Náhirðin nötrar

Nú eru auðrónarnir komnir með blóðbragðið í munninn og sjá í hillingum fram á gósen tíð. Svona bragðskin hefur verið fylgifiskur allra þrenginga frá því menn muna. Lengi vel þurfti náttúruhamfarir til að fá fólk til að trúa á bjargleysið. Ef þær voru ekki til staðar þá voru uppdiktuð stríðsátök og núna er það kvefpest.

Það er bara tvennt í stöðunni hjá stjórnendum Icelandair, segja fjárfestarnir. Annað hvort keyra þeir laun starfsfólk niður um rúmlega helming eða náhirðin hirðir eignir félagsins á hrakvirði og startar á nýrri kennitölu með aðstoð ríkisins. Gömlu "góðu" viðskiptahættirnir sem þeir kunna svo vel.

Það væri smekklegra fyrir "hina svokölluðu fjárfesta" að koma fram undir nafni þegar svona kröfur eru settar fram til fólks sem hefur misst vinnuna. Það er ekki eins og það verði farið í loftið þegar samningar nást og þegar að því kemur þá geti almenningur forðast að fljúga með svona kónum.

Sennilega væri réttast fyrir þá sem starfa hjá Icelandair, og hafa ökuréttindi eða kunnáttu á kúst, að verða sér strax út um aðra vinnu, -svona launanna vegna. Leifa náhirðinni að þjóta um háloftin í einsemd sinni með rörsýn á nýju kennitöluna, það vill hvor sem er engin sjá hana á jörðu niðri.


mbl.is Staðan orðin grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Spurningin er hvort að samtökin ILLUMANATI þau koma af stað "krísum"

með skipulögðum hætti; til þess að verðfella eignir;

síðan koma þeirra fyrirtæki og kaupa upp fyrirtækin í vanda á hálfvirði?

Jón Þórhallsson, 11.5.2020 kl. 07:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nokkuð mikill munur á "taktíkinni" við að ná í aukið hlutafé hjá WOW eða ICELANDAIR.  Getur það haft eitthvað með það að gera að forráðamenn ICELANDAIR "VITA" að þeim verður "bjargað"???????

Jóhann Elíasson, 11.5.2020 kl. 08:44

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það er ekki verjandi að setja peninga í félagið hvort sem er skattfé almennings, lífeyrissparnað almennings né nokkuð annað meðan stéttarfélög flugfólksins hafa hreðjatak á rekstri félagsins. Enginn sem veit hvernig stéttarfélögin hafa rekstur félagsins í hendi sér vill setja sitt eigið fé í þetta. Almenningur hefur verið plataður í gegnum tíðina til að kaupa hlutabréf en það fólk hefur ekki þær upplýsingar sem stærri fjárfestar hafa. Ef stéttarfélög flugfólksins vilja ekki gefa eftir ákvæði sem lúta að daglegum rekstri félagsins verður að láta félagið fara í þrot. Það koma örugglega einhver félög til með að fljúga til og frá landinu.

Örn Gunnlaugsson, 11.5.2020 kl. 09:10

4 identicon

Eg man þá tíð að menn fóru til klæðskera  á nokkurra ára fresti til þess að láta sauma á sig föt. Nú skreppa menn inn í fataverslun og kaupa sér flík sem saumuð var í Asíu. Sagt er að milljónir kvenna í Bangladesh séu nú atvinnulausar vegna minni fatakaupa á vesturlöndum.

Eitt sinn flugu menn út fyrir landsteinana einu sinni á ári, ef þeir höfðu efni á. Nú þykir sjálfsagt að að fljúga til útlanda tvisvar eða þrisvar árlega, jafnvel heimshorna á milli.

Nú ríkir alþjóðleg samkeppni í flugsamgöngum. Ísensk flugfélög keppa á alheimsmarkaði þar sem launakjör eru gríðarlega misjöfn. Auðvitað eru  öryggisverðir nauðsynlegir um borð á flugvélum, en er nauðsynlegt að láta  þjónustufólk stjana við farþega á nokkurra klst. ferðalagi?

Eru flugfreyjur kannski að verða úrelt stétt?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.5.2020 kl. 12:56

5 identicon

Sláandi flott fyrirsögn:

"Náhirðin nötrar"

og pistillinn nöturlega sannur.

Annars langar mig til að segja hér frá því að ég var að enda við að lesa annan stórgóðan pistil um okkur hina fyrirlitnu sjálfstæðu menn og hvernig við getum eflt okkur gegn viðurstyggðinni, hver okkar og einn:

If you throw me to the wolves,

I will come back, leading the pack.

Megi náhirðin nötra.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.5.2020 kl. 13:44

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar. Hún var óvenju strembin steypa dagsins þannig að ekki hefur gefist tími til svara fyrr en nú.

Auðrónar vilja alltaf fyrirtækin á hálfvirði eða minna um það þarf ekki spyrja, og ekki spillir fyrir að ríkið borgi með af skattfé almennings svo hægt sé á stundinni að kassa út arðgreiðslunum, -talandi um skipuleg glæpasamtök. 

Það vita það allir sem eldri eru en tvæ vetur að lífeyrissjóðirnir eru spilapeningar fjárfesta, þeir leggja sjaldnast neitt nema "þekkinguna" fram á kennitöluflakki sjálfir. Það er langt síðan almenningur hætti að láta plata inn á sig á hlutabréfum, nema með sé talin lögbundin þjófnaður lífeyris. Ef annað er uppi á teningnum, þá er það yfirleitt vegna draumsins um að verða auðróni.

Persónulega þá vil ég frekar ferðast með flugi tíunda hvert ár með fullri þjónustu en standa í 10 sinnum á ári í biðröð á flugvelli vegna fimm helgarferða. Hvort sem einhver trúir því eða ekki þá eru meira en sex ár síðan ég flaug síðast. Icelandair er með ágæta þjónustu ekki ósvipaða SAS, en besta þjónusta sem ég hef notið var með Singapore airlines og þar vantaði hvorki flugfreyjurnar né plássið.

Varðandi Wiss-air og önnur þrælaflugfélög sardínudósarinnar þá eiga sjálfstæðar þjóðir að neita þess áttar kónum um  aðstöðu á sínum flugvöllum. Þannig þrælahaldarar hljóta að geta komið sér upp flugmóðuskipum til að millilenda á ef yfir heimshaf á að fara.

Svo lengi sem hinn vinnandi maður heldur sjálfstæði og reisn gagnvar sjálfum sér mun hann koma tvíefldur til baka með úlfahópnum, jafnvel eftir að hafa verið lokaður inni á lyginni, því auðrónar og náhirðarinnar koma engu til leiðar án hans þeir orka ekki einu sinni að sötra blóðið úr hræjunum. 

Það er stendur skrifað í skýin að samfélög og fyrirtæki eru fyrir fólk en ekki fjárfesta. Mattador ætti að duga náhirðinni að nötra yfir einni út í horni, því eins og maðurinn sagði þá eru peningar bara bókhald. 

Magnús Sigurðsson, 11.5.2020 kl. 20:02

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við eigum að halda í Icelandair.  Þjónustan er frábær hjá öllum deildum - ekki bara flugliðum - og slíkt kostar.
Auk þess er mikilvægt samgöngulega séð að hafa flugfélag í íslenskri eigu áfram, á láglaunafélög er ekki treystandi. 
Almenn laun í landinu eru hærri en víða erlendis; því skyldi það ekki gilda um flugreksturinn líka?

Kolbrún Hilmars, 12.5.2020 kl. 12:08

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Kolbrún.

Tengingar landsins út á við eiga að vera í íslenskum höndum undir íslenskum yfirráðu.

Sagan sínir einfaldlega að annað kallar yfir okkur ósjálfstæði og ánauð.

Icelandair er ekki hægt að bera saman við lággjaldaflugfélög frekar en íslensk launakjör.

Magnús Sigurðsson, 12.5.2020 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband