Mótorhjól, haglabyssa og skeiðarhnífur.

Féttafluttningur mbl er svolítið farin að líkast hryðjuverkafárinu sjálfu, þar sem tilgangurinn helgar meðalið.   Meira og minna litaður af því að löggur á Íslandi langar að fá að hafa byssu eins og  í útlöndum.  Nú eru meir að segja búið að draga minn friðsæla heimabæ inn í umræðuna sem væntanlegt bæli fyrir glæpamenn, því til sönnunar fá blaðamenn að taka myndir af skotvopnum og skeiðahnífum. 

Þetta er svipuð taktík og þegar hryðjuverkaógninni var plantað í Langtíburtukistan, þar voru búrkur, lambhúshettur og úlvaldar allt saman vafasöm fyrirbæri.  Mótórhjól, haglabyssa og skeiðarhnífur, allt þetta má finna á Egilsstöðum.  Það er spurning hvort það er ekki fyrir löngu orðið tímabært að vopna lögregluna, svo hún geti sinnt störfum sínum í borginni með sóma við að verja alþingi fyrir eggjakasti og innheimtumenn bankanna við hundsa hæstaréttadóma.


mbl.is Egilsstaðir næstir á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús. Þetta er mjög góður og umhugsunarverður pistill hjá þér. Er virkilega verið að glæpavæða Austfirðina án tilefnis?

Íslendingar eiga einungis eitt öflugt vopn, sem er SAMSTAÐA ÞJÓÐARINNAR!

Enginn skýtur ófriðinn og ósamstöðuna niður með vopnum. Það hefur sagan kennt okkur, og sagan endurtekur sig víst alltaf. Hringrásin heldur víst áfram.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2012 kl. 21:52

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Er ekki búið að glæpavæða bæði Mafíuna og Hells Angels, þó svo að þeir líti út eins og fermingabörn við hliðina bönkum og ríkisvaldi?

Það er hvorki Mafíunni né Hells Angels til að dreifa á Austfjörðum en bæði bankar og ríkisvald, þannig að þá er bara að búa til rétta vandamálið með gróusögum.  Þeir verða að fá byssu blessaðir.

Magnús Sigurðsson, 8.3.2012 kl. 22:05

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Æ já, þeir eru víst með glæpabanka á Austfjörðunum líka. Hells Angels eru bara raunverulegir englar við hliðina á þannig hryllings-stofnunum, sem bankarnir eru.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.3.2012 kl. 00:42

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ég bjó í Hróarskeldu þegar Hells Angels og Bandidos voru að skjóta á klúbbana hjá hvor öðrum með eldflaugum.  Ég man eftir að fara í gegnum Hróarskeldu á leið í vinnu, þegar lögregla með alvæpni var út um allt eftir að átök höfðu brotist út milli gengjanna.  Þetta er líka mjög vaxandi vandamál hér í Bandaríkjunum þar sem mjög ofbeldishneigð gengi hafa hreiðrað um sig í undirheimum stórborganna.  Sú verður einfaldlega þróunin á Íslandi ef ekki verður eitthvað gert til að stemma stigu við þessu.  Þeim sem lenda í þessum gengum er nokk sama þó hvort einhverjir saklausir borgarar verði fyrir skotum og drepist þegar þeir eru að æfa skotfimi.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 9.3.2012 kl. 02:50

5 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl, það eru varla gengi þó einhverjir búi úti á landi og eigi motorhjól, lögreglan hefur önnur úrræði án þess að nota vopn t.d.láta blása í blöðru eða hraðamælingar í miklu mæli og svipta þá ökuleyfi, þannig fækkar þeim af götunni, einnig er kostnaðarsamt að eiga hjól.

Hinsvegar brá mér við skotárásina í bryggjuhverfi í R,v,k, að dópsalinn sem átti sökina á skotárásinni með því að hækka skuldina upp um 300% fær engan dóm.

Bernharð Hjaltalín, 9.3.2012 kl. 03:59

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Arnór, manstu hvort þú varst á ferðinni í gengum Hróarskeldu á gamlárskvöld eða á einhverjum öðrum tíma? Það gæti nefnilega skýrt raketturnar sem þú sást.

Annars fara frekar fáar fréttir af því að miðaldra mótorhjólamenn hafi verið til sérstakara vandræða fyrir saklausa borgara. En hér sér mbl ástæðu til að undirstrika það fyrir lögregluna að íbúar Egilsstaða, af öllum stöðum, geti átt von á þessum vandræðum sem þú lýsir. Að "drepast þegar þeir eru að æfa skotfimi."

En af því þú ert víðförull og hefur horft á sjónvarpið í mörgum löndum. Hvernig gengur Bandríkamönnum að möndla hryðjuverka keisið í Langíburtkistan, eða er það kannski það hverfandi vandamál heldurðu, að þeir geti farið að einhenda sér í að afvopna eigin borgara?

Bernharð, sakleysingin sem gerir frétt úr heimildum lögreglunnar, á hádegisverðarfundi Varðbergs, vegna fyrirhugaðrar glæpsamlegrar yfirtöku mótorhjólagengja í rólegheita bænum Egilsstöðum tekur það sérstaklega fram í fréttinni að glæpamaður í mótorhjólagengi þurfi ekki að eiga mótorhól. Það er sennilega þess vegna sem lögreglan leifir blaðamönnunum að taka myndir af haglabyssum, skeiðarhnífum og haglaskotum. Þessi frétt er því sennilega um rjúpnaskyttur. Þær eru líka til á Egilsstöðum og eiga jafnvel sumar hverjar mótorhjól.

Láttu þér ekki bregða þó dópsali hækki skuld um 300% eftir að hún er komin í innheimtu.  Það far fréttir af því að þetta sé rétt svo á pari við lögfræðistofu vegna upploginna skuld þá með innheimtukostnaði og virðisaukaskatti.

Magnús Sigurðsson, 9.3.2012 kl. 04:56

7 identicon

 og hefur horft á sjónvarpið í mörgum löndum... han var godur tessi

http://www.youtube.com/watch?v=mbfzrqG_k_U

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 08:51

8 identicon

Þannig að þið viljið meina að þetta sé ekki vaxandi vandamál á Íslandi? Samsæri Lögreglunnar til að hafa meira að gera en mannaforráð leyfir, bara til þess að láta sér ekki leiðast? Fréttir af hópnauðgunum jafnvel bara uppspuni starfsfólks Stígamóta sem þrá athygli fjölmiðla?

Hvernig í ósköpunum tekst ykkur svo að tengja þessa umræðu við bankastarfsmenn og lögfræðistofur?

Jón Flón (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 09:24

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón Flón, á meðan helferðarhyskið stjórnar Íslandi, landsliðið í kúlu gengur laust og náhirðin fitnar á feitum eftirlaunum, þá sé ég ekki að það sé samfélaglegur sáttmáli til að þungvopna lögreglunni vegna nokkurra miðaldra mótorhjóla töffara.  Jafnvel þó Varðberg með Bjössa Willis fremstan í broddi fylkingar sitji andaktugir yfir upplýsingum lögreglunnar um varnarleysis Egilsstaðabúa.

Magnús Sigurðsson, 9.3.2012 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband