Hættið þessu röfli og farið í vinnuna.

Þetta eru öfugmæli hjá Gylfa, óvissunni hefur að hluta verið eytt.  Neyðarlögin eru fyrir dómstólum því verður óvissa á komandi misserum um hvernig forgangskröfum í þrotabú Landsbankans verður háttað sem kemur NEI við icesave ekkert við.  Ef neyðarlögin halda og skilanefndin selur Iceland á þá upphæð sem haldið var fram seinnipart síðustu viku verðu ekki vandamál að gera upp við Hollendinga og Breta.

Ekkert af ofantöldu hefði átt að setja strik í reikning krafna ASÍ fyrir launafólk.  Það er fyrir löngu komið að því að Gylfi og félagar fari að vinna fyrir sína umbjóðendur og leggi ESB pólitíkina á hilluna.  Hvernig væri að standa við rúmlega 10% kauphækkun á næstu þremur árum og 200 þús kr lágamarkslaun til að byrja með, eins og látið var í veðri vaka fyrir helgi.  það er engin ofrausn miðað við það sem á undan er gengið.


mbl.is Óvissan meiri en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Thad er kominn timi a hallarbyltingu tharna og koma grasrotinni inn folk sem vinnur fyrir verkalidinn eins og formanninn a Akranesi og a husavik sjalfsagt er lika fleirri heidalegir til en veit ekki um adra

Magnús Ágústsson, 11.4.2011 kl. 06:46

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér nafni, fuglarnir í ASÍ eiga bara að fara út í pólitík á vegum Samfylkingarinnar og láta þá um að berjast fyrir kjörum launafólks sem til þess eru færir.

Magnús Sigurðsson, 11.4.2011 kl. 06:54

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það er nöturlegt að heildarsamtök launafólks séu afkimi í samfylkingunni en ekki óháð samtök sem berjast fyrir hagsmunum félaga sinna.

Hreinn Sigurðsson, 11.4.2011 kl. 07:38

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hreinn, það er þyngra en tárum taki, enda hefur launafólk ekki átt aðra málsvara en utangarðs síðan kreppan skall á.

Magnús Sigurðsson, 11.4.2011 kl. 07:43

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér Magnús - eins og Hreinn þá segji ég;

Það er nöturlegt að heildarsamtök launafólks séu afkimi í samfylkingunni en ekki óháð samtök sem berjast fyrir hagsmunum félaga sinna.

Jón Snæbjörnsson, 11.4.2011 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband