Var Snorri Sturluson frímúrari, sem vísaði vestur?

Um það bil 20 árum eftir að Evrópskir krossfarar höfðu frelsað hina helgu borg Jerúsalem undan yfirráðum múslima árið 1118, er stofnuð regla musterisriddara sem sögð er hafa haft aðsetur þar sem musteri Salómons stóð. Regla þessi auðgaðist gríðarlega af áheitum og landareignum víða á vesturlöndum. Í Frakklandi einu er hún talin hafi átt um 10.000 herragarða. Leynd hvíldi yfir reglunni og þeim fornu fræðum sem hún á að hafa haft aðgang að úr musteri Salómons, sem sum hver voru talin komin úr Egipsku píramídunum. Öfund gerði vart við sig í garð reglunnar vegna ríkidæmis hennar og þegar múslímar náðu Jerúsalem aftur á sitt vald árið 1291 fór að halla verulega undan fæti fyrir musterisriddurum.

Páfinn í Róm og Filippus Frakkakonungur blésu til ofsókna gegn Musterisriddurunum. Voru reglubræður þá um 20.000 talsins, ákærðir fyrir hvers konar sakir, upplognar sem aðrar. Árið 1307 voru reglubræður í Frakklandi handteknir í stórum hópum. Eftir sýndarréttarhöld og pyntingar voru þeir brenndir á báli í þúsunda tali um alla Evrópu fyrir galdur og önnur forn fræði. Árið 1312 bannaði páfinn reglu musterisriddara og leið hún undir lok að talið var, því er þó haldið fram að að hópur musterisriddara hafi sloppið undan ofsóknunum á meginlandi Evrópu yfir til Skotlands. Hin skoska regla musterisriddara varð síðan forveri seinni tíma frímúrarareglna og var sett á laggirnar í Skotlandi undir verndarvæng Robert Bruce konungs Skotlands árið 1314. Árið 1319 veitir nýr páfi, Jóhannes XXII, reglunni aftur tilverurétt þá undir nafninu Riddarar Jesú Krists.

Ítalski verkfræðingurinn og dulmálssérfræðingurinn Giancarlo Gianazza telur sig hafa fundið sterkar vísbendingar um að stór hópur musterisriddara hafi komið til Íslands árið 1217 með leyndar helgar frá Jerúsalem. Telur Gianazza sig hafa lesið þetta út úr dulmálskóda sem megi finna í hinum Guðdómlega gleðileik eftir Dante. Þórarinn Þórarinsson arkitekt hefur unnið með Giancarlo Gianazza við að fylla uppí myndina með vísbendingum sem felast í Sturlungu. Þórarinn telur komna fram raunverulega skýringu á pólitískum átökum í kringum Snorra Sturluson á þrettándu öld. Hverjir voru hinir „áttatíu austmenn, alskjaldaðir" sem voru í fylgd með Snorra á Þingvöllum? Þórarinn og Giancarlo telja að þetta kunni að hafa verið musterisriddarar sem töldu tryggast að koma dýrgripum frá landinu helga í örugga geymslu vegna trúarlegra og pólitískra átaka í Evrópu.

Í grein um fræði Gianazza sem birtist í Leyndarmálum sögunnar (Historic Mysteries) 10. febrúar 2011 er greint frá að Gianazza hafi rannsakað þetta undarlega mál frá því 2004. Þar segir m.a.;

„It seems incredible that Iceland would be a part of what some call the greatest literary work of all time. Gianazza avers that it is not so far-fetched. Apparently a group of the Knights Templar, a monastic military order of the Middle Ages long associated with discovering holy relics, visited Iceland. “In the official historic records of Iceland it is stated that in 1217, during the meeting of the Althing – the Parliament established in 930 – the leader and poet Snorri Sturlusson appears next to what the text defines as ‘80 knights from the south, all dressed and armed in the same fashion’ and is elected as commander for that year.” Gianazza is convinced that the Knights “travelled to Iceland and backed the election of Sturlusson in exchange for his support in the building of a secret chamber to be filled over the years with sacred books and objects from the Temple of Jerusalem.” After the eradication of the Knights Templar in 1307, Gianazza believes a secret elite of the Knights remained and that Dante belonged to this elite. Dante, therefore, would have been privy to the knowledge of the Knights and the whereabouts of the secret chamber. Consequently, he would have coded this knowledge into the Comedy.“

Þó það kunni að vera langsótt að halda því fram að Snorri Sturluson hafi verið forveri frímúrara, þó svo þessar tilgátur Ítalans Gianazza væru sannar, þá er eftir sem áður hér um athygliverða tilgátu að ræða. Þetta verður sérlega áhugavert þegar ævi Snorra er skoðuð í þessu ljósi og höfð til hliðsjónar kenning Jochums M Eggertssonar í Brisingameni Freyju frá 1948 þar sem hann leggur m.a. út frá orðum Gísla Oddsonar biskups í Skálholti (1634-1638) í bókinni Íslensk annálsbrot og undur Íslands, um; -„að ófreskju skuggar og áþreifanleg Egipsk myrkur hafi einhvern tíma, ráðist inn í þetta föðurland vort og varpað skugga á það. –Ég hef ekki fundið tilgreint, hve lengi þeir hafi haldist við í hvert sinn, né ártölin.“ –skrifar biskup.

Snorra Sturlusonar er einkum minnst fyrir íslendingasögurnar og hið mikla ritverk Heimskringlu, sem hefur að geyma sögu Noregskonunga auk þeirra heimilda um norræna goðafræði sem í verkum hans felast. Vegna þessarar arfleiðar mætti ætla að Snorri hafi verið mikill fræðimaður og grúskari. En sannleikurinn er sá að hann var umfarm allt annað íslenskur höfðingi á umbrotatímum sem hæpið er að ímynda sér að hafi haft tíma til að sinna grúski og ritstörfum. Á ævi Snorra logar Ísland í borgarastyrjöld sem endar með því að landið kemst undir Noregskonung. Helstu persónur og leikendur í þeirri styrjöld voru Noregs konungur ásamt biskupnum í Niðarósi, sem íslenska kirkjan heyrði undir, auk íslenskar höfðingjaætta á við „Sturlunga“ ætt Snorra. Enda gengur tímabilið undir heitinu Sturlungaöld í Íslandssögunni.

Auðsöfnun og valdagræðgi var áberandi á meðal íslenskra höfðingja 12. og 13. aldar og náði sennilega hámarki með Snorra Sturlusyni. Tilgáta Giancarlo Gianazza er sérstaklega áhugaveð í þessu ljósi. Eins kenning Jocums M Eggertssonar um að Snorri hafi ekki skrifað þær bókmenntir sem við hann eru kenndar heldur hafi þær verið skrifaðar mun fyrr, en Snorri hafi komist yfir þau handrit og látið endurrita þau þannig að þau varðveitast. Sturlungaöldin hófst árið 1220 þegar Noregskonungur fer þess á leit við Snorra Sturluson að hann komi Íslandi undir norsku krúnuna og hann gerist lénsmaður konungs. Þarna hefur konungur því talið sig vera að gera samning við einn valdamesta mann landsins, en Snorri gerði lítið til þess að koma landinu undir Noreg og var drepinn árið 1241 af Gissuri Þorvaldsyni að undirlagi konungs.

Það er ævintýralega langsótt að setja frama Snorra Sturlusonar í stjórnmálum Íslands í samhengi við Musterisriddara en því verður samt ekki á móti mælt að eftir heimsókn 80 austmanna sem mæta með alvæpni á Þingvelli með Snorra 1217 hefst frami Snorra, sem var sonur Hvamm Sturlu Sighvatssonar sem talin er hafa verið nýlega tilkominn höfðingi af bænda ætt en ekki goða. Eins verður ævi Snorra sem rithöfundar allt önnur í þessu ljósi því auðséð er á þeim bókmenntaverkum, sem við hann eru kennd, að þar var um víðtækar heimildir að ræða sem ná árhundruð ef ekki árþúsund aftur í tímann frá hans æviárum.

Það mætti jafnvel gera að því skóna að Snorra hafi verið færð tímabundið til varðveislu sú saga heimsins sem var valdastofnunum þess tíma ekki þóknanleg. Hann hafi svo afritað úr því efni það sem samræmdist Íslendingasögunum s.s. um vöggu Ásatrúarinnar við Svartahaf en ekki getað stillt sig um að stelast í Völsungasögu í leiðinni. Ef haldið er áfram með þessar vangaveltur um musterisriddaratengsl Snorra er ekki ólíklegt að þessi saga heimsins hafi verið flutt vestur um haf vegna þess að íslendingar bjuggu yfir vitneskju um þá miklu heimsálfu á þessum tíma.

Margar dularfullar getgátur um frímúrara tengjast Newport tower á Rhode Island. Turninn hefur glettilega líkt byggingarlag og t.d. Garðakirkju á Grænlandi og hin dularfulla Magnúsarkirkja í Kirkjubæ á Færeyjum. Margir vilja meina að einhverskonar gral sem  musterisriddarar eiga að hafa flutt vestur um haf tengist Newport turninum. Það að þetta gral gæti verið fræði úr musteri Salomons sem náðu allt til Egipsku píramídana rímar ágætlega við frímúrara. Til eru sagnir í fræðum þeirra sem segja frá komu Portúgala á Rhode Island skömmu eftir Columbus þar eiga þeir að hafa hitt fyrir innfæddan mann af norrænum uppruna sem bar nafnið Magnús og gerðist þeirra leiðsögumaður.

Það er því spurning hvort Musterisriddarar hafi valið Snorra til að geima tímabundið þær launhelgar sem fluttar voru úr musteri Salomons vegna þeirra miklu bókmenntaverka sem hann varðveitti þá þegar og við hann eru kennd. En samkvæmt kenningu Jochums sem finna má í Brisingarmeni Freyju komu verk Snorra úr Krýsuvík, mörghundruð árum fyrir fæðingu Snorra. Fræðasetrið í Krýsuvík á svo að hafa átt rætur sínar að rekja til eyjarinnar Iona á Suðureyjum Skotlands, nánar tiltekið klausturs St. Columbe, og verið flutt til Íslands löngu fyrir landnám eða um árið 700.

Allavega virðist Snorri hafa haft tengingar til Skotlands ef marka má Sturlungu. Þann 29. september 2013 má finna í Akureyrarblaðinu áhugaverða grein um kenningar Giancarlo Gianazza, þar segir m.a.;

„Í Sturlungu segir frá Skotanum Herburt sem var hér á landi sumarið 1216 en hann var fylgdarmaður Snorra Sturlusonar. Segir frá deilum hans og annars útlendings sem kallaður var Hjaltinn en sá var aðstoðarmaður Magnúsar goða. Má draga þá ályktun að Herburt hafi haft frumkvæði að þessum ágreiningi þeirra á milli og jafnvel gert meira úr honum en efni stóðu til. Í kjölfarið upphófust deilur milli Snorra og Magnúsar og liðsmanna þeirra. Fleiri deilumál komu upp milli þessara tveggja aðila sem enduðu með því að árið eftir (1217) mættust þeir tveir á Alþingi sem þá var á Þingvöllum. Þar komum við að því sem Gianazza telur vera eina vísbendingu af mörgum sem styðji kenningu hans um veru gralsins hér. Í kjölfar frásagnar af deilum þeirra Snorra og Magnúsar sem áður var minnst á segir eftirfarandi: „Eftir þetta fjölmenntu mjög hvorirtveggja til alþingis. Snorri lét gera búð þá upp frá Lögbergi er hann kallaði Grýlu. Snorri reið upp með sex hundruð manna og voru átta tigir Austmanna í flokki hans alskjaldaðir. Bræður hans voru þar báðir með miklu liði.“ (Sturlunga saga, 1988:253-254). Samkvæmt þessu var Snorri Sturluson með stóran hóp fylgdarmanna á Alþingi og þar af voru 80 Austmenn.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Þetta er skemmtilegur lestur, og kemur kannski inná þá stóru spurningu, af hverju voru heimsbókmenntir ritaðar á Íslandi, sem þá var útnári heimsins.

Ég held allavega að hlutirnir séu mun flóknari en seinni tíma söguskýringar halda fram, og vísa þar meðal annars í nálgun Bergsveins Birgissonar í Svarta víkingnum, sem dró upp lifandi mynd af því af hverju útnári Íslands, Strandirnar og Jökulfirðir voru fyrstu landsvæðin sem voru fullnuminn.

Eitthvað svo augljóst þegar maður las rökstuðninginn, en blasti ekki við þegar maður las hina hefðbundnar sögu.

Og svo maður færi spurninguna yfir á nútímamál, hvað bjó að baki vörumerkinu "Snorri Sturluson".

En þetta var reyndar ekki tilefnið, pistill þinn vakti hjá mér áður gegnar hugrenningar, sem oft hafa kviknað þegar maður les höfunda eins og Dan Brown, sem eru, hvað á að vera svona merkilegt í rústum musteri gyðinga sem kennt er við Salómon konung??

Svona fyrir utan fjársjóði sem voru rændir áður en musterið var eyðilagt.

Guðs útvalda þjóð vissulega, en það eru þeirra orð, og á þessum tíma voru þeir ekki þeir einu sem töldu sig hafa þann sess. 

Gyðingaríkið sem slíkt var ekki  menningarríki á þessu svæði, og það sem þeir skráðu, fyrir utan lokal sögur, var fengið að láni úr sagnaheimi hins forna menningarheims fyrir botni Miðjarðarhafs.

Síðan má spyrja, hvað vissu Musterisriddarar um heimsmenningu, eða heimsbókmenntir??

Kristnu krossfararnir voru bara riddarar sem fóru ránshendi um gamla heiminn, voru flestir bæði ólæsir og óskrifandi. 

Svo það er eitthvað sem meikar ekki sens í þessari nálgun á tilurð hinna íslensku heimsbókmennta, en góð saga engu að síður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2019 kl. 19:11

2 identicon

Sælir, 

Ekki ætla ég að gera lítið úr vangaveltum þessum.  Þær minna hinsvegar óneitanlega mikið á bók eina norska sem kom út hér um árið, nafn bókarinnar eða höfundar man ég ekki lengur, en þú varst að lýsa söguþræði bókarinnar svona nokkurnveginn.  Norrænir menn hafa í vörslu sinni gamlar egypskar minjar, flytja til Íslands og héðan áfram til vesturheims.  Síðan var mikið havarí í nútímanum þegar leitarmenn röktu slóðina svona í anda Da-vinci code.

kv.Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 19:34

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar og þakka þér fyrir þetta innlegg. Ég tek undir það með þér að tilurð íslensku heimsbókmenntanna er mun flóknari en seinni tíma  söguskýrendur hafa viljað meina. T.d. eru það almennt viðurkennt að þær séu ritaðar árhundruðum eftir að atburðir gerast. Rétt eins og bókmenntir sem talin eru ritverk Snorra greina frá landnámsmönnum.

Margir þeir sem taldir hafa verið utangarðsfræðimenn hafa bent á að rúnir voru við lýði á Íslandi við landnám og fram eftir öldum, og vilja meina að sögurnar hafi verið flutt af rúnum yfir á latneskt letur. En þegar galarafárið hófst hér á landi, meira en 100 áru seinna en í Evrópu, þá var nóg að eiga rúnakver í fórum sínum til að eiga það á hættu að vera brenndur á báli. Það er talin ástæðan fyrir því nánast ekkert finnst af rituðu rúnamáli, annarstaðar en á einstaka legsteini.

Svarti víkingurinn hans Bergsveins er mjög sennileg nálgun á því hvers vegna Strandir og Jökulfirðir verða hlut af veldi Geirmundar Hjörsonar heljarskinns. Og ég er ekki í vafa um að þú hefur tekið eftir við lestur bókarinnar hvað Bergsveinn hélt sig fimlega á línunni hvað seinni tíma söguskýringum akademíunnar varðar. Enda getur enginn menntður fræðimaður leift sér annað án þess að missa trúverðugleikann. 

Árni Óla var annars eðlis og gaf út bókina Landnámið fyrir landnám og hefur hún í besta falli verið talin áhugaverður hugaburður af bókstafstrúar fræðimönnum. Enda dró Árni aldrei dul á það að hann léti hugann reika á milli línanna þegar hann túlkaði sumt það sem fátæklegar heimildir þó greina frá.

"Gyðingaríkið sem slíkt var ekki menningarríki" segir þú. Það sama átti við íslenska þjóðveldið. Það breytir samt ekki því að báðir þessir menningarheimar varðveittu sögu, hvort sem hún var algerlega þeirra eða lengra að kominn. Reyndar rista Gyðingar rúnir enn þann dag í dag. 

Það er gaman að heyra að þú hefur nokkuð gaman af þessari nálgun þó hún "meiki ekki sens", enda er henni ætlað að gera grein fyrir utangarðsgrúski í gegnum tíðina sem ég líkti helst við Dan Brown strax í öðrum pistli. Ég á eftir birta nokkra pistla í viðbót með ennþá ótrúlegri nálgun hvað söguna varðar.

Með kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2019 kl. 20:19

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Gunnar, og takk fyrir athugasemdina. Það væri gaman ef þú gætir rifjað upp um hvaða norsku bók er að ræða, ég hefði áhuga á því að nálgast hana.

Það hefur reyndar verið gefinn út mýgrútur af bókum sem hafa þá nálgun að musterisriddarar hafi farið vestur yfir haf eftir að þeir urðu fyrir ofsóknum í Evrópu.

Ég hef samt ekki rekist á annan en ítalan Giancarlo Gianazza sem bendlar Snorra Sturlusyni við málið.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2019 kl. 20:28

5 identicon

Sæll Magnús,

Þetta mun vera Verðir sáttmálans eftir Tom Egeland.

kv. Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 21:12

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég las þessa bók Egeland, hann skrifar fleiri bækur í þessum dúr, og hafði gaman að.  En þar á undan hafði ég lesið ítarlega grein í Morgunblaðinu að mig minnir, þar sem fjallað var um leit Ítalans hér að ofan, eða manna sem tengdust honum, og aftur er þetta eftir minni, að þessum falda fjársjóði musterisriddarana, og í henni var sem sagt forsagan útskýrð.

Eftir bara stendur að ég sé ekki alveg samhengið við fyrstu Musterisriddarana, þó reglan hafi vissulega þróast eftir að hún fór í felur, eins og margt sem fer í felur er það athvarf fyrir þá sem falla ekki inní fjöldann.

Gyðingar, þeir miklu sagnamenn, skrifuðu bók um sögu sína og trúarhugmyndir, og hún er ennþá lesinn.  Ég meir að segja glugga í hana annað slagið, og finnst þar margt mjög vel skrifað, enda viðurkennt að margar bækur Gamla testamentisins jafnist á við besta sem skrifað hefur verið á tungu mannanna.

Síðan eru þeir þekktir í heimi dulspekinnar, bæði ratar hún í svona bækur og myndir, sem og að nýaldarfólk gruflar töluvert í henni.

En skrifuðu þeir eitthvað annað??

Ég þekki það ekki, hef hvergi rekist á það svo ég reki minni til.

Musteri Salómons fékk jú ekki lengi að standa, brenndu Assýringar það ekki til grunna??  Nenni ekki að fletta því upp, en þetta gerðist allt löngu fyrir Krist. 

Spurning hvort sagnirnar af hinu fornu Æsum hafi þá verið þekktar, voru þeir ekki seinna til komnir við Kaspíahaf??

Veit ekki en mér finnst ofboðslega gaman að velta fyrir mér rótunum, það er hvað gerðist í raunveruleikanum, sem er síðan hulið mistri tímans.  Þegar ég var yngri þá skyldi ég aldrei þá sem hundsuðu goðsagnir, mér fannst það byggjast á fyrirlitningu gagnvart fólki liðinna tíma, eins og það hafi verið eitthvað vitlausara en við sem seinna komu.

Fyrir ritmál voru sagnaminnið eina geymslan, og auðvitað urðu sagnir oft að goðsögnum, sem síðan voru mótaðar eftir þróun hugmyndaheims hvers samfélags, og þróun tímans.

En eins og Bergsveinn benti á, goðsögn getur falið í sér sannleikskjarna.

Kannski seinna meir verður það eina sem verður vitað um Æsi og trúna á þá, hugarheimur Marvel teiknsagnanna og þá sérstakleg bíómyndanna sem gerðar voru eftir þeim.  Loki er allavega ljóslifandi í mínum huga eftir þær bíómyndir.

En rótin er samt sönn, það er hugmyndaheimur Ásatrúarinnar.

En svo ég slái botn í þessar hugleiðingar mínar, ofboðslega væri gaman að eitthvað fyndist uppá Kili.

Því hvað er lífið án hugarheims ævintýranna.

Og öll góð ævintýri eiga sér rætur i raunveruleikanum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 12:13

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessa ábendingu Gunnar, ég er ekki frá því að ég geri mér ferð á bókasafnið í vikunni. Það sem sagt er um þessa bók á netinu hljómar nokkuð dramatískt.

Í Vísi 23. október 2008 er að finna umfjöllun um bók Egelands og læt ég þennan úrdrátt fylgja.

"Norskur rithöfundur drepur sóknarprestinn í Reykholti.

Egeland sótti meðal annars Reykholt heim og naut leiðsagnar sóknarprestsins að Reykholti, séra Geirs Waage, dagstund. Geir sýndi Egeland og konu hans safn sem er að Reykholti, Snorralaug og húsakynni auk fornra handrita sem Geir á í eigu sinni. Í nýju bókinni, og er þar vísað til ársins 2007, finnst sóknarpresturinn Magnús dáinn í Snorralaug. Honum hefur verið drekkt: „Séra Magnús er dáinn. Hann flýtur á grúfu, líkt og hann hafi dregið djúpt andann og sé að skoða eitthvað á botni laugarinnar. Sítt hárið myndar gráan geislabaug í vatninu. Hvítar hendurnar fljóta í gáruðu vatnsborðinu,“ segir í bókinni.

Ekki er þó hin minnsta ástæða til að ætla þetta kaldar kveðjur norska rithöfundarins til sóknarprestins að Reykholti. Þvert á móti lýkur Tom Egeland miklu lofsorði á Geir og segir aðstoð hans við ritun bókarinnar ómetanlega. „Ef þú spyrð hvort „Geir Waage“ sé sá hinn sami og „séra Magnús“ þá er svarið bæði já og nei. Augljóslega varð ég fyrir áhrifum þegar ég hitti Geir Waage og ég setti ýmislegt úr fari hans í persónusköpunina, sérstaklega útlit og áhuga hans á Snorra, en ég myndi aldrei nota raunverulegan mann beint sem fyrirmynd persónu í sögum mínum. Til dæmis er séra Magnús með beinagrindur í skápum sínum og mér myndi aldrei detta í hug að gefa til kynna að Geir Waage væri með neitt slíkt í sínum skápum – það væri mjög ósanngjarnt gagnvart Geir,“ segir Egeland."

Magnús Sigurðsson, 9.2.2019 kl. 12:20

8 identicon

Takk fyrir þetta Magnús,

Mjög áhugavert, eftir frekar litla leit hjá google-frænku fann ég smá grein um að Gianazza hafi fyrst komið hingað 2004.  Egeland skrifandi sögur í anda Dan Brown, hefur ábyggilega rekist á þessa grein eða aðra svipaða.  https://www.historicmysteries.com/the-holy-grail-in-iceland/

Með kveðju að suð-vestan

Gunnar (IP-tala skráð) 9.2.2019 kl. 13:01

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ómar; þetta er bæði yfirgripsmikið og áhugaverð athugasemd, þar sem heimsbókmenntir og fornir menningarheimar liggja undir.

Ég deili efasemdum með þér um að ítalinn finni gralið á Kili. Þó svo kenning hans sé um margt áhugaverð þá er hún bara smá útúrdúr á "Da Vinci Code" þeirra rithöfunda sem gera út á helgar leyndir frímúrara.

Það sem flaug í gegnum hugann á mér þegar ég rakst á þessa kenningu Giancario Gianazza var á þá leið hvort það gæti verið (ef Dan Brown þeirra frímúrar hefði eitthvað til síns máls)að musterisriddarar hefðu komið við á landinu bláa á leið sinni vestur og falið Snorra að geima nokkra bókarkassa vetrarlangt.

Þeir hefðu valið hann vegna þess að hann hafi verið þekktur útgefandi af norrænum sakamálasögum þeirra tíma. En ekki það að Goðafræðin sem slík hafi endilega verið varðveitt í bókasafni musterisins.

Ég nefndi samt Völsungasögu til sögunnar sem mér hefur alltaf þótt dularfyllra stílbrot á íslendingasögunum en goðafræðin. En Völsungasaga er talið kveikjan að Hringadrottinssögu Tolkins, og hefur að geyma margt af því sem kemur heim og saman við það sem má finna í goðafræði grúski Snorra.

Ég er, þó skömm sé frá að segja, ekki fróður um musteri Salomons, þó svo að ég hafi staðið á grunni þess við eina vegginn sem eftir stendur að sagt er, sjálfan Grátmúrinn. Frímúrarar munu víst hafa musterið að fyrirmynd sinna húsakynna. Það á víst það sama að hafa átt við musteri Salomons og bókasafnið í Alexandríu að hafa brunnið ásamt miklu upplýsingum.

Reyndar rakst ég á það í við lestur "hallæra annáls" Hannesar Finnssonar biskups, að Skálholt hafi brunnið í hans tíð og biskupsstofa eftir hans daga verið flutt til Reykjavíkur. Eitthvað er á það minnst að þar hafi farið miklar upplýsingar forgörðum.

Þess vegna þykja "Undur Ísland" annálabrotin hans Gísla Oddsonar biskups sem ég hef nokkrum sinnum vitnað í, merkileg í augum margra utangarðs grúskara. Það sem mér þykir m.a. merkilegt er að það er alls ekki sama hvernig íslendingasögurnar eru túlkaðar.

Það virðist vera að á 20. öldinni hafi það þótt eðlilegt að koma fram með þrönga túlkun í boð ríkisins, sem Sigurður Norðdal setti fram. Þetta varð mér ljóst þegar ég las Brisingarmenið hans Jhocums Eggertssonar og "Í nátttrölla höndum" Eiríks Kjerúlf. Þessir menn lögðu í það mikla vinnu og fjármuni að koma út bókum sem voru með aðra sýn á tilurð Íslendingasagnanna og gagnrýndu opinbera túlkun þeirra.

Einn af þeim fræðimönnum sem ég hef leitað í að lesa en telst þó varla vera utangarðs er Hermann Pálsson sem var lengst prófessor í íslenskum fræðum við Edinborgarháskóla. Hann hafði Keltnesk fræði að sérgrein og finnst mér þeir Árni Óla rithöfundur sem skrifaði Landnámið fyrir Landnám eig nokkurn samhljóm.

En um Hermann má m.a. lesa þetta á wikipadia; Lengi vel áttu viðhorf Hermanns heldur undir högg að sækja í fræðasamfélaginu hér á Íslandi, e.t.v. af því að hann gekk stundum nokkuð langt til að kanna þanþol hugmynda sinna. Erlendis var hann mjög virtur fræðimaður og búast má við að vegur hans fari vaxandi hér á landi.

Ég ætla ekki að fara  út í Biblíuna að sinni enda er þetta orðin nokkuð yfirferðar mikil athugasemd við þinni yfirgripsmiklu og áhugaverðu athugasemd, nokkurnveginn að verða komin út um þúfur.

Magnús Sigurðsson, 9.2.2019 kl. 13:59

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Musterisriddarareglan og frímúrarar eru tveir óskyldir hlutir. Frímúrarar telja sig nota einhverjar forskriftir frá musterisriddurum. Önnur tengsl eru út í hött og aðeins síðþjóðernisrembingur og grillufang.

FORNLEIFUR, 9.2.2019 kl. 15:51

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Þúfurnar eru skemmtilegar Magnús, og kveiktu meðal annars í mér áhuga að lesa þessar bækur sem þú nefndir.

Ég man að Hermann skrifaði reglulega greinar í Morgunblaðið sem ég drakk í mig eins og svampur, svona stundum eins og ég les áhugaverðar greinar hjá Fornleifi hér að ofan.

Hann hefði kannski átt að skamma okkur minna fyrir að hafa smitast af grillufangi, og upplýsa okkur hins vegar um bókmenntir gyðinga.

En ég held að musteri Salómons hafi verið týnt og tröllum gefið á dögum Jesú, mig minnir að einhver Heródes hafi þyggt það sem þá stóð og Rómverjar lögðu svo í rúst um 70 eftir Krist.

En eins og ég segi, ég hef mjög gaman af pistlum þar sem menn hafa aflað sér fróðleiks, og deila honum.  Ég veit að þetta er mikil vinna og hafðu þökk fyrir hana Magnús.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 16:09

12 identicon

Takk fyrir þennan skemmtilega pistil Magnús.

Hvað væri lífið ef við kynnum ekki þá list að velta fyrir okkur hlutunum og viðra andann.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.2.2019 kl. 20:44

13 identicon

Þarna er talað um rannsóknarstúkuna Snorra á bls 36

https://frimurarareglan.is/wp-content/uploads/2016/11/frimur1tbl16.pdf

Múrari (IP-tala skráð) 9.2.2019 kl. 21:10

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir athugasemdirnar, það eru þær sem víkka sjóndeildarhringinn.

Fornleifur; það kemur kannski ekki nógu vel fram að pistillinn er ekki alhæfingar af minni hálfu heldur einungis vangaveltur. Og allra síst stóð til af mér að gera mig að einhverjum sérfræðing um frímúrara, starfandi múraranum. Í pistlinum stendur "Hin skoska regla musterisriddara varð síðan forveri seinni tíma frímúrarareglna,,," þetta má vera þjóðernisrembingur og grillufang mín vegna.

Ómar; takk fyrir að leggja alltaf eitthvað áhugavert til málanna. Svona aðeins til að nefna bókmenntir gyðinga og musteri Salomons þá er það að mig minnir málsett í Biblíunni. Ég er það undarlegur að hafa þrælast þrisvar í gegnum alla Biblíuna og get varla sagt annað en þar sé ekki stakt orð sem hægt sé að benda á sem lygi, þó svo að samhengi hlutann kunni að hafa brenglast í meðförum seinni tíma afritar rétt eins og í Íslendingasögunum.

Pétur Örn; gaman að heyra að þér líkar lesningin. Já það er víst örugglega hárrétt athugað hjá þér að leitun væri að lífinu ef loftbólur andans fengju ekki að stíga upp úr djúpinu og springa út á yfirborðinu. Það hafa fáir komið betur orðum að því en þú.

Múrari; það lá við að segði nafni. Þakka þér fyrir að undirbyggja pistilinn með því að vitna beint í bókasafn frímúrarareglunnar. Þar virðist ekki verða sagt á næstunni "nú er Snorrabúð stekkur".

Magnús Sigurðsson, 9.2.2019 kl. 21:56

15 Smámynd: FORNLEIFUR

Ekki langar mig að gera lítið úr tilgátum manna. En tilgátum fylgja kvöð. Það eru sannanir. Ef sannanir eru ekki fyrir hendir er engin ástæða til að alhæfa, líkt og sumir gera í þessari virðulegu umræðu.

Ómar að austan sem stundum gluggar í Fornleif, get ég upplýst að 2. musterið í Jerúsalem var sko engin rúst. Fyrst það var byggt af Heródesi, líkt og kemur fram í rökum Ómars, þá erum við ekki að tala um rústir. Fornleifafræðin sýnir okkur að musterið á tímum Jesús, ef hann var til (engar sannanir), var veglegt og mikið. Hinn óvissi Jesús fékk aldrei að koma þar inn, frekar en venjulegir gyðingar í Jerúsalem. Hinn hugsanlegi Jesús fékk aðeins að fara inn í forgarð musterisins, og þar lét hann illa á markaðstorginu sem þar hafði myndast að því er saga hans segir. Ef það er satt, hefur Jesús greinilega verið öfgagyðingur.

Það er yfirfullt af rökum fyrir musterinu, en Snorri musterisriddari, hið heilaga gral úti í buska á Íslandi, og allt hitt ruglið, vantar sárlega undirbyggingu og rökstuðning. Þannig er nú það.

FORNLEIFUR, 10.2.2019 kl. 07:28

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir að fylgjast með umræðunni Fornleifur en þú hefur aðeins fljótlesið mig, ég sagði að mig minnti að musteri Salómons hefði verið í mesta lagi verið rústir einar eftir að Assýringar hertóku Jerúsalem og brenndu. Síðan veit ég að annað musteri var byggt, mun síðra að öllu glæsileik. Svo leið tíminn og Heródes byggði nýtt og glæsilegt musteri og það er musterið sem lýst er í Nýja testamentinu.  En ég sagði Heródes einhver því þeir voru víst tveir eða þrír. 

Vissuleg hefði ég getað flett þessu upp hjá Gúgla frænda, en stundum kýs ég að ræða svona mál á gamla mátann, það fer miklu frekar út um þúfurnar sem við hnjótum svo um, og skapar nýja umræðu.

Ég sagði þetta vegna þess að mig minnir að Grátmúrinn sé leifar af þessu musteri, það er Heródesar og Rómverjar, þeir barbarar brenndu.

En fyrst þú hefur lagt að á þig Fornleifur, og fróðari mann á Íslandi um sögu gyðinga veit ég ekki um, þá væri spurning hvort þú gætir miðlað okkur Magnús af fróðleik þínum.

Ég segi fyrir mig, og held að það gildi líka fyrir Magnús, að hvorugur okkar sé að spá í gralinn, það mál var afgreitt í þriðju Indian Jones myndinni svo ekki verður betur gert.

En það er þetta með bækurnar, um fróðleiksbrunninn eða heimildirnar sem Snorri nýtti sér við ritun bóka sinna.

Magnús velti því fyrir sér hvort, að því gefnu að fótur sé fyrir sögunni um komu musterisriddaranna til Íslands, að þeir hefðu haft í fórum fornar bækur, og þegar ég sá ekki alveg fyrir mér að ribbaldarnir sem krossferðariddararnir voru hefðu nokkuð vit á bókum, enda flestir ólæsir og óskrifandi, að þá benti hann einmitt á þessi tengsl við musteri Salómons og hugsanlega hefðu ritin komið frá hinu fornu gyðingum. 

Við erum nefnilega ekki í gralinu, heldur í bókunum, og ólæsir menn geta vissulega stolið bókum, en eftir stendur, höfðu gyðingar áhuga á öðrum skrifum en sögu þjóðar sinnar og þeim trúarhugmyndum sem hún mótaði í þjóðarhafinu fyrir botni Miðjarðarhafsins??

Svo ég dragi sjónarmið saman, Musterisriddarar eða aðrir Austmenn máttu alveg hafa komið og hitt Snorra og skroppið uppá Kjöl, en ég er mjög efins um tengslin við bókarskrif Snorra.

Hins vegar veit ég þó af mínu litla hyggjuviti, að þá spruttu ekki uppúr engu, það á allt sínar rætur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2019 kl. 09:44

17 identicon

Hvort er það þörfin fyrir e-ð,

eða vitneskjan um e-ð,

sem gerði það að verkum að hér voru sögur og sagnir færðar í letur?  Af hverju hér, en í miklu minna mæli á hinum Norðurlöndunum? 

Það eru kannski þær einföldu spurningar sem eru kveikjurnar að fjörmiklum pistlum Magnúsar og áhugaverðum athugasemdum sem fylgja í kjölfarið.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 11:25

18 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Magnús Frábær grein. Sumir telja musterisriddaranna hafa komið við sögu KRS en félagi minn Wolter Scott fann að að þeir sem settu hann niður hafði sett mið svo hann hefði fundist hefði Olaf bóndi ekki dregið hann upp með rótum trjábolsins.

Það voru 6 eins tommu holur í steinum hringinn í kring sem þú gast dregið línur á milli til að staðsetja hann. Dálítið merkilegt að þessir steinar voru allir inn í runnum og jafnvel sumir á einhverjum tíma undir vatnsyfirborði semsagt leyni staður og hver veit nema þarna sé einhvað undir.

Scott er Geologist og hefir mikið af smásjám vegna fyrirtækisins og hefir greint rótarmerki þ.e. merki eftir ræturnar á trjánum svo engin lítur á hann sem fake lengur ekki einusinni Smittsonia Barbara Wallace þótt hún þráist við í öðrum málum eins og varðandi Norrænt í Ameríku.

Valdimar Samúelsson, 15.2.2019 kl. 18:11

19 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel mælt Ómar því vitrir menn vita oft lítið og of háðir akademískum kreddum.

Musteris riddararnir fóru Íslands leiðina vestur og hafa komið hingað end spruttu ekki upp c. 13 klaustur út af engu. Þeir földu eða földu ekki Gralið hér en það er hér á íslandi og fyrir augum þeim sem vilja sjá og hefir verið í meir en 600 ár. Þeir sem vilja mega spyrja. 

Riddararnir voru ekki ómenntaðir en hestasveinarnir kannski en hvað um það þeir voru hér og líklega haft aðal höfnina hér ekki langt frá Reykjavík.

Í Grænlandi fundust teikn að Musterisriddararnir hafi verið þar svo héldu þeir áfram ferðum fram og til baka byggðu kastala á NovaScotia nálægt Oak Eyju sem er nákvæmlega eins og Gestur sonur Bárðar Snæfellsás lýsir henni en þetta er saga okkar. Ekki akademíunar.Það er meira þar líka. Akademían getur ekki tjáð sig þeð svona mál þar sem engin kennir sögunna. Grænland þáttur held ég að segi töluvert.  

Valdimar Samúelsson, 17.2.2019 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband