Rússíbani.

Eins og þeir þekkja sem hafa farið í rússíbana þá getur ferðalag í þeim snúið innyflum á hvolf. Síðastliðinn sunnudag lenti ég í rússíbana sem snéri við fleiru í mér en innyflunum einum.

Aðdragandinn að ferðalaginu var stuttur þó merki um ferðina væru farin að gera vart við sig rétt fyrir hátíðarnar, 19. des átti ég nefnilega erfitt með að bera sementspoka upp á 3.hæð vegna mæði. En ástæðan gat vel verið sú að ég bar þá í kappi við mér yngri menn. Á aðfangadag byrtist mæðinn óvænt upp úr þurru og á laugardeginum eftir jól átti ég í fullu fangi með að koma mér tómhentum upp og niður stigana heima hjá mér vegna mæði og brjóstverkja.

Þetta var náttúrulega allt helvítis gigtinni að kenna enda þekki ég það á eigin beinum að það er betra að strekkja áfram en að slaka á í glímunni við hana. Þessa speki upplýsti ég svo heilsugæslulækninn um á fyrsta virka degi eftir jól, eins það að þessi heimsókn mín til hans væri til að friða nákomna því það væri löngu útséð með hverju þessar þrautir sættu hvað mig varðaði. Með lagni fékk læknirinn mig til að fara í hjartalínurit og blóðprufu, svona til öryggis. Sagði svo eftir að hafa lesið línuritið hvort ég vildi ekki fara í þrekpróf til hjartalæknis til frekara öryggis.

Þannig fór ég inn í áramótin með mína hefðbundnu gigtarverki auk mæði. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá mínum nánustu um að ég hætti að þrjóskast við að sjúkdómsgreina mig sjálfur þá tók ég út mína gigtarverki, það var ekkert að mér sem ekki myndi lagast þegar dagarnir tækju upp sinn vanagang. Svo var það núna á sunnudaginn að ég komst ekki lengur á milli herbergja heima vegna verks og mæði sem ekki vildi líða hjá, varð á endanum að mjálma á hana Matthildi mína um að hringja í lækninn.

Eftir það var ekki aftur snúið rússíbana ferðin far hafin. Læknirinn mætti með sjúkrabíl og aðstoðarmenn og ég var tekin fumlausum tökum eftir að fullreynt var með að hefðbundin meðul unnu hvorki á mæðinni né verknum. Ferðin niður þrönga stigana í Útgarðinum var fyrsta salí bunan þar sem ekki var auðvelt að átta sig á hvað sneri upp eða niður hvað þá heiglum hent að halda börunum láréttum í þrengstu beyjunum. Þegar niður kom tók sjúkrabíllinn við niður á heilsugæslustöð,Þrátt fyrir ítrekaðr sprautur þá var þrálátur verkurinn kominn jafnharðan, því var gerð lokatilraun til að fá gigtargreininguna samþykkta á mill þess sem ég spjó. Í bílskýlinu á sjúrahúsinu á Egilsstöðum höfðu ælurnar bæst við, en þar var beðið eftir sjúkraflugvél fyrir næstu salíbunu

Flugvélin fór frá Egilsstaðavelli í hvössum vindi svo hvössum að öðru flugi hafði verið aflýst. Flugvélin hossaðist yfir Holuhraun með mig ælandi og vælandi með blikandi sprautur fluglæknisins á lofti sem barðist með þeim hetjuleg við að losa mig við verkina. Sem betur fer sá ég af og til grilla í hana Matthildi mína þar sem hún sat í skuti. Flugferðin var venjufremur löng vegna veðurs en tók loks enda og lemjandi rgningin á Reykjarvíkurflugvelli minnti mig á að þessari salíbununi var lokið.

Í næstu bunu var brunað með blikkandi ljósum á Landspítalann þar sem mér var síðan brunað ælandi um ganga hjartadeildarinnar á heimsóknatíma og ekki stoppað fyrr en inn á sjúkrastofu. Þar voru mér til mikilla undrunar vinir og vandamenn ásamt hjúkrunarfólki. Fljótlega kom sparifata klæddur læknir og sagði „hann hafði þá rétt fyrir sér sveitamaðurinn ég skal gera aðgerð á þér strax ef þú skrifar undir þetta blað“. Þar sem ég hef slæma reynslu af því að skrifa undir blöð án þess að lesa þau gaumgæfilega yfir þá kom á mig hik. Þá var sagt „mér er nákvæmlega sama hvort að þú stafsetjir nafnið þitt vitlaust það má þess vegna vera ólæsilegt fyrir mér en ég ráðlegg þér að skrifa undir ekki seinna en strax“. Ég var alveg orðin ráðviltur eftir allar salíbunurnar og orkaði ekki að æla gigtargreiningunni upp úr mér einu sinni enn og skrifaði undir.

Þá hófst ein salíbunan enn, en þar dró læknirinn mig vælandi í sjúkrarúmi á eftir sér um ganga og lyftur niður á hjartaþræðingu. Þar var mætt fullmönnuð áhöfn á sunnudagskvöldi með tækjabúnað sem þræddur var upp í slagaæð í náranum alla leið upp í hjarta þar sem búnaðurinn tók myndir, um leið og hann flutti vírslöngubút ásamt loftbelg sem blásin var út þegar búturinn var kominn á réttan stað þannig að slöngubúturinn þrykkti út stýflaðri æð. Læknirnn sagði „þú finnur verk er það ekki en það verður ekki mikið lengur“. Verkurinn hvarf eins og dögg fyrri sólu og læknirinn sagðist vilja draga mig sjálfur, liggjandi eins og grár skata í sjúkrarúmin, til að skila mér til hennar Matthildar minnar.

Núna tveimur dögum seinna er ég farin að rölta fram og til baka um gangana á hjartadeild LSH og þó svo ég fari ekki hratt yfir vegna mæði þá geng ég teinréttur og er orðin alveg laus við gigtina. Ég er búin að komast að því að það er jafn gott að eiga systir sem vinnur á deildinni og það að vera ráðherra, búin að fá upplýsingar um það að sveitamennirnir kunna ýmislegt fyrir sér, auk þess að hafa grun um að við eigum frábærsta heilbrygðisstarfsfólk í heimi.

Mér finnst ekki koma annað til greina en að samið verði við lækna og að þeir Þorsteinn Víglundsson og félagar taki sjálfir á sig þær launaskerðingar sem þarf þar til þeir hafa náð skuldastöðunni á við hinar norðurlandaþjóðirnar eins og var ,,,sko áður en þú veist þú veist.


mbl.is Kröfur lækna úr öllu samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

33% hækkun á 1,5 M = 2 M

% (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 21:28

2 identicon

Fardu vel med tig Maggi

jóhanna Màs (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 21:37

3 identicon

Gangi þér vel Maggi minn.

Hafdís Erla Bogadóttir (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 22:39

4 identicon

 Mikið brá mer þegar ég byrjaði að lesa þetta.þú ert alt of ungur i svona vesen,jæja það er gott að þú ert a bata vegi,Gangi þér vel vinur minn

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 11:07

5 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Ég er mjög ánægður með að þetta skuli hafa gerst Maggi, EF það verður til þess að þú byrjar að skrifa aftur.

Þessi "gigt" er greinilaga búin að draga þig niður á allan hátt.

Bata og skriftarkveðjur til þím Maggi minn.

Kveðja

Villi ekki fjárfestir 

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 7.1.2015 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband