Já við icesave.

þetta hrunalið vill tryggja Bretum og Hollendingum aðgang að afkomu Íslendinga næstu áratugina án þess að lögmætið verði skoðað fyrir dómstólum.  Því hvetur það ekki til frjálsra framlaga til handa Bretum og Hollendingum, frekar en landráða og fjárkúgunar?

Ástæður fyrir jái við Icesave

1. Blind hlýðni við "hinn sterka". "Stockholms syndrome." Geðveiki. Náði hámælum í tilvitnunum mannvitsbrekknanna sem héldu því fram á alþingi að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að borga Icesave hið fyrra.

2. Ný-nazismi Updated Version. Að hegna heilli þjóð fyrir mistök örfárra óvinsælla bankamanna. Þannig slær hjarta nazistans og þessar "röksemdafærslur" sendu gyðingana í gasklefana. Það er til geðsjúkdómur sem kallast "Stockholms syndrome". Íslendingar sem trúa því í raun og veru þeim beri að "refsa" fyrir syndir 30 bankamanna, eru líkir sjálfs-hatandi gyðingum af því tagi sem unnu innan veggja fangabúðanna við að urða lík samlanda sinna fyrir örlítið betra fæði og aðbúnað...það er að segja svipað og hinn efri-millistéttar alþingismaður býr við miðað við venjulegan íslenskan almenning. Meiri smámenni og smásálir er ekki hægt að hugsa sér. Við verðum að losna við geðveikt og órökrétt fólk af alþingi.

3. Heimsvaldastefna. Íslendingar hefðu getað hjálpað Afríkuþjóðum með að setja gott fordæmi að losna með tímanum undan sínum skuldaklafa, eins og átakið "Make Poverty History" hefur verið að berjast fyrir. Auðvitað finnst öllum það ekkert gott mál. Sumir aðhyllast enn Heimsvaldastefnu og trúa að best sé að litaði maðurinn sé enn undir hæl gömlu þrælahaldara sinna sem stálu flestum auðæfum hans. Kannski gamli Colonialisminn eigi svo sterka stuðningsmenn á Íslandi þeim finnist þeim bera "siðferðileg skylda" til að fara undir hælinn með Afríku, frekar en skapa mögulega hættu á lagalegu fordæmi, gömlu Heimsveldunum í óhag.

Save Iceland - Kill "Icesave"

 


mbl.is Segja já við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég sé að þú ert búinn að greina forsendur þeirra sem ætla að samþykkja Icesave.  Gott mál.

Eggert Guðmundsson, 24.3.2011 kl. 15:17

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott færsla og ég er alfarið á móti því að láta leiða mig til slátrunar án mótþróa!

Sigurður Haraldsson, 24.3.2011 kl. 15:21

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég sé með því að stækka myndina sem fylgir fréttinni að þetta lið skartar íslenskum fánum í bakgrunni.  Þessir fánar eru made in china og fást í Húsasmiðjunni og kosta 139 kr stk.  Það var líkt þessu álaunaliði að opinbera hræsnina við þetta hátíðlega tækifæri.  Kannski hefur framtaksjóðurinn styrkt þau með fánakaupum.

Magnús Sigurðsson, 24.3.2011 kl. 15:24

4 identicon

Ég er mjög sátt við þetta framtak. Ég var alfarið á móti Icesave II, sagði nei þá og var mjög efins um þennan en eftir að hafa hlustað á samninganefndina útskýra málið og fleiri sem meðmæltir eru samningnum þá er ég orðin sannfærð um að upphæðin sem eftir kemur til með að standa verði svo óveruleg að ekki borgi sig að lengja í baráttunni með því að segja nei. Við vitum ekkert hvað tekur við eftir það og sú óvissa er bara of stór.

Ég er hinsvegar orðin ferlega leið á upphrópunum og sleggjudómum frá nei-sinnum um fólk sem ætlar að segja já og mér finnst þetta fólk sem stendur að þessu JÁ-framtaki vera yfirvegað og kemur með skynsöm rök.

p.s. Skil ekki alveg punktinn hjá þér með þetta fánadæmi. Finnst það litlu skipta þó þeir séu "made in china"? Er ekki bara verið að spara eins og tíðkast í kreppunni? ;)

Soffía Guðm. (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 15:44

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Soffía, finnst þér 30 milljarðar vera óveruleg upphæð?  Ef svo er villtu þá ekki beita þér fyrir söfnun á frjálsum framlögum til Breta og Hollendinga?

Magnús Sigurðsson, 24.3.2011 kl. 15:54

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fána punkturinn ætti að vera auðskilinn, "Hópurinn er skipaður fólki úr öllum geirum samfélagsins sem er sammála um að já við Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sé farsælasta leiðin í málinu og leið út úr stöðnun og kyrrstöðu íslensk samfélags og efnahagslífs eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá hópnum." 

Þau hafa ekki einu sinni rænu á að kaupa íslesnk framleiddan fána, enda varla nema von þar sem sú sem fremst stendur á myndinni fer fyrir samtöku sem auglýsa grimmt þessa dagana "verslið á Íslandi" en á sama tíma rekur hún harðan áróður gegn bændum og framleiðslu þeirra því hún vill að sú framleiðsla verði innflutt eins og fánarnir. 

Magnús Sigurðsson, 24.3.2011 kl. 16:10

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Magnús góð færsla hjá þér og að Soffíu skuli finnast allt í lagi að skuldsetja þjóðina reikning sem hefur ekki einu sinni upphæð er alveg ótrúlegt að heyra...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.3.2011 kl. 16:24

8 identicon

Nei við Iceslave

Kristinn M (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 16:30

9 identicon

Hefur NEI- ið ekki neina upphæð?

Soffía Guðm. (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 16:32

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Soffía; það að segja NEI verður ekki metið til fjár:

- Aðalástæða fátæktar fátækustu ríkja heimsins er skuldafangelsi sem þessar þjóðir voru settar í , sem hefur komið í veg fyrir alla uppbyggingu, svo sem skólastarf, sjúkrahúsabyggingu og fleira. Ástandið á Haiti var til dæmis nærri jafn slæmt fyrir og eftir hamfarir, afþví að þeir skulda Frökkum svo mikinn pening að það er lítið hægt að gera við afgangspeninga annað en borga skuldir. Sama gildir um mörg Afríkuríki. Við ættum að hafa þetta í huga, þegar við sjáum næst baukinn frá Hjálparstofnun Kirkjunnar með grindhoraða sveltandi barninu á........að með því að borga Icesave er Ísland að leggja blessun sína yfir skuldaánauð þjóða sem concept. Þá munu reiknast á okkur mun hærri skuldir en Bretar og Hollendingar eru færir um að innheimta. Við erum ekki ein í heiminum og það er fylgst með okkur.....

2. Þá skapar þetta stórhættulegt fordæmi, sem gæti endað í hruni hins Vestræna heims . Bretar myndu brátt þurfa að súpa af eigin meðali, og með þeim síðan Bandaríkjamenn og fleiri. Efnahagskerfi heimsins gæti hrunið. Það eina sem kæmi í veg fyrir slíkt er vald þessara þjóða......en viljum við láta nýðast á okkur af þeim einum orsökum að við höfum lítið vald? Er það gott fyrir heiminn? Með sömu rökum og verið er að heimta skattfé af Íslendingum hefði verið hægt að gera það af flestum þjóðum.

3. Börnin okkar, barnabarnabörn og svo framvegis. Saklaus börn eiga ekki að gjalda fyrir afglöp 30 íslenskra bankamanna. Erfiðir tímar fara í hönd og við megum ekki við þessum aukabagga ofan á öllu þau stóru vandamál sem tilheyra framtíðinni. Þá einfaldlega munu börnin okkar ekki lifa af. Við getum þá kvatt þessa þjóð bless eftir sirka sjö kynslóðir. Það fara erfiðir tímar í hönd og börnin okkar munu þurfa að vera miklu sterkari, duglegri og betur á varðbergi en við sjálf.

Magnús Sigurðsson, 24.3.2011 kl. 18:02

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.dv.is/frettir/2011/3/23/throt-sedlabankans-er-fimmfalt-icesave/

Sleggjan og Hvellurinn, 24.3.2011 kl. 20:23

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

ÞSHH; eiga þetta vera rök fyrir já-i eða nei-ivið icesave? og þá hvernig?

Magnús Sigurðsson, 24.3.2011 kl. 20:37

13 identicon

Sammála þér Magnús.

Lágkúra náði sína lægsta stigi þegar þingið samþykkti Icesave III. Hér eftir mun ég eins og þú skrifa alþingi með litlum staf.

Pétur (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 08:51

14 identicon

Mun Segja NEI.

Borga ekki fyrir þetta hyski.

Skil ekki fólk sem vill gera! Helvíti eigið þið af peningum !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband