Vesalingar

Það hlýtur að vera fáheyrt að nokkurri þjóð sé stjórnað af eins seinheppnu fólki og ljóst varð þegar fjármálaráðuneytið upplýsti skattabreytingatillögur sínar í sambandi við kjarasamninga. Og undarlegt að reynt hafi verið að telja fólki trú um að þetta væru skattalækkunartillögur sérstaklega til handa tekjulágum.

Það var ekki svo að blessaðir bjálfarnir hafi ekki fengið viðvörun þegar einn verkalýðsforinginn gekk af fundi í stjórnarráðinu í aðdraganda þess að tillögurnar væru kynntar almenningi. Annað hvort hafa þessar tillögur verið lagðar fram á þessum tímapunkti af hreinum fábjánahætti eða þá illkvittni.

Staðreyndin er sú að minnsta skattalækkunin í krónum er til lægst launuðu, ef þá nokkur. Þó svo að það hafi verið villt um með prósentum þá étur engin prósentur. Flöt krónutala ca 6.700 átti að ganga upp allan stigann frá 325 þús upp í hvað sem var, þess vegna bankastjóra laun. Lækkunin átti að koma til á næstu 3 árum.

Svo þegar þetta er skoðað í kjölinn þá átti jafnframt þessu að frysta persónuafslátt næstu 3 árin. Persónuafslátturinn hækkaði um rúmar 2.500 í ár, þannig að reikna má með að eftir 3 ár hafi hann skerts um að minnsta kosti 7.500. Reikningsdæmið upp allan launaskalann er þá vegna þessara tillagna einna, hækkun skatta um ca. 800 kr.

Síðan er það kapítuli út af fyrir sig hvernig þessar tillögur koma við láglauna fólk. Til að geta nýtt að fullu kerfisbreytingarnar, þá þarf fólk að hafa 325.000 kr. í tekjur eða meira. Eftir því sem tekjurnar eru lægri er ávinningurinn minni, en samt á að frysta  persónuafsláttinn hjá þessu sama fólki þannig að skattbyrðin eykst verulega hjá þeim sem eru undir 325 þús í lok tímabilsins.

Síðan fögnuðu flóafíflin hjá SA tillögunum í stað þess að standa með vinnumarkaðnum gegn því að láta sjálftökuliðið í stjórnaráðinu ræna hann gengdarlaust eins og viðgengis hefur undanfarin ár. Það er í besta falli fáviska að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best, þegar þær gagnast þeim síst.


mbl.is Viðræðum hefur verið slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég held að fábjánaháttur sé nærri lagi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2019 kl. 16:17

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Varla er hægt að ætla þetta illkvittni.

Hins vegar hef ég grun um að þetta stjórnsýslu lið sé algerlega blint á kjör fólks í landinu.

Það er nefnilega sitthvað að hafa lágmarkslaun að spila úr eða tvöföld lágmarkslaun. Hvað þá þegar þau eru komin upp fjórföld eða meira.

Ekki einu sinni verkalýðsforingjar halda viti á svoleiðis launum til lengdar.

Magnús Sigurðsson, 21.2.2019 kl. 17:14

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta held ég að sé rétt lýsing.

Þetta lið hefur ekki einu sinni þá gildu afsökun að vita hvað það er að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2019 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband