Mögnuð heimskupör.

Forstjóra mannvirkjastofnunar færi betur að líta líta sér nær og spyrja sig hvernig standi á því að 27 fermetra "Haarlem" flutt alla leið frá Kína varð ódýrari byggingakostur en efnið sem liggur undir fótum hans. 

Þegar litið er til þess hvað kostnaðurinn sem fylgir íbúðarhúsnæði er orðinn stjarnfræðilegur þá er ekki ólíklegt að skinsamlegast sé að grafa sér holu og  bíða þar af sér svartanættið líkt og skógarbjörn sefur af sér skammdegið. Það versta við þá skinsamlegu ákvörðun er að það gæti þurft að sofa býsna lengi miðað við hvað verðtryggðar lántökurnar eru lífseigar.

En aftur á móti gæti það komið til að reglugerðar farganið þvældist ekki fyrir byggingakostnaðinum ef hann er niður á við, þó er það aldrei að vita nema mætti koma við ákvæðum samræmdrar byggingareglugerðar efnahagssvæðisins og fasteignagjöldum yfir holu, allavega ekki útilokað að þar væri í það minnsta hægt að innheimta gistináttagjald.

Undanfarið hafa fréttir af vörugámum farið sem eldur í sinu eftir að upp komst að hægt væri leigja þá til búsetu í London. Nú þykir þetta orðinn álitlegur kostur til að græða á ungu fólki á Íslandi því leigan var ekki nema 60 þúsund krónur á mánuði í London og væri því hæfileg 80 þús í Reykjavík. Þegar svo er komið að ódýrasta íbúðarhúsnæðið á Íslandi er gámur frá Kína þá hlýtur eittvað að vera orðið bogið í veröldinni. Alla vega er reglugerðar farganið búið að svipta ungt fólk hugmyndafluginu til sjálfsbjargar Bjarts í Sumarhúsum. 

Máltækin segja "sjálfs er höndin hollust" og "hollur er heimafenginn baggi", en einhvern veginn hafa lög og reglugerðir þróast á þann hátt að flestu fólki er fyrirmunað að uppfylla þörf sína fyrir þak yfir höfuðið öðruvísi en að steypa sér í lífstíðar skuldir.  Þetta hefur leitt til þess að alltaf verður það byggingarefni sem er hendinni næst torfengnara til notkunar því það þarf að uppfylla kröfur fjórfrelsisins innan lagarammans þannig að endingu er hægt að reikna tilbúnar gámaeiningar frá Kína sem ódýrasta kostinn. 

Reglugerða farganið þegar þak yfir höfuðið er annars vergar er komið á það stig að vert er að hafa varnaðarorð Vilhjálms Hjálmarssonar aldna héraðshöfðingjans í Mjóafirði í huga, sem sennilega hefur aldrei sótt um leifi til annars en sjálfs sín þegar kemur að húsaskjóli. En hann sagði; "þó svo Bakkabræður hafi stundað mögnuð heimskupör hefði þeim aldrei dottið í hug að setja flöt þök á húsin á Bakka". Sennilega hefði þeim ekki heldur dottið í hug að taka verðtryggt lán til að uppfylla lög og reglur settar af fábjánum. 


mbl.is Tilraunabyggðir möguleiki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Magnús - æfinlega !

Vel mælt - og ekki nokkru þar / við að bæta.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 00:12

2 identicon

Ætli það geti verið að hér sé enn á ferðinni hin gamla Illuminati þula "problem,reaction,solution" þar sem nýjasta trendið hjá þeim er víst að þjappa saman fólki inn í sem allra smæstar einingar í borgum .

Og mikil áhersla lögð á að ná landi af þeim sem það eiga.Sérstalkega ef hætta væri á að þeir færu að framleiða mat sem væri ætur og óerfðabreyttur.

Mig grunar að íslendingar gætu þurft að hafa augun með sér á næstunni úr því að þessi gáma aðgerð virðist vera að halda innreið sína.

Þetta er nú eitt af því sem eg held að fólk trúi ekki fyrr en að búið er að skella öllu í lás og loka gildrunni.

Samanber kvótakerfið þegar verið var að smeygja því upp á landsmenn sem sögðust bara alls ekki ætla sér að trúa því að það væri verið að eyrnamerkja og selja fiskinn í sjónum. Sama hvað hver segði en það mega ráðamenn þó eiga allavega í því tilfelli þá lögðu þeir þó líkn með þraut þar sem þeir fengu menn til að trúa því að þeim hefði verið bjargað frá einhverri voðalegri hættu með því

Svo í dag eru flestir óskaplega þakklátir fyrir það .

Og finna til mikils öryggis vegna þess.

Inelia Benz varpaði fram þeirri spurningu á einum af fyrirlestrum sínum,hversvegna ættum við að þurfa að borga eingverjum fyrir það að eiga heima hérna á jörðinni ?

http://www.youtube.com/watch?v=PxDCGhL55u4

Sólrún (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 20:46

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún; mig grunar að þú sért að hitta naglann á höfuðið. Það eru ótrúlega mörgum sem finnst átakapunkturinn í þessari gámavæðingu vera sá að skiplagsyfirvöld sveitafélaga séu ekki nógu liðleg í því að greiða götu bjargvættanna með billegu stálklefana frá Kína. En hafa ekki heilaburði til hugsa út í hvernig það gat gerst að fólki leifist ekki að koma sér þaki yfir höfuðið með höndunum og því byggingarefni sem ódýrast er í nánasta umhverfi. Kannski hefur það líka eitthvað að gera með það á hverju fólk telur sig lifa en það eru ótrúlega margir sem telja að þeir hafi rétt til að lifa á náunganum og vilja að hann verði eyrnamerktur í þeim tilgangi.

Magnús Sigurðsson, 5.3.2014 kl. 23:03

4 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=Wbs5kNxi7fE

Það er nú nefnilega það....

Sólrún (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 01:00

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gott myndband, Sólrún það er nefnilega verið að "gámavæða" allan heiminn ekki bara Ísland.

Magnús Sigurðsson, 7.3.2014 kl. 18:25

6 identicon

Já það er verið að læðast að fólki í skjóli moldviðris einn ganginn enn og fólk er nú sð byrja að fatta það hvað það er óskaplega hamingjusamt að eiga þess kost að fá að taka þátt í gámavæðingunni. Algerlega eins og að vera í vinningsliðinu enda búið að girða vel og rækilega fyrir allar aðrar leiðir nákvæmlega eins og þú bendir á. Og á víst eftir að gera ennþá betur. Það verður líka að segjast eins og er að Ísland er kjörið land til að ganga þar á undan,því það er frekar erfitt að eiga heima úti á veturna hér.

Sólrún (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 21:14

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það hefur ekki verið vandamál fyrir fólk í gegnum tíðina að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að farið var að kalla það stærstu fjárfestingu lífsins.

Fljótlega eftir það varð það að skuldsetningu lífsins sem nær nú út yfir gröf og dauða. Byggingarefnið sem er hendi næst hefur alltaf verið einfaldasti kosturinn því þar þarf ekki svo margar krónur einungis hendur, frumkvæði og þor til koma upp þaki.

Með því að hleypa latínusamfélaginu inn í húsagerðalist í gegnum reglugerðasamfélagið hefur það verið gert ólöglegt fyrir venjulegt fólk að uppfylla þörf sína fyrir húsaskjól og nú er svo komið að besti kosturinn á að vera sá að hýsa það í vörugámum úr stáli frá Kína.

Flest venjulegt fólk hefur ekki aðgang að stáli í sínu nánasta umhverfi svo hugmyndin uppfyllir fullkomlega þarfir hagvaxtar byggðum á skuldsettningu samkvæmt ströngustu reglum.

Magnús Sigurðsson, 8.3.2014 kl. 07:26

8 identicon

Já eg hef verið að reyna að spyrja fólk þessarar spurningar ,hversvegna ættum við að þurfa að borga einhverjum fyrir að

eiga heima á jörðinni og hverjum þá og hvervegna ?

Enginn hefur getað frætt mig um þetta og eg skil alltaf minna í því eftir því sem eg hugsa meira um það.

Michael Tellinger er fyrir sitt leyti búinn að svara spurningu

http://www.youtube.com/watch?v=PxDCGhL55u4

Sólrún (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 11:05

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún; við þessari spurningu er kannski einfalt svar en hvort það svarar spurningunni á fullnægjandi hátt er annað mál, en svarið er; til þess að skemmta skrattanum. Hagvöxtur er svo lykilorð þeirrar öfugmælavísu.

Ég er svo heppin að hafa fengið að prófa heim án peninga. Það hefur nokkru sinnum gerst í draumi og  þar er ég að gera nákvæmlega það sama og í vöku, en ólýsanleg tilfinning fylgir í drauminum við að vera án skuldadaga peninga sem gerir það sem kallast atvinna að samfélagslegu listaverki. 

Michael Tellinger lýsir því nokkuð vel hvers vegna það þarf að losa fólk úr viðjum banka og ríkisvalds, einnig hvernig fáviskufabrikkur ríkisins eru notaðar til að hefta frjálsborin börn.

Gaman að heyra að hann minnist á baráttu heimila á Íslandi, enda minnir hann um margt á vin minn, Vilhjálm Bjarnason ekki fjárfesti, formann HH. 

það ættu allir að kynna sér Tellinger.

 http://www.youtube.com/watch?v=PxDCGhL55u4

Magnús Sigurðsson, 8.3.2014 kl. 21:17

10 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 11:00

11 identicon

Já auðvitað, þetta hafði mér ekki dottið í hug áður auðvitað hlýtur hliðið inn í næstu vídd að vera farið gegnum draumana.

Magnús það lítur helst út fyrir að þú sert kominn í þá stöðu að hafa ráð yfir varalyklunum í Gullna Hliðinu

Þér hefur verið treyst til þess að fara vel með þá :)

http://www.youtube.com/watch?v=3XzU1jwx9bA

Sólrún (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband