Gjaldþrota lífskjarasamningar

Það er varla að maður þori að leggja orð í belg á þessum helga degi þegar hver málsmetandi maðurinn um annan þveran keppist við að mæra nýgerða "lífskjarasamninga". Ég hygg þó að verkalýðsforinginn af skaganum fari nokkuð nærri því að hitta naglann á höfuðið þegar hann fer fram á afsökunarbeiðni frá hyskinu.

Það var hátt reitt til höggs gegn sjálftökuliðinu, sem sópar í sína eigin vasa, þegar kom að kröfugerð, sem þó verður að teljast hafa verið hógvær hvað varðar lægstu laun. Nú liggur það fyrir að lægstu laun hækka um 17.000 kr og 26.000 kr eingreiðsla kemur til í formi orlofsuppbótar.

Rúsínan í pilsuendanum varðandi láglaunafólkið er svo 10.000 kr skattalækkun sem kemur til framkvæmda í fyrsta lagi á næsta ári. Þangað til má láglaunafólk greiða 40-50% af sautjánþusundkallinum og orlofseingreiðslunni í skatta og gjöld.

Varðandi vexti og verðtryggingu er orðalagið svo loðið að finna má mun meira afgerandi orðalag um bætta tíð húsnæðislánþega í stefnuskrám þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu 10 ár. Ríkisstjórnin ætlar að "skoða", "huga að", "athuga í samráði við sérfræðinga", "skoða aukna hagræna hvata" osfv. frá árinu 2020.

Í upphafi skildi endirinn skoða. Það var lagt af stað með að lægstu laun næðu 425.000 kr, nú er komið í ljós að þau verða 368.000 eftir fjögur ár. Hækka strax um heil 30% eða sautján þúsund sem gerir tæp tíuþúsund eftir skatt og gjöld, þannig að sjálftökuliðið og verkalýðsfélögin fá strax sínar hækkanir að moða úr á meðan lálaunafólkið má bíða eftir rúsínunni í pilsuendanum að minnstakosti fram á næsta ár.

Hvorki sjálftökuliðið, með sínar mörghundruðþúsunda launahækkanir hviss bang, né verklýðsforingjar hafa haft hugmyndaflug til að taka út sín laun á jafn varkáran hátt og þeir ætla umbjóðendum sínum, þar hefur eingreiðslurnar jafnvel verið hafðar aftur í tímann. Það virðist ætla að nægja sjálftökuliðinu að lækka laun tveggja kvenmanna í bankastjórastöðum til að fleyta sér í gegnum brotsjóinn með fenginn hlut.

Það kæmi mér ekki á óvart í ljósi gjaldþrots WOW, sem á að hafa vakið ábyrgð og hógværð allra við lífskjarasamningaborðið, fólks á margföldum lágmarkslaununum, hafi markað upphafið að endanlegu gjaldþroti verkalýðshreyfingarinnar.


mbl.is „Ættu að biðja okkur afsökunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill Magnús.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.4.2019 kl. 20:05

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir Símon Pétur. Það er hvorki gleði né bjartsýni í þessum pistli og ég yrði manna glaðastur ef hann reyndist rangur.

Satt að segja þá batt ég smá vonir að til yrðu nýir tímar með nýju fólki í verkalýðshreyfingunni.

En geri mér jafnframt grein fyrir að þeir sem eru á margföldum launum við kjötkatlana eru ekki færir um að setja sig í spor þeirra lægstlaunuðu frekar en aðrir eftir að aukakrónurnar eru farnar að tifa ofaní vasana.

Það að heykjast á að hækka lágmarkslaun um skitinn hundraðþúsundkall á 4 árum þarfnast skýringar, hvort s.s. það hefði verið gert með beinni launahækkun eða í gegnum skattinn.

Eins velti ég því fyrir mér hvernig standi á því að fólk sem farið hefur stórum í gagnrýni sinni á lögbundinn þjófnað lífeyrissjóða, beiti sér ekki fyrir því að 3,5 % hækkuninni sem fyrrverandi verkalýðsforista útvegaði lífeyrissjóðunum í gegnum launafólk í síðustu kjarasamningum verði skilað þangað sem sú kjarabót á heima.

Vaxta-, verðtryggingar- og millufærsluákvæði samninganna er hefðbundinn moðreykur, þrátt fyrir öll uppsagnarákvæði sem þeim fylgja. Eða eru fólk búið að gleyma rauðu strikunum.

Mig grunar að þessi forusta nái ekki að fylkja fólki á bak við sig næst þegar hún blæs í herlúðra, ekki einu sinni erlendu farandverkafólki.

Magnús Sigurðsson, 5.4.2019 kl. 06:29

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert svartsýnn á þessum fallega degi Magnús.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.4.2019 kl. 14:29

4 identicon

Við erum skyldir í anda Magnús.  Ég deili með þér efasemdunum og grunar það sama og þig.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.4.2019 kl. 14:33

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þorsteinn, það rættist heldur betur úr deginum og hann var vissulega bjartur og fallegur, þó svo að ekki hafi birt yfir efasemdunum vegna kjarasamninga. 

Símon Pétur, mig rennir í grun að þetta sé meira en grunur. Þegar orðatiltæki eins og "lengra varð ekki komist að sinni" og "baráttan heldur áfram" eru höfð uppi, þá hringir bjöllum. Ef þetta hefði verið skammtímasamningur vegna WOW syndromsins, t.d. til eins árs þá hefðu svona orðatiltæki ekki þurft að vera svo grunsamleg, en þetta er rúmlega þriggja ára samningur og því glymur í gömlum aðvörunar bjöllum.

Magnús Sigurðsson, 5.4.2019 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband