Bullið í bönkunum.

Hvernig má það vera að eigið fé heimila aukist eftir efnahagshrun, þegar skuldir íbúðahúsnæðis eru orðnar það miklar að þær eru að sliga stóran hluta heimila? Eftir að leiguverð er komið í þær hæðir að flest heimili á leigumarkaði kveinka sér undan því? Samt dugir þetta himinháa leigu verð ekki til að greiða af stökkbreyttum skuldunum hjá þeim heimilum leigja út sitt íbúðarhúsnæði.

Hvernig má þetta vera? Jú vítisvél verðtryggingarinnar æðir um eignir fólks og hækkar allt góssið sjálfvirkt og nú er svo komið á Íslandi samkvæmt frétt á mbl í gær og á mbl í fyrradag, að hækkanir á húsnæðisverði sjá því sem næst einar um það að viðhalda verðbólgunni sem hækkar svo aftur húnæðiskuldir.

Þeir sem svo tök hafa á að eignast íbúðarhúsnæði eru ekki endilega heimili heldur bankar og félög í þeirra náð sem stýra verði á íbúðarhúsnæði. Svo birtir Morgunnblaðið bullið í bönkunum athugasemdalaust í mótsögn við sjálft sig dag eftir dag.


mbl.is Eykur eigið fé heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rifjum upp gamla sögu. Skúli fótgeti (fæddur 1711) ólst upp á Húsavík, þar sem faðir hans var prestur, og vann Skúli á unglingsárum sínum sem búðarloka við einokunarverslunina þar. Það var þá sem Húsavíkurkaupmaður kallaði til hans: "Mældu rétt strákur" til merkis um að vogin skyldi fölsuð þegar innlegg bændanna var vegið. - Árið 2014, 300 árum síðar, er vogin enn fölsuð, en  bara sjálfvirk og lögfest af Alþingi...

Almenningur (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband