Norðurhjarinn.

IMG 0707

Þau hafa verið þrálát norðurhjara élin hérna á 69°N undanfarna daga jafnvel alveg frá því í janúar. Þetta þarf ekki að vera svo slæmt veður fyrir þá sem hafa skýjaskoðun að áhugamáli því þó snjórinn sé hvítur og élin grá, þá má í dekksta lagi greina í gegnum sortann að tilveran er blá.

Í dag ætla ég að reyna að drepa tímann á þessum lengsta föstudegi ársins með því að góna í éljabakkann mér til andagiftar, jafnframt því að gefa innsýn í þær furðumyndir sem ég hef greint í gegnum élin hérna á 69°N og gert tilraun til að klína á striga.  Til samanburðar eru tvær myndir frá því í fyrra sumar sem gefa til kynna muninn á vetri og sumri norðurhjarans.

Setjið bendilinn yfir mynd og smellið til að fá möguleika á að stækka.

     

Kilbotn               Evenskjer               Mørketid (skammdegi)

Vintersol (vetrarsól)               Snebyger (snjóél)               Hagl

Vogsfjorden               Stangnes               Trondenes

Óvænt barst mér gúru andans á youtube sem á vel við þessa páska sem eru þeir fyrstu sem ég dvel algerlega einn og sér með sjálfum mér í mínum blues.  Hann ætlar að setja nokkur púsl í heildarmyndina með nokkrum vel völdum orðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magnus og gleðilega hátíð.

Eg er alveg orðlaus yfir þessum

fallegu myndum.

Mér finnst myndin þar sem trén

koma saman til að spjalla í góða veðrinu

hreint ótrúlega skemmtileg :)

En erfitt að gera upp á milliþ

Þær hafa allar sinn karakter og standa

fyrir sína veröld..

Eins og meistarinn segir á myndbandinu.

Sólrún (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 12:04

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæl Sólrún og gleðilega páska ég þakka komplímenntið.

Þetta var góður gúru sem þú sendir sem segir orð að sönnu "you're on your own" sem á sennilega sjaldan eins vel við og á þessum langa föstudegi.

Sennilega á ég eftir að hlusta á hann nokkrum sinnum en áður en ég næ boðskapnum þokkalega. Í framhaldi af þessum boðskap reikaði ég á slóð sem skýrir myndina betur og eins það sem áður hefur verið teiknað upp t.d. af hinum hrím hvíta úlfi.

Mér er ekki örgrannt um að þú hefðir áhuga á viðtali hjá Project Camelot við Jordan Maxwell, ef þú hefur þá ekki þegar séð það. Þetta viðtal setur helgi páskana og sögur hvíta úlfsins í víðara samhengi, jafnframt við hvað er átt með "you're on your own".

http://www.youtube.com/watch?v=5jJKue2Ff6o

Magnús Sigurðsson, 6.4.2012 kl. 16:08

3 identicon

þegarr maður byrjar að skoða leiðir eitt af öðru.

Þegar eg var að skoða linkinn sem þú settir inn núna síðast

fann eg þennan.

Það er alveg klárt að maður gleypir ekki gúrúinn i einum bita.

Eg hlusta á hann í 10 mínútur og þarf síðan að hugsa eða að minstakosti að reyna það í heilan sólarhring á eftir.

Sérstakur þessi symbólafræðingur gaman að sjá hann.

http://www.youtube.com/watch?v=22S2TNMf8v4&feature=g-hist&context=G27cf041AHT4A8HAAOAA

Sólrún (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 13:25

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já hann er margbrotinn gúrúinn það sem mér datt í hug með upplifunina og það hvort hú fengi sataðist annarstaðar en í eigin huga væri svipað og með tannpínu fram hjá upplifun hennar er ekki svo gott að líta, en manns eigin tannpína er heldur ekki að trufla aðra. 

Hvers vegna ættum við þá að láta slæma tannpínu sem við höfum ekki stjórna núinu?

Annars er það með þennan gúrú hann segir svo mikið í fáum orðum að það tekur langan tíma að koma broti af því heim og saman.

Ég hafði séð viðtalið við unga manninn fyrir nokkru síðan, var búin að gleyma því hvað ég hef oft rambað inn á Camelot í gegnum tíðina.  Svona er nú nútíminn varla hægt að hugsa heila hugsun, svo mikið í boði, annars er finnst mér það heldur hafa skánað eftir að ég steinhætti að horfa á sjónvarp og skrúfaði fyrir útvarpið.

Magnús Sigurðsson, 7.4.2012 kl. 17:32

5 identicon

já það egr gott dæmi þetta með tannpínuverkinn.Það getur víst enginn annar upplifað hann fyrir mann

Það sem nmer finnst vera að gerast núna er það að sömu upplýsingar eru að berast frá mismunandi stöðum sem ekki tengjast.

Og hingað til hefur NATO herinn verið talinn til raunveruleika fyrirbæra en ekki loftkennd ímyndun.

Að Japan Kína Rússland og Nato skuli öll vera að snúast þarna á sama blettinum hvað innan um annað er algerlega nýtt í sögunni skilst mér.

Sólrún (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 18:04

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er orðið allt sama púka blístran og það sem virðist vera að gerast er að marseraðir eru söngvar Satans yfir almenning.  Þessir margföldu fjöldamorðingjar þikjast getað séð spegilmynd sjálf sín í öðrum hverjum manni svo básúna fjölmiðlarnir skerandi óhljóðin um allan heim á mettíma.

Þeir eru t.d. snarir í snúningum með hvernig á að bregðast við í Belgíu, einn er barinn í hausinn fyrir hádegi með skelfilegum afleiðingu, forsætisráðherrann gefur út yfirlýsingu eftir hádegi og boðuð er breiting á lögjöf um almenningssamgöngur í kaffitímanum, mbl greinir frá málinu eftir kaffi samkvæmt heimildum sinna færustu rannsóknarblaðamanna. 

Nei það er ekki skrítið þó þeir blási í púkablístruna eins og engan tíma megi missa það fer nefnilega að verða hverju mannsbarni sem hefur hjartslátt ljóst að djöfullinn sjálfur sér um allt heila undirspilið.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/04/07/barinn_til_bana_a_slysstad/

Magnús Sigurðsson, 7.4.2012 kl. 21:40

7 identicon

Já nú á að láta reyna hvort að gamla platan sé ekki alltaf jafn sívinsæl.

Magnus mig langar til að senda þér til stórhátíðabrigða uppáhalds uppáhaldið mitt :)

Það er fullt af efni komið með henni núna á you tube

http://www.youtube.com/watch?v=pJxk2GuCsvQ&feature=related

Sólrún (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 22:15

8 identicon

eg fann þetta í póstinum mínum

fannst þetta eiga vel vi myndirnar hér á síðunni.

Máer sýnist vera margt líkt með ykkur tveim.

http://www.youtube.com/watch?v=fvdmISdytXg&feature=g-vrec&context=G2976eb8RVAAAAAAAADg

Sólrún (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 22:25

9 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=JZvGbjeUymo&feature=relmfu

Sólrún (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 22:41

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessar sendingar Sólrún.  Þetta var nú aldeilis boðskapur í lagi á Páskadagsmorgni hjá henni Keiesha Cowother. 

Á þessum morgni verður mér ævinlega hugsað til kvennanna sem vitjuðu grafarinnar við sólarupprás þennan morgunn fyrir u.þ.b. 2000 árum, ég fæ ekki betur séð en boðskapurinn sé sá sami enn í dag og þó svo óprúttin öfl hafi reynt að eigna sér hann.  Það var gott að vakna við sólarupprásina þennan morguninn.

Ekki sakaði að fá útskýringu í litum á að 2 + 2 eru ekki fjórir frekar en manni sýnist.  Hugsaðu þér ef trúarbrögð og menntakerfi gæfu innsýn í raunveruleg lögmál alheimsins í stað flatneskju jarðar.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2012 kl. 06:15

11 identicon

Já það er " Amma Litla er yndisleg og alveg mögnuð.

Myhnndirnar þínar verða fallegri í hvert skipti

sem maður sér þær.

blátt er litur heilunar og friðar.

Mér datt í hug að senda þér hana Carolyn Myss.

Hún er nú ekki nein mélkisa kellingin sú

http://www.youtube.com/watch?v=j73VZrBpAnM&feature=g-hist&context=G2182d35AHT4FjMAAbAA

Sólrún (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 10:22

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nei þetta er engin mélkisa og hún fer skipulega í gegnum áratugina með það hvernig hægt hafi verið að sleppa því að opna augun fyrr en nú fyrir því sem allir vissu.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2012 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband