Skammtaður skilningur

Það er stundum sagt að til að geta tekið rétta ákvörðun þurfi að búa yfir upplýsingum. Enda lifum við á öld upplýsinga, fjölmiðla og samfélagsmiðla. En hvað ef upplýsingarnar sem virðast réttar eru rangar? Hvort sem það er trúarleg þekking eða upplýsingar um hvernig eigi að bæta líf manna almennt, hefur þeim verið útdeilt af stofnunum í gegnum söguna. Allt frá goðsögulegum seiðmönnum til vísindamanna nútímans hafa upplýsingar á hverjum tíma verið sagðar réttar. Nú á tímum útdeila ríkisvaldið og fjármagnseigendur upplýsingunni til fjölmiðla.

Upplýsingar hafa alltaf haft tilgang, hafi þær á annað borð verið birtar. Þær eru gefnar í skömmtum s.s. „vísindamenn hafa nýlega uppgötvað,,“, „greiningadeildir bankana hafa reiknað,,“ osfv. Nútíminn er orðin yfirfullur af innrætingu sem skipulega er útdeilt á fjöldann. Upplýsingum er komið á framfæri af hagsmunadrifnum fjölmiðlum í formi frétta til gera skoðanamyndun einsleitari og auðvelda fólki ákvarðanir. Þetta er gert markvist með því að stilla upp góðu gagnvart vondu s.s.; þróað á móti vanþróað; löglegt eða ólöglegt osfv, með svart hvítum sannleika samanfléttuðum með djúpum vísindalegum sannindum þeirra sem eiga að vita betur.

Almenningur er hvað eftir annað losaður við óþægilegan raunveruleika með upplýsingum sem helga meðalið. Þar getur ímyndunin ein umhverft sannleikanum og allri tilfinningu fyrir því sem er rétt. Slíkan blekkingaleik má víða sjá í fjölmiðlum, t.d. þar sem barist er með drápum fyrir friði, stríði gegn hryðjuverkum, hamfarahlýnun með aukinni skattheimtu osfv sofv. Undir stöðugu áreiti upplýsinga hverfur smá saman gagnrýnin hugsun og meðvituð athugun. Og þegar ekki verður lengur skilið á milli sannleika og trúarbragða þá umverpist veruleikinn og ímyndunin ein tekur við sem hið rétta.

Við lifum í samfélagi þar sem langt er frá því að allt sé eins og sýnist. Veruleikinn er framleiddur af stjórnvöldum, stórfyrirtækjum, þrýstihópum, stjórnmálaflokkum og fjölmiðlum í þeirra eigu. Því ætti alltaf að spyrja „Hvað er rétt?“ Og takmarka fjölmiðlanotkun vegna þess veruleika sem þar er framleiddur á háþróaðan hátt. Annars sitjum við undir stöðugu áreiti gervi veruleika og falsfrétta. Upplýsingar og fréttir nútímans snúast meira um ímyndarstjórnun en það að upplýsa fólk, að hafa áhrif á huga er gróðavænlegra en að upplýsa.

Lokatakmark upplýsinga er stjórnun, óbrenglaðar hafa þær alltaf verið hættulegar valdinu, eins og trúarlegar og félagslegar stofnanir hafa lengi vitað. Ríkjandi upplýsingar leitast við að búa til leiðandi fyrirsagnir, ritskoðaðar fréttir, klipptar og hljóðsettar fréttamyndir. Sem neytendur fjölmiðla erum við að takmarka skilning okkar og samþykkja óraunveruleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Sagan er alltaf að endurtaka sig í nýjum og nýjum umbúðum. Þ.e. sú saga að pí skuli vera aðeins þægilegri tala.

Eitrað samband gerfivísinda og pólitíkur.

https://en.wikipedia.org/wiki/Indiana_Pi_Bill

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 2.10.2019 kl. 08:29

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Bjarni sagan endurtekur sig og tíminn fer í hringi rétt eins og klukkan sama hvað reynt er að hólfa hana niður í kassa.

Þakka þér fyrir linkinn það gæti farið svo að það tæki mig veturinn að finna út úr þessu dæmi.

Fyrir nokkru setti ég inn blogg um eykt og dúsín, og hvernig reynt er að setja allt á línu svo eilíf hringrásin verði ekki eins áberandi.

Þetta stutta blogg vakti nú ekki mikla athygli þó svo stór hluti vetrar hafi farið í það hjá mér að finna niðurstöðuna. 

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2212521/

Það hringdi samt í mig sunnlenskur bóndi vegna þessa bloggs og skýrði út fyrir mér hve hringrásin væri algjör í náttúrunni og með hárnákvæmum pí-um, þó svo að reynt væri að með öllum mætti að halda mannfólkinu á línunni.

Magnús Sigurðsson, 2.10.2019 kl. 17:02

3 identicon

Það er alltaf jafn ánægjulegt að lesa pistla þína meistari Magnús.  Grufl og grúsk var lengi vel iðja margra viti borinna landa okkar og er það vel að enn lifi einhverjar slíkar andans pælingar, svo sem glöggt má sjá í pistlum þínum.  Hafðu miklar þakkir fyrir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.10.2019 kl. 18:58

4 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Pistill þinn um eykt og dúsín var mjög svo áhugaverður og trúlegt að fleiri hafi lesið en gáfu sig fram. 

Líklega þarf maður þó svona eins og tvo vetur til að melta hann almennilega.

Eitt af því sem er á "ætla að skoða betur" listanum hjá mér. 

Tek undir með Pétri hér að ofan. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 6.10.2019 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband