Ægishjálmur II - launhelg vé.

IMG 0086 

Undarlegir hafa þeir verið draumar mínir upp á síðkastið.  Hef í þeim átt samtöl fram og aftur í tímann, setið í laufskála suðrænnar hitabeltiseyju staðsettum undir íslenskum frystihúsvegg með gjálfrandi ölduna undir gisnu gólfinu sem merlaði ljósbrotum sólarinnar upp um hrímaða veggi laufskrúðsins.  Tekið þaðan á loft út yfir himin og haf, flogið yfir bernskustöðvar þar sem upp fyrir mér rann að nú var ég í flugvél drauma minna sem við pollarnir smíðuðum á hæðinni í denn.  Eftir að tímavélin sú var komin á flug er allt mögulegt og lítill vandi að vita hvernig það er að ferðast hraðar en hljóðið þráðbeint upp til skýanna og þaðan á ljóshraða út til stjarnanna. 

Heimarnir sem við upplifum í vöku og draumi eru í reynd jafn sannir, því báðum tilfellum upplifum við tilveruna.  Munurinn á þessum tveimur tilverustigum er að upplifanirnar verða til vegna næmni mismunandi stöðva okkar innra sjálfs.  Draumaheimurinn varir einungis jafnlengi og draumurinn á meðan vökuheimurinn á sér síendurtekið framhald.  En jafnvel í vöku kemur sumt þannig að hvorki verður að því orðum komið, né það skynjað með skilningsvitunum fimm.  Eina skynjunin er tilfinning hjartans. 

Til að reyna að skýra þetta nánar ætla ég að segja frá því þegar ég keyrði fram á norsku þjóðarsálina á förnum vegi núna í hauslitunum.  Þegar ég stoppaði fór út úr bílnum til að taka myndir af litasinfóníunni sem fyrir augu bar mætti rúllubaggi, kyrrðin, fuglasöngur, blær sem bylgjaði grasið í síðdegissólinni og baulið í belju heima við bæ.  Þarna var hún þá allt um kring, undir, yfir og á milli loftlínanna sem flutti rafmagnið um sveitina.  Það að finna fyrir þessari sál svona óvænt og óumbeðið má einna helst líka við nærveru kærleiksríkrar ömmu, nema hvað þarna var amma ung og ég komin yfir fimmtugt.  Sem passar náttúrulega ekki alveg á línuna, því amma var ekki amma þegar hún var ung og ég ekki orðinn gráhærður. En betri skýringu hef ég ekki haldbæra með orðum á því þegar allur tími stendur ljóslifandi í einu augnabliki og maður heilsar heilli þjóðarsál.

IMG 1697

Ég gaf það í skin hérna um daginn að til þess öðlast skilning á uppruna ægishjálms þurfi að fara alla leið út til stjarnanna.  Svo stór sé uppruni hans að hann sé hvorki það sem fram kemur í goðafræðinni, þ.e. sá verndargripur sem gaf Sigurði máttinn til að bana Fáfni né íslenskur galdrastafur.  Eins var ég búin að rekast á að hann gæti allt eins verið ættaður austan úr Asíu, að á Indlandi væri svipað tákn brúkað gegn neikvæðni og illsku.  Í haust fékk ég svo óvænta staðfestingu á Asíu upprunanum.  Þannig er að á hæðinni fyrir neðan býr fólk frá Pakistan.  Í haust þurfti að endurnýja baðherbergið í íbúðinni þeirra, á meðan fengu þau aðgang að mínu.   Ég þarf varla að taka það fram að ég naut góðs af þessu.  

Kvöld eitt kom Roomi upp á stiga skörina til að færa mér heitt te frá frúnni, honum varð starsýnt á ægishjálm sem ég hafði um hálsinn og spurði forviða "hvar fékkstu þetta" áður en ég náði að svara hafði hann kallað á frúna til að sýna henni þessi stórmerki.  Sjáðu hvað hann er með um hálsinn sagði hann, hún leit snöggvast á gripinn og fór svo með hraði niður stigann.  "Þetta tákn er líka til hjá okkur" sagði hann "en hvað merkir það hjá þér?"  Ég sagði honum það sem ég vissi um merkinguna og að talið væri að þetta væri gömul rún komin aftan úr norrænni goðafræði sem víkingarnir hefðu ástundað.  Hún hefði fundist í gamalli íslenskri bók á 19 öld, "ja svo, eru þá líka víkingar á Ísland" spurði Roomi.  Þegar ég ætlaði að fara að fá uppgefið hjá honum hvaða merkingu hann legði í þetta tákn eyddi hann samtalinu.

Eftir að hafa leitað uppruna ægishjálmsins nú um nokkra hríð vegna þess að mér fundust upplýsingarnar sem um hann voru gefnar á alheimsnetinu vera af skornum skammti hef ég komist að því að alheimsnetið er einn allsherjar ægishjálmur.  Hann hafi alltaf verið til og rétt eins og í sögunni um Sigurð Fáfnisbana þá tilheyri hann fjársjóði sem er kominn enn lengra að en norræn goðafræði.  Hann virðist vera til í öllum menningarheimum sem hið átta arma sólarhjól oftast sem verndarstafur gegn ágangi hins ágjarna, samanber íslensku forskriftina; "Fjón þvæ ég af mér fjanda minna rán og reiði ríkra manna". 

Til eru hugmyndir um að átta arma verndarstafurinn eigi uppruna sinn aftan við alla vísindalega viðurkennda menningarheima.  Hann sé arfur úr fjársjóði sem kemur frá gullöld Atlantis jafnvel alla leið úr paradísargarðinum Eden.  Síðar hafi hann dreifst í áttirnar fjórar og varðveist í þeim menningarheimum sem ríktu þar, s.s. goðafræðinni í norðrinu, menningu frumbyggja í suðrinu, Buddhisma í austrinu, Kristni í vestrinu svo fátt eitt sé upp talið.  Þetta má sjá á þeim táknum sem þessir menningarheimar skarta, s.s. stærsta sýnilega tákni Vadilkansins í Róm, tímahjóli Mayana, Darmha hjóli Buddhismans og ægishjálmi Goðafræðinnar.

En hvers vegna er þetta tákn hjúpað dulúð og galdri svo mögnuðum að kaþólsku kirkjunni þótti jafnvel ástæða til að brenna fólk á báli vegna gruns um samskipti við myrkrahöfðingjann byggi það yfir þekkingu táknsins? 

Þess má geta sér til að þar séu völd höfuð orsakavaldurinn eða "Fjón ríkra manna".  Ægishjálmurinn er nefnilega vegvísir á hina mörgu heima sem manneskjan býr að.  Í norrænu goðafræðinni voru heimarnir a.m.k. níu þ.e. Miðgarður sem var jörðin, Ásgarður heimkynni Goðana, Jötunheimar, Dvergheimar, Eldheimar, Helja, Vindheimar, Álfheimar og Huliðsheimar.  Kaþólsku kirkjunni tókst að afnema vísdóm goðafræði norðursins og gera heimana sem almenningi stóðu til boða þrjá, þ.e. jarðlífið, himnaríki og helvíti.  Það sama átti við menningarheim suðursins, visku hans var því sem næst eytt um leið og menningu indíána Ameríku.  Bæði víkingar og indíánar voru stimplaðir hryðjuverkamenn síns tíma sem þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess stríðs sem nú er háð gegn hryðjuverka ógn sem sögð er steðja af menningu austursins.

Ægishálmur hefur hin fullkomnu hlutföll lífsins blóms.  Hann er því sennilega ættaður úr helgri rúmfræði eða það sem kallað er sacred geometry, stundum fingrafar Guðs.  Þessi stærðfræði er í raun einföld í praxis en hefur verið haldið til hlés fyrir almenningi.  Fjársjóð hinnar helgu stærðfræði má hvarvetna finna ef maður aðeins hefur lykilinn.  Það hefur því verið "Fjón" ráðandi afla í gegnum tíðina að halda þessum lykli innan sinna fjárhirslna og er enn ef marka má námskrár menntastofnanna ríkisins sem kenna það umfram kaþólsku kirkjuna að heimurinn sé helst jarðlífsins hagvöxtur þeim Mammon til dýrðar sem kallast í daglegu tali markaðsöfl og hamra járnið í gegnum marggjaldþrota imbakasann sem telst vera öryggistæki í almannaþágu.  Meira að segja kaþólsku kirkjunni þótti ekki ráðlegt að taka himnaríki alveg út í einum áfanga en setti samt helvíti til mótvægis til að hafa allt undir control.

Það má því með réttu segja að Fáfnir gang aftur á öllum tímum.  En svo merkilegt sem það er þá má finna verkfærin til að smíða lykil af hinni helgu rúmfræði í táknum félagskapar sem kennir sig við starfsheiti mitt.  Án þess að ég ætli að halda því sérstaklega fram að frímúrara sitji stilltir á stúkufundum teiknandi ægishjálma helgrar rúmfræði þá er það með hana eins og þjóðarsálina það er tilfinningin sem gefur skynjunina.  Er von að spurt sé hvers vegna er heilög rúmfræði ekki kennd í skólum?

 

 

  Íslenska útgáfan af ægishjálmi sem fannst á 19. öld.

  Ægishjálmur Maya indíána.

  Átta arma Darmha hjól Buddha.

  Torgið fyrir framan St. Péturs kirkjuna í Róm.

Lífsins blóm hinnar helgu rúmfræði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef eitthva á það skilið að vea kallað  alveg hreint yfirgengilega nagnað þá er það þetta blogg hér.Engin spurning. Lífsblómið Ægishjálmurinn og spiralarnir sem Little Grandmother talar um virðast eiga það öll sameiginlegt að vera þekkt á mismunandi stöðum jarðarinnar þar sem erfitt er að ímynda sér að hafi getað verið samgangur á milli.En á þeim tíma hafa það sennilega  mest verið dýrin sem voru með  farsímakerfi.

Þó að eitthvað af mannfolkinu hafi líklega einnig haft aðgang að því að hluta til.

 https://www.youtube.com/watch?v=cB7PmZrViQ8&feature=relmfu

Sólrún (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 22:28

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Little Grandmother kann aldeilis að skíra málin.  Ég man eftir því að Gunnar Hersveinn kom inn á þetta með spíralinn í bók sem mig minnir að hafi komið út 2005.  Hann sagði að Afríku fólk hugsaði öðruvísi en Evrópubúar, þeir væri enn tengdari við upprunann því meira í spíral á meðan við værum þraut þjálfuð af menntakerfinu í því að hugsa línulega þ.e. frá upphafi til enda.  Menn kæmu alltaf á svipaðar slóðir aftur þegar hugsað væri í spíral því þyrfti endirinn ekki endilega að vera niðurnjörvaður við upphafið.  Eða það kemur dagur eftir þennan dag eða þannig.

Ég hugsaði svolítið út í þetta á sínum tíma þar sem ég hafði kynnst Afríkufólki aðeins og uppgötvaði þá hvað það var sem mér fannst vera skrítið við það svona eins og það væri óskipulagt. 

Til að skíra þetta þá fylgdist ég einu sinni með þessum Afríku kunningjum mínum fara í bæjarferð sér til skemmtunar.  Þeir fóru út á næstu  strætó stoppistöð og á meðan þeir biðu hittu þeir kunningja sem þeir höfðu ekki séð lengi.  Hann var með segulbandtæki sem hafði þessu fínu músík þeir spjölluðu og hlustuðu á tónlist meðan hver srætóinn í bæinn af öðrum fór fram hjá.  Svo kom einn strætó sem félagi var í sem ætlaði líka í bæinn en þegar hann sá kunningjana spjalla við þessa líku fínu tónlist yfirgaf hann vagninn til að slást í hópinn.  Þennan dag var ekkert farið í bæinn og mér þótti þetta undarlega óskipulagðir fírar, ekki það að erindið hafi svo sem verið neitt annað en að sýna sig og sjá aðra.

Þegar ég hugsaði um þennan spíral, sem Gunnar Hersveinn benti á, þá sá ég að sennilega hefði ég, ef kunningi sem ég hefði ekki lengi séð hefði birts á stoppistöðinni, sagt honum að ég væri á leiðinni í bæinn með næsta vagni og ef hann hefði ekki verið á þeirri leið er óvíst að samveran hefði orðið lengri, þó svo að ég hefði bara verið að fara til að sýna mig og sjá aðra í von um að hitta kunningja.

Magnús Sigurðsson, 22.11.2012 kl. 15:32

3 identicon

Gunnar Hersveinn er alger gullnáma  :)

Spirallin er talinn vera form sem að magnar uðð orku kannski svipað og vafnungar í háspennukefli án þess að eg hafi nokkurt vit á slíkum tæknilegum atriðum.

En  þegar þú lýsir afrísku vinunum þínum  þa´finnst mér þú varpa ljósi á nokkuð sem eg hef lengi veruð að verta fyrir mer.En það er hvað Afríka virðist töfra okkur hér á vesturlöndum algerlega upp úr skónum.Eg veut um nokkur dæmi þar sem  íslendingar sem hafa búið mánuði og jafnvel ár í frumstæðustu  þorpum Afríku  ekkert rafmagn  því síður sjónvarp  ekki sómi nema kannski einn GSM sími hangandi uppi í tré og allir þorpsbúar gátu notað ef þeir vildu  sem var vist ekki oft. húsin moldarkofar með stráþökum ekkert klósett  ekkert  rennendi vatn ekki sturta Oft ekkert annað en hrísgrjón kvölds og morgna og miðjan dag.Hvað þá heldur að peningar sæjust nokkursstaðar.Þegar síðan íslendingarnir fluttu heim í hitaveitu húsin sín með öllum  herlegheitunum þá áttu þeir allir eitt sameiginlegt. Þeir grétu og hugsuðu ekki um annað á leið upp í flugvelina en það að nú væru þeir að fara og hvernig og hvenær þeir mundu komast þangað aftur.

Er eitthvað að hjá okkir hérna á vesturlöndum eða havð á maður að halda  ?

Vantar okkur þennan spiral sem þú lýsir þar sem eðlilegasti hlutur í heimi er það að lifa í núinu ?Er það ekki einmitt hið sanna frelsi ?

Getur maður einhverntíma verið einlægur og heill í fortíð eða framtíð ?

Sólrún (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 16:30

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún ég held að þetta með hugsunarháttinn sé miklu miklvægara en við höldum og sá innrætti (vestræni línulegi) takmarki okkur ólýsanlega.  Þetta er ekki bara að vera í núinu, heldur að geta verið í nútíð, fortíð og framtíð á því sem næst sama stað.  Þetta er jú spírall.

Magnús Sigurðsson, 22.11.2012 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband