Kolefnisjöfnum helvíti og málið er dautt

Það líður yfirleitt ekki langur tími eftir að stjórnmálamaður nær kjöri þar til hann fer að boða kjósendum sínum kolefnisfríar galdrabrennur eða aflátsbréf á kostakjörum, ásamt örðum túrbó trixum. 

Á síðunni Stormsker Fan var saga sem vel er þess virði að lesa í tilefni dagsins og til að átta sig á vegferð þessara meistara "Nígeríusvindlsins" inn í draumalandið.

"Sál þingmannsins kemur til himna og Lykla Pétur tekur á móti honum og segir: Áður en þú kemur þér fyrir þá er smá vandamál sem við verðum að leysa. Við fáum ekki svo oft alþingismenn hingað svo við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera við þig.

Ekkert vandamál, hleyptu mér bara inn.

Nei ég er að bíða eftir skipunum að ofan.

Jæja þá er það ákveðið: Við leyfum þér að eyða einum degi í helvíti og öðrum degi á himnum og þá getur þú ákveðið hvoru megin þú vilt vera til eilífðar.

Virkilega?? Þá vel ég bara að vera hér á himnum. Því miður, við verðum að fylgja reglum hér.

Og að svo búnu fara þeir inn í lyftu sem tekur þá niður, niður niður, alla leið til helvítis. Þegar dyrnar opnast þá sjá þeir grænan stóran golfvöll með flottu klúbbhúsi og fyrir framan húsið eru allir gömlu vinir hans og aðrir pólitíkusar sem höfðu unnið með honum.

Allir eru glaðir og þeir taka vel á móti honum og taka í höndina á honum, tala um góðu tímana þegar þeir voru að verða ríkir á kostnað almúgans.

Fóru 18 holur á golfvellinum og borðuðu humar, kavíar og drukku Kampavín með. Djöfullinn kom sjálfur, var rosa fínn og sagði brandara.

Það var svo gaman að tíminn var fljótur að líða og allt í einu voru þessir 24 tímar liðnir og tími til að fara.

Allir kvöddu hann með virtum og lyftan fór upp,upp,upp, alla leið til himna.

Nú er tími til að heimsækja himnaríki!

Svo næstu 24 tímana þá var hann að ræða við sáttar sálir og ferðaðist milli skýjanna, spilaði á hörpu og söng.

Tíminn leið hratt og eftir 24 tíma kom Lykla Pétur og sagði, nú ert þú búinn að vera einn dag í helvíti og annan dag á himnum… Hvort velurðu??

Alþingismaðurinn hikar aðeins við en segir svo: Ég átti nú ekki von á að ég mundi svara svona, en eins og þetta er fínt og flott hérna uppi þá held ég að ég velji helvíti frekar.

Svo Lykla Pétur fylgdi honum niður í lyftunni. Þegar dyrnar opnast þá sér hann bara ógróið land fullt að sorpi, allir gömlu vinir hans eru klæddir í gamla garma og eru að tína upp rusl og alltaf er meira að detta niður.

Djöfullinn kemur og setur höndina yfir herðar hans og býður hann velkominn. Ég skil þetta ekki alveg??? Í gær var hér golfvöllur, við borðuðum kavíar, humar og drukkum Kampavín og nutum hverrar mínútu… Hvað skeði?

Djöfullinn lítur í augu hans og segir: Í gær vorum við í kosningabaráttu… “Núna ert þú búinn að kjósa."


mbl.is Fyrsta skrefið í átt að „draumnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Góð saga.

 Það er ekkert annað en hverjum manni skylt, að ganga vel um náttúruna og sjá til þess að komandi kynslóðir erfi ekki sviðna jörð.  

 Kolefnisjöfnunarkjaftæðið og önnur skattlagning á almenna borgara bjargar hinsvegar engu, nema svínslega oföldu embættismannakerfi og gerir þá enn spikaðri i einelti sínu gagnvart samborgurum sínum. 

 Djöfullinn hlær að þessu öllu saman og skvettir af og til milljónfaldri losun eiturefna mannkyns út í andrúmsloftið, upp um eldfjöll, án þess að borga krónu, eða þurfa að kolefnisjafna nokkurn skapaðan hlut. Djöfullinn sjálfur bara!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.6.2019 kl. 02:51

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Myndbirtingaranar með kolefniskirkju fréttum gærdagsins minntu ekki einungis á óvita sem láta nota sig, heldur hreinlega fábjána. Það er eitt að draga úr sóun og þeirri mengun sem henni fylgir, en annað að bæta einni kostnaðarsömu sóunarendaleysunni aftan við aðra.

Nei, það eru ekki óvitar sem láta nota sig í að hampa gömlu carbokexi og reyndar vantaði lítið upp á að þarna væri betri helmingurinn af meetoo  helgisamkomunni á ferð, hefði kúlulánadrottningunni og öðru álíka fiðurfé verið trompað um leið.

Kolefniskirkjan segist fara með sannleika vísinda nútímans og ætti fólk sem ekki vill teljast til fábjána kannski byrja á að kynna sér orðið vísindi, hvað þá orð sem kallað er á fagmálinu CarbFix. Orðið er samsett úr cabon fix svona rétt eins og orðið trúarbrögð eru samsett úr trú og brögð.

Sammála þér Halldór það þarf ofaldin hringadrottin til að koma svona endemis kolefniskjaftæði á kreik sama daginn og upplýst er í hverskonar molum fjármáláætlun ríkisins er, og öryrkjar enn einu sinni skornir við trog. Óvitum er hægt að koma til vits, en flissandi fábjánum verður ekki forðað.

Magnús Sigurðsson, 19.6.2019 kl. 05:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er löngu tapað mál fyrir mörlenska kolefnisójafnaðarmenn.

Eins og svo margt annað. cool

Þorsteinn Briem, 19.6.2019 kl. 15:36

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Steini, ég held reyndar að helvíti kolefnisjafni sig sjálft fyrir rest. Það er bara spurning um á hverja kostnaði verður komið þangað til hagvextinum til heilla.

Sennilega er það alveg rétt hjá þér að þetta er löngu tapað mál, því flissandi fábjánum hefur farið ört fjölgandi, eins og svo margt fleira.

Heldurðu að afi þinn úr Svarfaðardalnum hefði verið kolefnisjafnaðarmaður ef fáviskan hefði verið fundin upp á hans tíð?

Magnús Sigurðsson, 19.6.2019 kl. 18:13

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð lesning. Já þeir bíða eftir skipun að ofan á meðan allt brennur. Ég hafði sambandi við einn gróðurhúsaeiganda en var forvitin á hver CO2 væri á Íslandi en það eru engir mælar nema einn hjá borginni. Stórhöfði er opinberi mælingastaðurinn en þar safna þeir lofti í CO2 flöskur sem svo rannsökuð og reiknað út hve mikið magn af CO2 í loftinu. Þessi ferill tekur marga mánuði. Já hafði samband við gróðurhúsaeiganda og sagði hann að andrúmsloftið hér væri 380 til 400 og allur ferillin hálf mínúta og kostaði ekkert.

Greinin var góð en allstaðar spannar CO2 inn hvort það eru krakkar eða pólitíkusar. Kv v 

Valdimar Samúelsson, 20.6.2019 kl. 10:46

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Valdimar, þú segir "allstaðar spannar CO2 inn hvort það eru krakkar eða pólitíkusar" það er einmitt þar sem manni finnst að mörkin eigi að liggja. Óvitar komast sem betur fer oft til vits en flissandi fábjánum verður ekki forðað.

Nú sé ég að það á að bjarga rústunum af fjármálaáætluninni með því að leggja græna skatta á heimilissorpið. Þar er verður einni fjárplógstarfseminni bætt aftan við aðra í stað þess að stoppa óskapnaðinn í uppahafi.

Það þarf ekki eldri mann en mig sem man þá tíð að maður þurfti ekki að burðast með fullt fang af sorpi heim við það eitt að kaupa í matinn, hvað þá ef maður keypti ljósaperu.

Magnús Sigurðsson, 20.6.2019 kl. 12:41

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sæll Magnús þú segir nokkuð ef þeir setja kolefnisskatt á sorpið þá held ég að ég kaupi insinirator eða rusla-brennara sem svo býr til nýtanlegt gas.

Kannski verður þetta fastur skattur á hvern íbúa eins og RÚV fær svo maður sleppur aldrei en við höfum alltaf einhver ráð. 

Valdimar Samúelsson, 20.6.2019 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband