Blessaður kallinn séra Davíð Þór rembist við að sameina söfnuðinn rétt fyrir dómsdag. Það hefur engum andans manni tekist að sameina söfnuð með ýtarlega rökstuddum dylgjum og það mun pokaprestinum sennilega ekki takast heldur jafnvel þó hann höfði til heimsku heimsins.
Séra Davíð Þór sér um guðþjónustur í minni gömlu sókn.  Það sem hefur undrað mig við það, er hvernig þjóðkirkjunni gat dottið það í hug að bjóða söfnuði upp á að kjaftfór guðfræðingur að sunnan fljúgi vikulega austur á land til að flytja fagnaðarerindið.
En það er bara svo margt sem snýr á haus þessa misserin fyrir okkur heimskingjunum.