Í upphafi skildi endirinn skoða

Það verður að segjast hreint út að manni er farið að gruna að til sveitarstjórna veljist eintómir fávitar. Nú er dásömuð sameining sveitarfélaga sem byggir á bættum samgöngum með sérstökum veggjöldum ofan á allt annað. Það er eins og þeir hafi ekki kynnt sér að í Noregi er orðin mikil andstaða við þá leið sem íslenskir ráðamenn ætla nú að þröngva upp á þjóðina og sveitastjórnarmenn hafa tekið að sér að dásama. 

Þegar ég bjó í Harstad í Troms N-Noregi var kosið um það í bæjarstjórnarkosningum árið 2011 hvort íbúarnir vildu flýta samgöngubótum með gjaldtöku, það var samþykkt naumlega, eins og í svo mörgum byggðum N-Noregs. Nokkrum árum seinna fóru að renna á fólk tvær grímur og heyrast fréttir af árangri gjaldtökunnar, m.a. frá Alta stærstu borgar Finnmerkur. Þó svo að ætla mætti að um brandara væri að ræða þá var svo ekki. Það kostaði nefnilega 1,30 kr að innheimta hverja krónu.

Nú keppast bæjarfulltrúar og sveitarstjórnarmenn á Íslandi við það að mæra gjaldtökuleiðina án þess að hafa hugmynd um hvað hún muni kosta. En ættu kannski heldur að spyrja að því með íbúum hvað ráðamenn gerðu við gjöldin sem voru eyrnamerkt vegaframkvæmdum en hafa af einhverjum orsökum rýrnað um allt að helming í meðförum stjórnmálamanna.

Halda þeir virkilega að veggjöldin hverfi ekki líka ofan í valda vasa?


mbl.is „Erum að horfa á nýja framtíð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband