varð til að þessi stjórnlagaumræða fór af stað, einnig er það jafnljóst að stjórnarskráin var ekki orsök hrunsins.  Það sem núverandi stjórnarskrá kemur m.a. í veg fyrir er að fullveldi Íslands verði framselt, þ.m.t. til ESB.  Það skýtur því skökku við að "fagfólk" sem var á fínum launum við að setja Ísland á hausinn skuli vera valið af stórum hluta sömu Alþingismanna, og sigldu þjóðinni fram af brúninni, í trássi við 64% kosninga bærra manna og þar að auki úrskurð Hæstaréttar um lögmæti kosninganna.

Í hugum flestra snýst stjórnarskráin um grundvallarréttindi borgaranna gagnvart ríkisvaldinu og rétt einstaklingsins gagnvart meirihlutanum, að með þennan rétt verði ekki hringlað eftir tíðarandanum.  Það er verða nokkuð ljóst að Alþingi telur að stjórnarskráin eigi að snúast um eitthvað annað.


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Ég fór nú ekki því ég hafði ekki  hugmynd um hvað ég ætti að kjósa,eða hvern.

Sigurður Helgason, 24.3.2011 kl. 14:19

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvernig í ósköpunum hefði maður átt að vita hvað maður var að kjósa?

Magnús Sigurðsson, 24.3.2011 kl. 15:09

3 identicon

hæpin fullyrðing -stjórnlagaráð samþykkt - ekki verður nú sagt að þetta hafi glansað í gegnum alþingi, hlaut ekki samþykkis meirihluta alþingismanna, var ekki algjört lágmark að 32 drusluðust til að samþykkja -

telst bara nauðgun og ofbeldi, eins og annað sem lágtvirt ríkisstjórnin er að dunda sér við, þjóðin var búin að gefa merki um að hún kærði sig ekkert um þetta stjórnlagaþingsrugl.

Fa (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 16:02

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það var búið að krefjast þess í svo mörg ár að þjóðinni yrði skipað stjórnlagaþing. Það skiptir ekki minnsta máli hverjir nenna eða nenna ekki að kjósa til þessa þings. Upp úr stendur að engri stjórnarskrárbreytingu verður komið á fyrr en eftir að þjóðin og Alþingi hafa  unnið úr tillögum nefndarfulltrúa.

Árni Gunnarsson, 24.3.2011 kl. 18:07

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Árni; hvaða breytingar vilt þú sjá á stjórnarskránni?

Magnús Sigurðsson, 24.3.2011 kl. 18:19

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég vil sjá skilgreind ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur/beint lýðræði og hóflega rúmar heimildir. Ég vil afar vel ígrunduð og nákvæmlega útfærð ákvæði um stjórnsýsluábyrgð og ábyrgð embættismanna. Ég vil jafnframt skýr ákvæði um dómstól og viðurlög þarna.

Þá vil ég skýr ákvæði um að sjálfstæði Íslands megi aldrei skerða og í tengslum við það afdráttarlausaúrsögn úr EES og uppsögn Schengen sem er önnur saga og óskyld stjórnlagaráðinu.

Þá vil ég skýr lög um varðveislu íslenskunnar.

Svona í fljótu bragði.

Árni Gunnarsson, 25.3.2011 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband