Sólin fer á kostum um jólin

IMG_1409

Það vefst fyrir sumum hvers vegna halda skal upp á jólin. Flestir halda þó upp á fæðingu frelsarans og það gerir síðuhöfundur. 

Margir telja jólin heiðna hátíð aftan úr grárri forneskju, sem á rætur sínar að rekja til vetrarsólstöðu; til þess að nú fer sólin að hækka á lofti og ættu allir að geta sameinast um að því beri að fagna. 

Um leið og ég óska lesendum þessarar síðu gleðilegra jóla birti ég hér nokkrar myndir sem ég tók af svölunum í gær, aðfangadag, og núna á jóladagsmorgunn, sem sína að hvað sem öðru líður þá fer sólin á kostum yfir jólin þó með himinskautum sé.

Aðfangadagur

Himininn yfir Fljótsdalshéraði við sólsetur á aðfangadag

 IMG_1418

Sólarupprás á jóladag 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband