Popúlismi sjálftökunnar

Nú stendur yfir leiftursókn þjóðkjörinna fulltrúar á alþingi gegn almenningi, gengur undir nafninu 3.orkupakkinn með "fyrirvara". Þar stendur til að markaðsvæða raforku til þjóðar sem á hana. Þar er þrástagast á því að ekkert breytist á meðan ekki er lagður strengur frá landinu til annarra landa, ákvörðunin um það verði áfram í höndum alþingis. Eins og orðum þeirra sem hafa "kjararáðssópað" ofan í eigin vasa með orðhengilshætti og útúrsnúningum sé treystandi.

Fyrir nokkrum árum bjó ég í Noregi, en þar er raforkukerfið tengt Evrópu. Þar kom fyrir 30% hækkun á rafmagni við það eitt að hitastigið úti fór niður fyrir frostmark í nokkra daga. Jafnvel þó svo að í Noregi sé framleidd meiri raforku en Norskur almenningur getur torgað. Kvörtunum var svarað með; markaðurinn ræður og hann er ekki bara í Noregi.

Í fimmta tölulið forsendna reglugerðarinnar um þriðja orkupakkann kemur fram að aðildarríkin geti í raun ekki gert neina fyrirvara eða sett aðrar lagalegar hindranir: "Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku."

Þessi orðanna hljóman er næg ástæða til þess að rétt sé hafna 3.orkupakkanum því að þeir fyrirvarar sem er sagt að eigi að tryggja hagsmuni Íslands koma ekki til með að halda. Ég hvet alla til að fara inn á www.orkanokkar.is þar sem er að finna undirskriftasöfnun þar sem skorað er á alþingismenn að hafna Orkupakka þrjú.


mbl.is Beiti synjunarvaldi gegn orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Takk nafni fyrir linkinn búinn að kvitta 
Það eru einhverjir sem eru á eftir stórum fúlgum fjár þarna 

Með góðum kveðjum að sunnan þó ekki úr suðurhöfum 

Magnús Ágústsson

Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 20:02

2 identicon

Góður pistill Magnús.

Já, það er furðulegt að markaðsvæða skuli raforku til þjóðarinnar sem á hana. 

Og kalla það "aukna neytendavernd" 

Það eðlilegt að 82% af þjóðinni treysti ekki þingi sem ætlar að samþykkja þessa aðför að almannahagsmunum þjóðarinnar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 20:02

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Firnasterkur Magnús.

Hafðu þökk fyrir.

Kveðja úr neðra að austan samt.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 21:13

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitið félagar. Þú ert þá væntanlega á landinu bláa nafni, og kominn með puttann á púlsinn.

Já Pétur Örn, það er alveg stórmerkilegt í hverju neytendaverndin getur falist, úlfseyrun undir sauðargærunni eru meinleysisleg miðað við þá sendingu.

Magnús Sigurðsson, 9.4.2019 kl. 21:13

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir Ómar, ekki amaleg ummæli.

Kveðja að ofan og austan.

Magnús Sigurðsson, 9.4.2019 kl. 21:19

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þakka stórgóðan pistil. 

 Búinn að setja nafnið mitt á listann hjáb"Orkan okkar" og vona að sem flestir geri það, fyrr en seinna, því ljóst er að keyra á þetta ml með djöfulgangi gegnum þingið, meðan þingheimur veit varla hvað snýr upp eða niður. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sæljón leika við hvurn sinn fingur og mörgæsir fljúga um loftin blá. Krían er hinsvegar farin til Íslands.

Halldór Egill Guðnason, 10.4.2019 kl. 18:39

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitið Halldór. Já nú ríður á að hver sem vettlingi getur valdið verði landsins sverð og skjöldur. Bestu kveðjur suður um höfin blá.

Magnús Sigurðsson, 10.4.2019 kl. 20:09

8 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Sæll Magnús.

Ég tel að Thóríum orkuverin muni bjarga okkur frá misvitrum stjórnendum landsmála, þegar þau flæða yfir heimsbyggðina í lok næsta áratugar. Þessi orkuver geta verið staðsett við húsvegginn á stórnotendum,í grennd eða inn í borgum, þá verða sæstrengir óþarfit, stóriðjan á íslandi leggst af og orkuverin á íslandi glamra hálf álagslaus. Gassala leggst af og gassöluríki riða til falls. 

Kjarnorkuúrgangi heimsins verður eytt í þessum orkuverum, 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 11.4.2019 kl. 11:08

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Hallgrímur  og takk fyrir innlitið, vonandi hefurðu rétt fyrir þér.

Þetta er áhugaverð orkuöflun sem þú kemur inn á, geturðu bent mér á "link" þar sem er hægt að kynna sér þetta.

Magnús Sigurðsson, 11.4.2019 kl. 12:24

10 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1165242

https://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1408653/

https://www.extremetech.com/extreme/254692-new-molten-salt-thorium-reactor-first-time-decades

http://www.thoriumenergyworld.com/press-release/china-invests-big-in-clean-and-cheap-energy-from-thorium

http://thorenergy.no

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.4.2019 kl. 07:52

11 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

https://investingnews.com/daily/resource-investing/energy-investing/uranium-investing/thorium-nuclear-energy/

https://www.power-eng.com/articles/2018/11/is-thorium-the-fuel-of-the-future-to-revitalize-nuclear.html

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.4.2019 kl. 08:53

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir linkana Hallgrímur. Það verður forvitnilegt að skoða þetta.

Magnús Sigurðsson, 12.4.2019 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband