Bera.

Það að íslenska Grýla sé Keltneskt ættuð tröllkona er skemtileg tilgáta og ekki ósennileg. Nafnið Cail­leach Bhé­ara eða Cail­leach Beur benda til að hún hafi átt sér nöfnuna Beru á Íslandi, þó svo tilgáta sé um að nafnið Bera sé afbrygði af nafninu Birna.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar era saga af því hvers vegna einn austfjarðanna heitir Berufjörður. Sú saga ber þess merki að þar gætu hafa verið tröll á ferð um fjöll.

Berufjörður dregur nafn sitt af Beru sem bjó í Berufirði. Bera var auðug af gangandi fé og sjást enn kvíatóftir hennar í túninu á Berufirði; tóftin er fjórðungur úr dagsláttu og er kölluð Berukví. Sóti hét bóndi Beru.

Einu sinni fóru þau að heimboði upp í Breiðdal, en á heimleiðinni villtust þau á fjallinu og margt manna með þeim. Veður var svo illt að allir förunautar þeirra dóu á hjalla þeim sem síðan er kallaður Mannabeinahjalli.

Þau héldu nú áfram tvö ein og urðu loks aðskila á fjallinu. Sóti komst rétt á móts við bæinn í Berufirði og þrammaði þar fram af fjallinu sem heitir Sótabotnsbrún. Af því beið hann bana og er þar dys hans í Sótabotni.

Bera lét hest sinn og hund ráða förinni eftir það hún var ein orðin og vissi hún eigi fyrr en hesturinn fór inn í hesthúsið í Berufirði. Var þá svo mikil ferð á hestinum að hún skall aftur af honum og rotaðist. Hún er heygð í Beruhóli, en sá hóll stendur fram undan bænum í Berufirði.


mbl.is Er Grýla keltnesk gyðja?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg tenging Magnús .. ég verð að skoða hana betur. Eins held ég að það sé tenging milli Kellinga-fjallanna hérlendis og þessara Cailleacha nágranna okkar og formæðra og -feðra. Þ.e. að kelling sé ekki afbökun af kerling (lítill karl), heldur þýði það gömul kona eins og í keltneskunni.  Takk fyrir að hugsa þetta áfram! Valgerður

Valgerður H. Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 13:33

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæl Valgerður, það væri gaman að vita hverrar ættar Beru nöfnin eru á Íslandi s.s. Berufjörður og Berunes. Nú veit ég ekki af annarri skýringu en þessari í þjóðsögum J.Á. hvað Berufjörð eystri varðar.

Annars vil ég þakka þér fyrir áhugaverð og uppýsandi efnistök úr íslensku þjóðargersemunum, því þar er falinn meiri sannleikur og vísdómur en viðtekin mankynsaga er tilbúin til að viðurkenna.

Magnús Sigurðsson, 7.12.2014 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband