The Totalitarian Tiptoe

Það er svo merkilegt að það hefur enginn þingmaður getað bent á hver ávinningurinn fyrir þjóðina er með því að samþykkja 3. orkupakkann. Þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið benda til þess að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telji orkupakkann vondan, en ráðamenn þykjast vita betur og fara gegn þjóðarvilja.

Einna helst er á þingmönnum að skilja að hendur þeirra séu bundnar vegna ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, frá 5. maí 2017, þar sem átta gerðir eru teknar upp í EES-samninginn og samþykkt af íslenskum embættismönnum með fyrirvara um samþykki alþingis.

Núverandi ríkisstjórn tók við völdum þann 30. nóvember 2017 eftir að nýtt alþingi hafði verið kjörið. Framsóknarmenn og VG liðar voru ekki í ríkisstjórn þegar embættismenn samþykktu ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar með fyrirvara um samþykki alþingis.

Til hvers er lýðræðið og til hvers eru kosningar, ef fara á eftir því sem embættismenn ríkisins skrifuðu undir, fyrir stjórnarskipti sem komu til eftir lýðræðislegar kosningar?

Eru það kannski svona aðferðir, sem notaðar eru til að hundsa lýðræðislegan vilja kjósenda, sem flokkast undir djúpríkið?

Það er engu líkara en blessaður sakleysinginn, sem situr á stólum ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra auk þess starfandi dómsmálaráðherra, viti hreinlega ekki hvað máltækið "að læða tánni inn fyrir þröskuldinn" merkir.

Og ætli að láta nægja að væna þá sem á það benda um að afvegaleiða umræðuna. Þegar skildan býður að skýra það út fyrir almenningi hvaða hag hann hefur af 3. orkupakkanum. 


mbl.is Viljandi verið að afvegaleiða umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Formadurinn vissi upp á hár hvad hann var ad gera, thegar sú sem nú gegnir embaetti multirádherra var valin. Reynslulitil og audveld i taumi, sem maelir og gerir bara thad sem henni er sagt ad gera, hvort sem thad er formadurinn eda embaettismannaklíkan sem skipar fyrir. Hún hefur ekki, frekar en adrir fylgjendur thessa fjandans 3. pakka, getad bent á hag okkar af honum. Their sem voga sér ad spyrja, eda benda á agnúanna eru umsvifalaust taldir lýdskrumarar, sem afvegaleida umraeduna og thar thrýtur rökin. Á sama tíma geta leiksoppar embaettismannanna, stjórnmálamennirnir altso, ekki komid med ein einustu rök eda sönnun thess, ad pakkinn sé okkur til heilla. Thetta er allt ad thví vonlaust lid ad hafa í vinnu og vaeri rekid af hvada almennum vinnustad sem er, fyrir slugs, raefildóm og ad vinna í laumi med samkeppnisadilanum gegn eigin fyrirtaeki. 

 Einn alvarlegasti hluturinn í stjórnskipuninni og valdadreifingunni er sá, ad brusselsánetjada embaettismannaelítan virdist algerlega stjórna lýdraedislega kjörnum fulltrúm thjódarinnar. Enginn kaus thetta lid til ad fara med stjórn landsins. Thetta er skelfileg thróun, sem ber ad stödva sem fyrst, ef ekki á enn ver ad fara.

 Thakka gódan pistil.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 17.4.2019 kl. 23:16

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Halldór, algerlega sammál þér um hvaða hugsun þarna liggur að baki.

En á endanum fer það svo, þegar strákar í dúkkulísuleik hafa klætt sömu dúkkulísuna í öll fötin, þá standa hinar naktar eftir. 

Ég hef grun um að fólk sjái "djúpríkið" betur og betur með hverjum deginum.

Það er nefnilega ekki nóg að bjóða fólki upp á eintómar dúkkulísur það lágmark að bjóða upp á einn og einn B leikara. 

Með kveðju suður um höfin.

Magnús Sigurðsson, 18.4.2019 kl. 05:48

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þessi landráð verður að stöðva með góðu eða illu, eða telst maður ekki meðsekur ef maður stendur aðgerðalaus hjá?

Jónatan Karlsson, 19.4.2019 kl. 08:33

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jónatan, sammála þér um að landráð verður að stöðva með öllum ráðum. Það virðast samt ekki duga til þess lýðræðislegar kosningar, enda lofar þetta lið öllu fögru og myndi sverja af sér landráðabrigsl í aðdraganda þeirra.

Því miður virðist löggjafasamkoman hafa einbeitt sér að því um aldir að búa til lög sem sniðganga réttlætið svo framarlega sem hyskið á sér aura von í þeim lagakrókum sjálft.

Í því sambandi hefur stjórnarskráin verið fótumtroðin þegar þurfa þykir. Kannski er eina ráðið að koma fram við svona fólk eins og hverja aðra brjóstumkennanlega vesalinga.

Magnús Sigurðsson, 19.4.2019 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband